Svara þráð

Spjall

Klárum þetta saman26.agúst 2013 kl.10:47
Tveir leikir framundan, á fimmtudag tökum við á móti Val kl. 18 á KR-velli og á sunnudag er útileikur uppi á Akranesi. Fjölmennum á báða leikina, rúta verður í boði upp á Skaga.
ábs
26.agúst 2013 kl.14:14
Valur og Skaginn eru lið sem aldrei má vanmeta og það er ekki sjálfgefið að fara með stig af velli gegn þeim. Við mætum því allir sem einn og styðjum okkar menn í þessum leikjum og verðum vonandi sex stigum ríkari í lok vikunnar.
Andri
26.agúst 2013 kl.14:42
Valsmenn hafa verið okkur sérlega erfiðir á KR-vellinum undanfarin ár, höfum ekki unnið þá þar síðan 2005.
ábs
26.agúst 2013 kl.16:13
Til hamingju með titilinn :)
Gullskeiðungur
26.agúst 2013 kl.16:34
Rólegir það er nóg eftir af þessu móti og ef Stjarnan vinnur í kvöld er þetta galopið. Við fögnum engum tiltlum fyrr en þeir eru öruggir í hús. Leiðin að titlinum er enn löng og erfið. Við KR-ingar ætlum ekki að láta nokkurn mann segja okkur að þetta sé búið.
Einar
26.agúst 2013 kl.18:17
Mjög erfiðir leikir eftir, Fram vann okkur í fyrri umferðinni, Valsmenn eru okkur alltaf erfiðir og Breiðablik er fiftý fiftý leikur. En þetta er í okkar höndum og því fögnum við.
ábs
27.agúst 2013 kl.09:34
Sammála þér Andri, það má alls ekki vanmeta Val og ÍA og því verður KR að eiga toppleiki á móti þessum liðum og berjast til síðasta blóðdropa. Ég vil bara fara að sjá meistara Kjartan Henry meira inn á og helst í byrjunarliðinu sem fremsta mann.
Stefán
27.agúst 2013 kl.22:56
Hugsið ykkur að við erum með svo gott fótboltalið hérna í Vesturbænum að við höfum efni á því að hafa meistara eins og Kjartan Henry, Atla o.fl. á bekknum. Ég tala nú ekki um þennan unga og efnilega markmann. Þetta eru pró leikmenn og þeir vita það mætavel að það er ekkert gefið í næstu leikjum og mótið er langt frá því að vera búið.
Andri
28.agúst 2013 kl.14:30
Annars er þetta áhugavert en kemur kannski ekki á óvart, flestir halda með KR http://capacent.is/frettir-og-frodleikur/thjodarpulsinn/thjodarpulsinn/?NewsID=e1ef1522-e7b4-11e2-93d2-005056867cb9

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012