Svara þráð

Spjall

Fulla einbeitingu á Valsleikinn28.agúst 2013 kl.23:14
Vona að fólk fjölmenni og leikmenn verði í sínu besta formi gegn Val. Kominn tími til að vinna Val heima.
ábs
29.agúst 2013 kl.08:20
Já, við VERÐUM að fjölmenna á þennan mikilvæga leik gegn Val í kvöld og láta jafn mikið að okkur kveða í stúkunni eins og við gerðum á móti FH um daginn - þvílíkt stuð sem var á okkur í stúkunni þá. Og auðvitað gerum við þá kröfu til leikmanna KR að leggja sig gjörsamlega alla fram í leiknum, því að með sigri færumst við nær Íslandsmeistaratitlinum. Hannes Þór verður líka að sanna sig rækilega í markinu, nú þegar hann er kominn með svona harða samkeppni. Svo vil ég sjá meistara Kjartan Henry sem mest inn á í kvöld.
Stefán
29.agúst 2013 kl.13:58
Er ekki hægt að segja að við eigum meiri möguleika á því að brjóta þessa grýlu á bak aftur í ljósi þess að þetta er varla neitt valslið, þetta er hópur útlendinga og málaliða?
GJ
29.agúst 2013 kl.14:11
Það skiptir engu máli hvaðan leikmenn liðsins koma. Þeir mæta á KR-völlinn til að vinna. Annað hvort mætum við þeim eins og menn og gefum okkur alla í leikinn eða eigum hættu á að tapa honum.
Andri

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012