Svara þráð

Spjall

Frí à fimmtudag18.september 2013 kl.00:07
Ég er búinn að fà frí à fimmtudag til að mæta í kopavog og verða vitni að 26 titli KR inga vonandi verður fjölmenni til að skapa meistara stemingu þetta er fràbært lið .
Jói
KR - Breiðablik18.september 2013 kl.09:18
Allir stuðningsmenn KR á höfuðborgarsvæðinu sem hafa vinnutíma fram yfir klukkan 4 ættu að taka þig til fyrirmyndar Jói. Fjölmennum á Breiðabliksvöllinn, þar sem er frítt inn á Fimmtudaginn og styðjum KR til sigurs !!!
Stefán
18.september 2013 kl.09:37
Þetta líst mér frábærlega á. Stefnir í toppmætingu frá KR-ingum á þennan leik sem verður eins og heimaleikur. Svo held ég, ef við vinnum leikinn, að margir vilji skreppa á Rauða ljónið eftir leik.
ábs
18.september 2013 kl.10:45
held að menn ættu að leggja áherslu á að fá frí á föstudeginum líka...
ebeneser
Gòdur18.september 2013 kl.15:33
Gòdur
Joi
Free19.september 2013 kl.07:23
Er að vinna til 19:30,en mæti að sjálfsögðu á Rauða ef fer sem fer.Samt ekki í boði að taka frí á morgun! Áfram KR!
Alfie Conn
19.september 2013 kl.09:46
Ég hef haft það fyrir reglu að fagna engu fyrr en stigin eru komin í hús. Breiðablik er með feikilega sterkt lið og það verður ekkert gefið gegn þeim.
Andri
19.september 2013 kl.10:33
Það kann ekki góðri lukku að stýra að vera að plana einhver hátíðarhöld í kvöld. Látum það algjörlega liggja á milli hluta. Ef við náum að landa þessu í kvöld þá vita allir hvert ferðinni verður heitið.
Helgi
19.september 2013 kl.12:03
Frí á morgun er málið. Skil ekki hvað menn eru að draga úr væntingum hérna. Mótið er búið og KR á titilinn, það á bara eftir að skutla honum þangað. Ef svo ólíklega vill til að þetta hafist ekki í kvöld á móti dalandi Blika-liði so be it, enginn mun gráta það því þá kemur þetta í næsta leik. Þessi óþolandi 21.aldar hugsun um að halda hugsunum beisluðum og tilfinningum niðri er orðin ansi þreytt. Byrjum að fagna og fögnum í 14 daga þangað til mótið er formlega búið og aðeins lengur, því þetta ER búið! KR ER búið að vinna!
Vaxtavextir
Breiðablik - Kr19.september 2013 kl.14:08
Það hafa ótrúlegustu lið verið að vinna Breiðablik að undanförnu, þannig að leikmenn KR hafa þetta algjörlega í hendi sér. Bara spurning um vilja, ekki getu .
Stefán
19.september 2013 kl.14:41
Andstæðingurinn reynir alltaf meira gegn KR. Það hefur margoft sýnt sig. Ekkert vanmat, spilum bara okkar leik og þá höfum við þetta.
Kristján Guðmundsson

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012