Svara þráð

Spjall

Leikbann Hannesar21.agúst 2013 kl.19:28
Einhverjar skoðanir á þessu? Réttlátur úrskurður og ekkert til að stressa sig á því að KR á góðan varamarkmann? Eða ósanngjarnt að þetta færist á "úrslitaleik" á móti FH?
Vaxtavextir
21.agúst 2013 kl.20:12
Mín skoðun leikbannið átti að gilda á Blikaleiknum sem er settur í staðinn fyrir sunnudagsleikinn.Þýðir ekki að deila við dómarann ef þetta eru skýrar reglur.
Vesturbæingur
Kr21.agúst 2013 kl.23:02
Jà mér hefði fundist eðlilegast að hann tæki út leikbanið út á móti breiðablik í seft.
jóni
22.agúst 2013 kl.11:35
Mjög umdeilanlegt og í raun ósanngjant miðað við reglur FIFA í Evrópu, en ákvarðanir KSÍ eru því miður oft illskiljanlegar. Í Evrópu telst leikbanni lokið þegar dómari flautar til leiksloka, leiktími skiptir þar engu máli, bara flauta leik á og síðan af. Úr því að KSÍ vill sér reglu um þetta (ekkert fordæmi til) þá ætti Hannes auðvitað að taka út leikbannið í leiknum við UBK (replay) en af hverju að blanda öðru tveggja topliðanna (FH) í þetta skil ég ekki ? nú græðir FH í raun á þessari gjöf KSÍ, vona bara að úrslit mótsins ráðist ekki á þessum vafagjörningi misvitra manna hjá KSÍ.
Kalli
22.agúst 2013 kl.13:47
Samkvæmt rökum KSÍ hefði það ekki haft neinar afleiðingar ef einhver hefði verið búinn að fá rautt spjald áður en leikurinn var flautaður af. Í ljósi þess að menn hjá KSÍ vilja túlka reglurnar svona, þannig að leikbannið hafi ekki verið tekið út, þá hefði KSÍ átt að láta leikbannið gilda í Breiðabliksleiknum, enda er sá leikur hluti af þeirri umferð sem Hannes átti að vera í banni í. Réttast hefði verið að spila leikinn ekki aftur frá fyrstu mínútu, heldur frá þeim tíma sem hann var flautaður af síðast. Við höfum fordæmi um slíkt frá Evrópu, úr leik Real Madrid og Real Sociedad frá 2004, sjá hér http://www.theguardian.com/football/2004/dec/13/newsstory.sport4
Snati
22.agúst 2013 kl.14:19
Í raun gætu menn haldið frama að 1 leiks leikbann Hannesar hafi verið framlengt þar sem fyrri leikur var flautaður af eftir aðeins 4 mín, en var að sjálfsögðu ekki að ósk neins eða þannig.
Kalli
22.agúst 2013 kl.22:10
Þetta skiftir engu máli við erum með svo frábæran varamarkmann og mig grunar að hann eigi eftir að eiga stórleik á sunnudaginn.
Andri
23.agúst 2013 kl.11:40
Ég veit vel að Rúnar Alex er góður markvörður og allt það, en hann er samt ekki jafn góður og Hannes sem er besti markvörður Íslands. Ég bendi einfaldlega á að rökstuðningur KSÍ stenst ekki skoðun. Ef þetta eru rökin fyrir niðurstöðunni þá þýðir það líka að ef leikmaður hefði hefði verið búinn að fá rautt spjald (t.d. fyrir að sparka í andlitið á andstæðingi) áður en leikurinn var flautaður af vegna höfuðmeiðsla Elfars, þá myndi hann ekki fá leikbann fyrir atvikið, enda telur leikurinn "ekki sem gildur leikur í Íslandsmótinu". Ég hef bent á fordæmi frá Spáni þar sem leik var hætt áður en honum lauk vegna sprengjuhótunar. Hann var ekki leikinn allur að nýju, heldur aðeins þær mínútur sem uppá vantaði. Ég hefði viljað sjá KSÍ beita svipaðri aðferðarfræði ef þeir ætluðu að túlka reglurnar svona. Þá hefði Hannes verið búinn að "taka út" 4 mínútur af leikbanninu í þessum leik og myndi afplána restina þegar leikurinn hefði verið kláraður. Ég myndi vilja vita álæit Blika á þessu, því í raun eru það þeir sem tapa á þessu á meðan FH dettur í lukkupottinn.
Snati
23.agúst 2013 kl.14:02
Sýnist eftir frekari umfjöllun að KSÍ sé að vísa í loðnar reglugerðir sem sé hægt að túlka á alla vegu.Sjálfsögðu treystum við Rúnari Alex í þetta verkefni enda efnilegasti markvörur landsins.En Hannes hefur reynslu sem skilar sér í stórleikjum. Áfram KR.
Vesturbæingur

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012