Svara þráð

Spjall

KR Á toppnum11.agúst 2013 kl.21:21
Jæja nú erum við à okkar stað
KR À toppnum
11.agúst 2013 kl.21:25
Næstu tveir leikir hjá okkur gegn Breiðablik og FH munu skera að miklu leyti um hvort við munum vinna þann stóra. Áfram KR.
Vesturbæingur
12.agúst 2013 kl.00:50
Kredit á KR inga fyrir að þagga niður í þeim sem hér átti í hlut; Það fór ekki á milli mála að einn stuðningsmanna KR kallaði ókvæðisorð að Tonny Mawejje, meðal annars að hann ætti að „koma sér heim.“ Annar stuðningsmaður KR í stúkunni snöggreiddist við þessi köll og sendi hinum tóninn. Þess má geta að Tonny Mawejje er þeldökkur. Það er því ljóst að fordóma má einnig finna á íslenskum knattspyrnuvöllum. Vel gert KR ingar. Svona sigrumst við á fordómum, látum þá ekki viðgangast!!!! Kveðja úr Eyjum.
Geir Reynisson Eyjamaður
12.agúst 2013 kl.01:54
Ef þetta er rétt þá hljótum við allir að fordæma slíka hegðun. Kredit á þann sem þaggaði niður í gaurnum.
Eiríkur
12.agúst 2013 kl.02:15
Fordómar eiga ekki heima á KR vellinum!! Hvað þetta dæmi varðar þá er það ég sem átti að hafa "snöggreiddist við þessi köll og sendi hinum tóninn". Ég var ekki reiður né sendi ég viðkomandi tóninn, eina sem ég sagði við viðkomandi þegar ég snéri mér við var að "þetta verður misskilið" sem er og var rauninn. Þetta tiltekna mál lyktar af Lúkasarmálinu og er með því fáranlegra sem ég hef séð skrifað og lítur út fyrir að menn ætli að reyna búa til eitthvað úr engu. Þegar einhver skrifar "meðal annars að" er verið að gefa í skyn að það hafi verið sagt eitthvað aukalega tengt rasisma sem er hrein og bein lýgi. Þessi setning "farðu heim til þín" hefur oft og mörgum sinnum heyrst úr stúkunni en nú í fyrsta sinn er það sagt við dökkan mann. Ég skil vel að þetta hafi verðið misskilið en sumir vilja bara misstúlka allt og enn aðrir sem fá borgað fyrir að búa til frétt eins og þetta. Vill ég líka benda á að fjölmiðlar geta ómögulega hrósað KR, erum efstir og eigum meirasegja leik til góða.
Damus7
12.agúst 2013 kl.10:14
ef að Þorsteinn massar sig aðeins upp í vetur og verður í rugluðu formi næsta vor, þá getur hann gert nákvæmlega það sama og GM uppi á topp, jafnvel með fleiri mörkum enda er Þorsteinn Már betri finisher. Þannig værum við að rækta framtíðarstriker, ekki á ofurlaunum.
ebeneser
12.agúst 2013 kl.10:20
Að hafa mann á bekknum sem getur gert það sem hann gerði í gær er ómetanlegt. Maður fer að trúa á titil... úff, gæsahúð.
ábs

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012