Svara þráð

Spjall

Pepsimörkin 20138.agúst 2013 kl.14:13
Getur einhver sagt mér af hverju Höddi bað KR afsökunar á einhverjum ummælum um aðstöðu fjölmiðla í KR? Er aðstaðan ekki bara fín hjá okkur fyrir fjölmiðlamenn?
Einar
8.agúst 2013 kl.14:40
hann baðst bara afsökunar vegna eigin rangfærslna um aðstöðuna í síðasta þætti. Það var grenjandi rigning og myndatökumaður S2 var mættur uppí stúku með kameruna og þurfti að færa sig þar. afleiðingin var sú að blessuð súlan birtist beint í skoti myndatökumannsins, og þá sagði hjörvar að þetta væri hræðileg staðsetning á myndavélinni, og þá skaut skinkan inn að aðstaðan væri eitthvað léleg á KR vellinum fyrir myndavélar. ætli hann hafi ekki beðist afsökunar til þess að hæðast að félaginu, fékk ekki séð að neinn hafi kvartað yfir þessu á netinu enda mönnum almennt sama hvað fh-ingurinn segir.
ebeneser
8.agúst 2013 kl.14:42
Karlinn með myndavélina var búinn að koma sér fyrir þar sem Miðjan er vanalega og við vísuðum honum í burtu, hann hafði ekki mikinn tíma til að finna annan stað. Þetta virkaði mjög amatör-legt.
ábs
9.agúst 2013 kl.21:38
ebeneser segir að öllum sé sama um hvað Höddi segir. Mér finnst það ekki alveg sama því margir hér á KR-spjallinu eru fljótir að byrja að væla ef þeim finnst halla á KR, og oft er það bara út af því að þeir eru snúa útúr eða kjósa að sjá það þannig því gæinn er FH-ingur. En mér fannst flott að hann sýndi karakter að biðjast að afsökunar, alls ekki allir sem eru þannig.
Vaxtavextir
10.agúst 2013 kl.02:25
Ertu örugglega KR- ingur vaxtavextir? Röflar yfir öllu.
Eiríkur
10.agúst 2013 kl.13:28
Pepsimörkin er frábær þáttur og virkilega gaman að sjá þann mettnað sem Stöð 2 Sport setur í að sýna og skýra frá íslenskri knattspyrnu. Skiptir það nokkru máli þó svo Höddi sé FH-ingur? Hans hjarta slær með FH sem er frábært. Mettnaður og brennandi áhugi hans á fótbolta gerir þættina góða og ekki skemmir að hann er með góða menn sér við hlið. Hætti að nöldra yfir góðri umfjöllun. Áfram KR
Andri
10.agúst 2013 kl.15:05
Finnst flott hjá HM að biðja afsökunar á þessu.En eru allir KR-ingar að nöldra yfir þessu þó að einn sem kallar sig Eberneser sé með athugasemdir sem mætti sleppa um HM?
Vesturbæingur
10.agúst 2013 kl.18:59
Ég er vel pirraður yfir því að stöð2 sport skuli vera með sýningarréttinn. Td fór maður norður að sjá Þór - KR og að sjálfsögðu er þátturinn á þeim tíma þegar maður er að keyra tilbaka. Til að sjá þáttinn þá þarf maður að kaupa áskrift. Opin dagskrá my ass. KR REYKJAVÍK ER SÍÐA NR 1.
Damus7
11.agúst 2013 kl.02:19
Varla er það sanngjörn krafa að allir sem hafa áhuga á Pepsideildinni þurfi að bíða eftir því að Damus7 keyri heim frá Akureyri. Það eru endursýnignar á þættinum. Ég segi sem KR-ingur: Þakka ykkur fyrir góða umfjöllun um efstudeildina í knattspyrnu því guð má vita að Rúv er fullkomlega vanhæf stofnun til að fjalla um knattspyrnu.
Andri
11.agúst 2013 kl.12:00
?,Jú víst er það sanngjarnt. :) Held þú sért aðeins að misskilja mig, ég var bara að tuða um að endursýningar á þættinum eru ekki í opinni dagskrá, eitthvað sem er ekki vandamál á RÚV en ekki hvernær þátturinn sjálfur er. Tala nú ekki um þegar útsendinginn var læst heilan þátt, eða síðast þegar opnuninn varð eftir fyrsta leik (Vísi.is er í herfilegum gæðum svo það ekki option) Þetta eru samt flottir þættir fyrir utan vanhæfa Hödda FH-ing. Sorry að ég sé samt að tuða um þetta hér, enda kannski ekki vetvangur fyrir slíkt en ef einhver getur horft á endursýningar í opinni dagskrá þá má endilega benda mér á hvar það er..er búinn að missa af mörgum þáttum.
Damus7
11.agúst 2013 kl.17:17
Damus7 þú færð prik hjá mér fyrir að leggja á þig langkeyrslu til Akureyrar á leikinn gegn Þór, þú ert sannur stuðningsmaður í mínum huga, áfram KR..
Kalli
11.agúst 2013 kl.19:30
Takk fyrir það. Það var slatti af flottum KR-ingum á Akureyri.
Damus7
12.agúst 2013 kl.01:44
Sammála Damusi, þátturinn ætti alltaf að vera aðgengilegur í opinni dagskrá, a.m.k. á visir.is. - En þetta er afbragðsgóður þáttur.
ábs
12.agúst 2013 kl.12:45
Síðast þegar RÚV sendi út þætti um íslenska knattspyrnu voru þeir svo slappir að ég horfði frekar á endursýningar á Nágrönnum á Stöð 2. Ætli hugmyndin hjá Stöð 2 Sport sé ekki að selja áskriftir, það getur ekki talist góður buissnes að gefa aðgang að besta efninu á stöðinni yfir sumartíman. Annars er mér sama hvernig þeir reka sig eða hugsa þessa þætti. Mér finnst þetta vera góðir þættir og Höddi Magg gerir sig bara að fífli þegar hann er í mótsögn við sjálfan sig. En hann fær plús fyrir að vera með þessa þætti.
Einar

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012