Svara þráð

Spjall

KR - Fylkir13.september 2013 kl.09:15
Allt stefnir í fallegan haustleik gegn Fylki. Enginn ætti að vanmeta Fylkismenn sem voru óheppnir að fá ekkert út úr leiknum gegn FH. Núna er hver einasti leikur úrslitaleikur sem færir KR nær titlinum. Mætum vel á völlinn og látum í okkur heyra. Áfram KR
Andri
13.september 2013 kl.09:50
Þetta verður drulluerfitt. Við erum að vinna leikina naumlega og það getur komið að því að við verðum óheppnir og töpum stigum. Veitir ekki af góðum stuðningi á sunnudaginn.
ábs
13.september 2013 kl.10:07
Ég myndi ekki segja að KR hafi unnið naumlega í síðustu leikjum. Kannski síðasta leik en ekki leikjum. Þeir eru góðir og klára leikina sína þessir strákar. Það er ekki þar með sagt að þetta sé létt sem eftir er. Fylkir er þrusu lið og mæta dýrvitlausir í vesturbæinn. sbr. "Þetta verður létt í næsta leik, örugg 3 stig." http://www.fotbolti.net/news/12-09-2013/asgeir-borkur-eins-mikid-alit-og-eg-hef-a-david-var-thetta-hlaegilegt
Andri
14.september 2013 kl.20:04
Er ekki afar líklegt að leiknum verði frestað vegna veðurs? Erfitt að færa hann aftur á mánudag þar sem veður þá er lítið betra. Stefnir því í enn meira flækjustig með þá aukaleiki sem KR á eftir? Hefði ekki verið skynsamlegra að færa leikinn bara fram og hafa hann í dag, fyrst veðurspár voru búnar að var við þessu?
Tómas
15.september 2013 kl.09:41
Vonandi er samt veðurspáin ("Búist er við stormi eða roki 20-28 m/s, hvassast seinni partinn og fram á mánudag. Veðrinu fylgja mjög snarpar vindhviður") ekki að rætast, þannig að leikurinn fari fram í dag.
Tómas
15.september 2013 kl.11:08
Smá gola hefur aldrei stopað menn hér á Skaganum að spila fótobolta.
Skagamaður
15.september 2013 kl.11:24
Við frestum ekki leikjum í Eyjum fyrir neitt minna en 18 vindstig. (40 m/s)
Halli Pé
15.september 2013 kl.11:52
Enda sér maður ekki spilaðan fótbolta í Eyjum nema tvisvar a ári. Þegar KR koma og vinna ykkur í deild og bikar.
Eiríkur
15.september 2013 kl.13:23
Ég fæ ekki séð að leik í Reykjavík sé frestað út af norðanátt. Þetta verður rokleikur en það virðist leikhæft. Skrýtið hjá veðurfræðingnum á Rúv í gærkvöld að aflýsa öllum leikjum.
ábs
15.september 2013 kl.16:51
Mótanefnd KSÍ hlýtur að vera gagnrýniverð fyrir að hafa ekki brugðist við þessu fyrr og þarf að skoða sín mál. Veðurspáin var skýr fyrir 1-2 sólarhringum síðan og hægðarleikur hefði verið að hafa leikina á laugardeginum eða flýta þeim á sunnudeginum en margir leikin yngri flokka fóru fram þá í þolanlegu veðri. Held að það sé ekki KR-ingar sem fara illa út úr þessu, þeir hafa leiki 2svar í viku til loka og því ekki hægt að bæta við leikjum þar, heldur myndi lokaumferðinni með öllum leikjunum seinka. Bitnar núna verst á Keflvíkingum sem voru víst komnir á Blönduós þegar leiknum var frestað!
Tómas
15.september 2013 kl.17:52
Er ekki bara málið að fresta lokaumferðinni allri um heila viku til að álagið á KR sé minna. Það er ekkert að því að spila þá umferð fyrstu helgina í október. Þá hafa oft verið spilaðir landsleikir á Laugardalsvelli í ágætis veðri. Nú, þá væri líka hægt að spila leikina á laugardeginum og öll lokahóf félaganna á "réttum" degi.
ABC
16.september 2013 kl.08:26
Rétt hjá þér Tómas þetta með KSÍ. Ekki eru menn þar á bæ nú miklir veðurspámenn né mjög útsjónarsamir og enn skil ég ekki afhverju leikur Skagamanna og KR gat ekki farið fram í vikunni á eftir frestunina, eða var það ekki KSÍ sem kom í veg fyrir það ?
Stefán
16.september 2013 kl.12:37
Áfram Fylkir.
Gullskeiðungur
KR - Fylkir16.september 2013 kl.13:36
Bara vonandi að leikurinn geti farið fram í dag Gullskeiðungur og allir aðrir lesendur síðunnar.
Stefán
16.september 2013 kl.14:34
Sjáumst á vellinum. Klárum þennan rokleik og tökum þrjú stig.
ábs
17.september 2013 kl.08:17
Frábær leikur hjá KR í gær - Takk fyrir mig. Klára svo leikinn í Kópavogi með stæl og fagna Íslandsmeistaratitli !!!
Stefán
17.september 2013 kl.10:16
Oó - Silfurskitan! Silfurskitan, silfurskitan silfurskitan! Oó... o.s.frv.
Gústi
17.september 2013 kl.11:53
Gústi, það er nú miklu frekar að FH-ingar séu farnir á taugum, samanber hvernig formenn FH höguðu sér eins og smábörn í gær - Það er nú svo sem ekkert nýtt þeim megin.
Stefán
17.september 2013 kl.12:37
Hef fulla trú á því að Höddi hljóti að taka í gegn dómgæslu sem er búinn að vera KR í hag í næstu Pepsí mörkum.
Palli
Palli17.september 2013 kl.13:45
Palli var einn í heiminum ...
Stefán

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012