Svara þráð

Spjall

KR að klàra mótið1.september 2013 kl.21:21
KRingar þurfa raunverulega bara að vinna helmingin af leikjunum sem eru efti hjà KR eigum 6 eftir 3 sigrar og eitt jafntefli myndu klàra þetta .En við vinnum vonandi fleiri leiki. Fh og stjarnan eru með 37 stig og eiga 4 leiki eftir og spila inbirðis í síðustu umferð en KR à 6 leiki eftir og eru með 40 stig.Afram KR
Bjarni
Víkingur - KR12.september 2013 kl.08:34
KR á klárlega að geta unnið alla þá leiki sem eftir eru og getað klárað mótið með stæl, ef leikmenn og stuðningsmenn leggja sig alla fram. Því og miður verða varla mjög margir stuðningsmenn KR á Ólafsvíkurvelli í dag, en þar er auðvitað um algjöran skyldusigur að ræða hjá KR. Víkingar verða grimmir og fullir sjálfstrausts eftir jafnteflið í Hafnarfirði, en leikmenn KR munu ekki vanmeta þá. Áfram KR !!!
Stefán
12.september 2013 kl.09:41
Sérstaklega mikilvægt að vinna fyrstu leikina eftir hléið, annars getur komið skjálfti í liðið. Ég fer vestur með Friðgeiri en þreifingar um rútuferðir og bílför hafa litlu skilað, fólk er greinlega að vinna. Hvet alla sem komast að keyra vestur og sameinast í bíla.
ábs
Víkingur - KR12.september 2013 kl.10:18
Ágúst - Þú og Friðgeir hljómleikahaldari með meiru eruð nú tveir á við marga KR-inga og látið bara ekki Gunnar á Völlum slefa yfir ykkur í stúkunni.
Stefán
12.september 2013 kl.11:28
Við gerum okkur besta, kæri Stefán, og tökum með okkur tvo KR-fána.
ábs
Víkingur - KR12.september 2013 kl.13:02
... og Friðgeir í flottustu lopapeysu á Íslandi ...
Stefán
12.september 2013 kl.19:51
Góður baráttusigur gegn Víking en mótið er ekki búið þurfum 7 stig í viðbót til að vera öruggir. Verðum að leiða hjá okkut tal um að þetta sé komið hjá KR. Áfram KR
Vesturbæingur
13.september 2013 kl.08:23
Tæpt var það en hafðist þó sem betur fer. Hlustaði á lýsingu Bjarna Fel og það var greinilegt að sumir leikmenn KR börðust grimmilega fyrir þessum sigri, en aðrir voru allt að því slakir og þurfa að bæta rækilega fyrir það heima á móti fylki.
Stefán
13.september 2013 kl.09:01
Ef við gefum okkur að við fáum a.m.k. 4 stig úr næstu tveimur leikjum þá verður staðan sú að KR getur tryggt sér titilinn á "Vodafone-vellinum" 22. september. Það verður athyglisvert að sjá hvernig valir bregðast við aðsókninni sem því fylgir.
Gary
13.september 2013 kl.10:36
Það kalla ég gott að greina frammistöðu einstakra leikmanna út frá útvarpslýsingu Bjarna Fel.
Gústi
13.september 2013 kl.10:38
Ég var á leiknum. Mér fannst frammistaða varamannanna, Kjartans Henry, Emils Atla og Þorsteins Más, miklu betri en einkunnagjafir fjölmiðlanna gefa til kynna, þeir komu inn með mikinn ferskleika í sóknina. Gary var ekkert sérstakur og mér fannst Atli Sig. ekki góður þó að hann hafi lagt upp markið. Líklega var Grétar Sigfinnur maður leiksins og vörnin var sterk. Víkingarnir voru mjög góðir í leiknum, betri en í fyrri leiknum í vor, þeir héldu bolta miklu betur, dreifðu spilinu og ógnuðu okkur með hættulegum sóknum.
ábs
KR - víkingur13.september 2013 kl.13:30
Ekki var það nú alveg svo Gústi að ég væri bara að meta frammistöðu leikmanna eftir lýsingu Bjarna Fel, heldur las ég líka dóma um frammistöðu leikmanna í Fréttablaðinu og Mogganum í morgun og allt var það nokkuð samhljóða.
Stefán
13.september 2013 kl.21:21
Alveg er ótrúlegt hvernig sumir meta frammistöðu leikmanna. Oft hefur verið sagt að það skipti t.d. ekki miklu máli hversu mikið frammlínumaður sést í leik ef hann bara "klárar" leikinn. Af myndum úr pepsímörkum að dæma átti Atli Sigurjóns ekki bara frábæra sendingu á Grétar í eina marki leiksins (markinu sem skiluðu okkur 3 stigum) heldur átti frábæra sendingu að auki á Gary sem sennilega var ranglega dæmdur rangstæður og mjög góða sendingu á Jónas sem hæglega gat skorað. Það er því mjög undarlegt að tala um að hann hafi verið lélegur. Vegna hans gæða m.a. unnum við leikinn ásamt því að sjálfsögðu að Grétar var maður til að klára færið. Þá verða menn líka að sjá að þegar lið er undir á heimavelli þá þarf það lið að sækja og þá losnar um sóknarmenn okkar og við fáum fleiri færi. Það gerðist augljóslega í þessum leik en óþreyttir varamenn okkar náðu samt ekki að skora.Mér sýndist það hvorki vera vegna klaufaskapar eða óheppni heldur vegna stórleiks markvarðar. Mér fannst þetta frábær sigur,miklu stærri en menn gera sér grein fyrir. Allir leikmenn góðir.
Jón
Samàla13.september 2013 kl.22:43
Sammála síðasta ræðu manni .
Jói

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012