Svara þráð

Spjall

Vilja sameina KR og Val29.agúst 2013 kl.12:42
Besti flokkurinn og Samfylkingin vilja sameina íþróttafélög í Reykjavík. Til tals hefur komið að sameina m.a. KR og Val, Víking og Fram o.fl. félög. Ég ætlaði ekki að gerast pólitískur hérna en þetta kjörtímabil er búið að vera ágætis brandari. Hvar eru battavellirnir í vesturbænum? Hvenær á að bæta æfingaraðstöðu KR sem setið hefur á hakanum í allt of mörg ár (athugið að KR er eina félagið í Reykjavík sem á sitt svæði). Bara það að hafa lagt það til að sameina þessi félög ætla ég að kjósa alla aðra en þess tvo flokka.
Andri
29.agúst 2013 kl.12:43
Var að sjá þetta á mbl, http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/08/29/skoda_sameiningu_ithrottafelaga/ Þvílíkt djók, aldrei að fara að gerast.
Einar
29.agúst 2013 kl.15:48
Þetta er fáránleg hugmynd en þú þarft að fara betur með staðreyndir Andri: Valur á sitt svæði líka.
Vaxtavextir
29.agúst 2013 kl.17:30
Valur og KR flottsameining eru ekki bæði á spena borgarinnar?
Gullskeiðungur
29.agúst 2013 kl.20:00
Vaxtaverkir, Valur afsalaði sér sínu svæði til Reykjavíkurborgar 2006. Síðan er spurning hvernig uppgjör Valsmanna hf verður. Allt mjög leiðinlega flókið og kjánalegt. Nei Gullskeiðungur það er ekki hægt að segja að KR sé á spena borgarinnar. Hins vegar eru mörg lið á spenum sinna bæjarfélaga t.d. á Stjarnan ekki keppnissvæði. Mörg sveitarfélög hafa líka haft leikmenn á launum. Þannig er þetta bara í boltanum hérna heima, því miður.
Andri
30.agúst 2013 kl.08:08
Ætlar ekki að vera pólitísku? Það er ákkúrat þa sem þú ert að gera: Jón Gnarr ætlar ap leggja KR í Val. Helvítis bull í þér maður.
kr
30.agúst 2013 kl.18:12
Lestu textan efst og greinina sem er tengd vid i næsta kommenti kr. Thetta er svo sem ekki ny hugmynd ad sameina felog en thessi meirihluti sem rædur i dag er buinn ad gera upp a bak herna i vesturbaenum.
Rvk
30.agúst 2013 kl.19:23
Kemur hvergi fram að það eigi að sameina Val og KR. Hinsvegar er mjög rökrétt að sameina lið eins og ÍR og Leikni, mögulega Víking og Þrótt... Það eru alltof mörg lið í Reykjavík
Róberto
30.agúst 2013 kl.20:06
Ósammála þér Róberto, eitt mikilvægasta hlutverk félagsliða er að halda út öflugu unglinga og barnastarfi í hverfum borgarinnar. Fækkum liðum og það bitnar á yngriflokkastarfinu.
Andri
30.agúst 2013 kl.22:02
Held að sameining sé ekki lausnin. Í vesturbænum búa jafnmargir og á Akureyri sameining við Val myndi td aldrei ganga upp en gæti séð fyrir mér fjölnota knasttspyrnuhöll sem bæði félögin gætu samnýtt.
Vesturbæingur
31.agúst 2013 kl.14:05
Sammála Vesturbæingi. Held að þessi umræða sé á villigötu hjá borginni. Í vesturbæinn vantar bæði fjölnota íþróttahús og battavelli fyrir börn og unglinga. KR og Valur geta vel rekið saman íþróttahöll en sameining stórra Reykjavíkurfélaga er alls engin lausn.
Villi

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012