Svara þráð

Spjall

Miðjan2.agúst 2013 kl.17:55
Respect!!!
2.agúst 2013 kl.18:59
Miðjan var flott í gær og jarðaði pabbastrákana í stúkunni. Mun Miðjan mæta á Akureyri 7 ágúst?
Dengsi
2.agúst 2013 kl.22:46
Langt síðan jafnfjölmenn Miðja hefur stillt sér upp og í gær plús að flestir í stúkuhólfinu okkar tóku undir.
ábs
2.agúst 2013 kl.22:52
Miðjan mætti já, en við heyrðum ekkert sérstaklega mikið, alveg eins og þið heyrðuð ekki í okkur. Það eina sem við heyrðum voru lætin í fánastöngunum þegar þeim var bankað í þakið, nokkurs konar trommusláttur jafnvel? En gott hjá miðjunni að mæta loksins, íslenskur fótbolti þarf á þessu að halda. Auk þess var leikurinn frábær skemmtun og hefði getað dottið hvorum meginn sem var.
Skeiðarmaður
2.agúst 2013 kl.22:57
Það er drullufúlt að tapa tveimur leikjum þarna í sumar og menn vilja örugglega kvitta fyrir það. En það hlaut að koma að því að við dyttum úr bikarnum. Núna er það Íslandsmeistaratitillinn, hörkubarátta fjögurra góðra liða: KR, Stjarnan, FH, Breiðablik
ábs
3.agúst 2013 kl.22:18
Þarna, "skeiðarmaður" Sagan segir að þið hafið aldrei upplifað annað eins á ykkar velli frá því að þið byrjuðuð í fyrra:). beint quote "ég hef aldrei séð skeiðina yfirgnæfða í stúkunni svona áður" Þú heldur bara áfram að trúa því að það hafi ekki heyrst neitt í miðjunni, svona bara til að láta niðurtúrinn ganga betur. Annars hefur það verið ágætis vísbending í gegnum árin að þegar að miðjan er að rúlla yfir stuðninginn hjá hinu liðinu, þá koma puttarnir fljótt upp. Þeir voru mjög áberandi á þessum tímamóta velli á fimmtudaginn. Til hamingju með sigurinn og gangi ykkur vel í úrslitaleiknum, en ekki reyna að mixa miðjuna við bóngoið/stolið frá kef pakkanum ykkar.
SINON
3.agúst 2013 kl.22:51
Ég var ánægðastur með hversu mörg ný andlit voru mætt á staðinn. Væri til í að sjá sömu aðila koma á Miðjustaðinn (hliðiná blaðamannaskýlinu) í staðinn fyrir að fara á sinn vanalega stað, hvar svo sem hann er. Það var líka gaman af því að sjá vesturhluta Silfurskeiðarinna líta stöðugt upp til okkar. Reyndar hafa þeir oftast nær litið upp til okkar gegnum tíðina og fyrir vikið orðnir helvítið flottir.Ég get vel hrósað Silfrinu fyrir að vera þeir einu sem hafa komist eitthvað nálægt Miðjunni í stuðning. Mjölnismenn voru líka fínir á sínum tíma þó að aðal slagorð þeirra var stolið frá okkur
Damus7
4.agúst 2013 kl.22:47
Heyrði silfurskeiðin ekki sérstaklega mikið í miðjunni? Hrein og klár lygi. Og þetta með þessar trommur hjá stjörnunni er pathetic, þú heyrir aldrei í trommum á álvöru völlum. Small time eingöngu. Og kynnirinn á vellinum var fullur.
thor
5.agúst 2013 kl.12:35
Jæja what ever, þið megið halda áfram að trúa því að það heyrist aldrei í trommum á "alvöru" völlum úti í heimi. Ég held að þið hafið bara einfaldlega aldrei horft á myndband frá t.d. Dortmund, Serbíu, Argentínu eða löndum þar sem alvöru stemming er á völlum. Sammála með Magga vallarþul, hann er reyndar ekki fullur, en lélegasti vallarþulur landsins og þó víðar væri leitað.
Skeiðarmaður
5.agúst 2013 kl.17:23
Það er sætt að reyna skapa smá stemningu um fótbolta í Garðabænum en að vera rífa kjaft við Stórveldið? Til þess að eiga efni á því þarf að tilheyra klúbbi sem stendur í baráttunni dag eftir dag margar kynslóðir. Við minnsta mótlæti fara Stjörnumenn bara heim að horfa sápu í sjónvarpinu. Þið þessar stjörnusteikur eigið ekki eina dollu til að pissa í og eruð þess vega bara pirrandi suð sem maður leiðir hjá sér.
thor
5.agúst 2013 kl.17:43
@thor ef þú ert KR-ingur sem ég efast um þá er þessi skrif þín ekki til framdráttar.
Vesturbæingur
5.agúst 2013 kl.17:52
Mér til framdrátta?. Er í lagi með þíg? Já ég er KR-ingur, það er alveg rétt hjá þér, greinilega algjör sóun að eyða tíma hér. Kv.
thor
5.agúst 2013 kl.20:31
Ég ætla að gerast svo djarfur, Damus 7, að eigna mér eitthvað af þessum nýju hausum og planið er að reyna að hafa þetta svona áfram, eða eitthvað á áttina.
ábs
5.agúst 2013 kl.20:34
eitthvað í þá áttina ... (átti það að vera)
ábs
5.agúst 2013 kl.21:32
Strákar ég get nú ekki verið sammála ykkur, skeiðin var mjög flott og þeir sungi allann leikinn annað en við og það heyrðist meira í þeim. Respect á skeiðina þeir eru flottustu stuðningsmenn landsins.
KR!
5.agúst 2013 kl.22:11
Frekar barnalegt að gagnrýna Stjörnumenn fyrir að nota trommur þegar nokkrir KR ingar börðu í allt til að fá álíka hljóð. Ég sat Stjornumeigin á leiknum og heyrði ekkert mikið meira í KR ingum frekar en Stjornumanna. Eina sem ég heyrði var áfram KR. Stjornumenn eiga mjog marga songva sem eru ekki svona einfaldir ogþess vegna átti miðjan séns. Fagna því samt að miðjan sé að vakna. Otrulega morg lið i Pepsi sem eru "án stuðningsmanna".
ásinn
5.agúst 2013 kl.22:32
Við KR-ingar þurfum ekki að fara í neina vörn þó aðrir klúbbar eignist loksins alvöru stuðningsmenn sem halda uppi flottri stemmningu á leikjum. Silfurskeiðin er flott og á hrós skilið. Að sama skapi er hjákátlegt að sjá stuðningsmenn Stjörnunnar, sem aldrei hafa hampað titli, tala um að KR sé ekki stórveldi í íslenskri knattspyrnu - liðið sem hefur oftast allra unnið báða titlana. Alltaf gaman að hafa ríg, en menn eiga ekki að blindast svo svakalega að ekki sé hægt að viðurkenna neitt gott í garði andstæðingsins.
Stebbi
6.agúst 2013 kl.11:06
Miðjan? Er það ummálið um mittið á Bjarna Guðjónsson... Og þú mátt fá hana því ég vil ekki sjá hana því hún er allt of feit, hún er allt of feit, því hún er allt of feit. Þú mátt taka hana því ég er búin að reka hana því hún er alltof feit, allt of feit, allt of feit, já hún er allt of feit....Bjarni Guðjónsson....
Bjarni Ben
6.agúst 2013 kl.13:27
"Ein skeið af kóki", viltu ekki bara vera í Garðabænum með hinum fíklunum?
Damus7
6.agúst 2013 kl.14:18
Heyrðist ekki rassgat í ykkur voruð þið á vellinum heyði bara í okkar mönnum.
Skeiðin
6.agúst 2013 kl.16:28
Takk fyrir að segja okkur frá því.
Damus7

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012