Svara þráð

Spjall

Fjölmenni upp á Skaga30.agúst 2013 kl.00:22
Er hægt að fara á skemmtilegri útivelli en Skagann? Ég held ekki. Hvet alla KR-inga til að fara upp á Skaga á sunnudaginn og mynda góða KR-stemningu. Minni á upphitun á Rauða ljóninu frá kl. 14 og frí rútuferð frá Eiðistorgi kl. 16:30 - en það þarf að skrá sig í rútuna með tölvupósti á [email protected]
ábs
30.agúst 2013 kl.09:30
Já, fjölmennum og hvetjum dýrvitlausa og grimma leikmenn okkar - frábærir í gær og t.d. Haukur Heiðar batnar bara með hverjum leik. Svo vil ég sjá meistara Kjartan Henrý mikið meira inn á !!!
Stefán
31.agúst 2013 kl.14:08
Ég hef fulla trú á því að leikmenn KR muni mæta einbeittir og ákveðnir til leiks á móti bæði ÍA og Víkingi Ó. Það er gífurlega mikilvægt að vinna báða þessa leiki enda er ekkert öruggt enn. Þá má alls ekki gefa sér að þetta verði auðveldir leikir. Bæði lið eru að berjast fyrir sæti sínu í deildinni og munu gefa allt sem þau eiga í þessa leiki.
Villi
31.agúst 2013 kl.18:20
Hárrétt hjá Villa. Þetta snýst um fagmennsku og fagmennska vinnur titla.
ábs
31.agúst 2013 kl.19:47
Verða erfiðir leikir Blikar misstu stig á móti báðum þessum liðum og reikna með mjög erfiðum leikjum.Strákarnir verða að koma 100% í þessa leiki sem er öruggt . Áfram KR.
Vesturbæingur
2.september 2013 kl.08:43
Hvenar verður leikurinn ?
Stefán
4.september 2013 kl.12:17
Verður ekki örugglega KR-rútuferð í leikinn mikilvæga í Ólafsvík fimmtudaginn 12. sept nk ? mikilvægt að skapa góða stemningu fyrir þennan leik eins og aðra, en hann er extra miklvægur nú í lok móts.
Kalli
4.september 2013 kl.13:00
Það er spurning. Myndir þú koma í rútu? Myndum við fylla rútuna? Þetta er á fimmtudeg.
ábs
4.september 2013 kl.13:15
Það er um að gera að athuga hvernig stemming er fyrir rútuferð á leikinn í Ólafsvík ? Það verður að fá fjölda KR-inga til að´skra á móti dýrvitlausum Gunnari á Völlum.
Stefán
4.september 2013 kl.15:19
Ætla sjálfur vestur og auðvitað væri gaman að hafa rútuferð. En það er miklu auðveldara að standa á kantinum og heimta rútuferð en að standa í því sjálfur. Það voru rúmlega 30 í rútu upp á Skaga um síðustu helgi og margir þeirra voru að ákveða sig á síðustu stundu. Mun annars eins fjöldi vera klár í rútu skömmu eftir hádegi á fimmtudegi? Það er stóra spurningin sem þarf að hugleiða næstu daga.
ábs

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012