Svara þráð

Spjall

Jákvæðu fréttirnar2.agúst 2013 kl.00:21
Heimaleikur, smá heppni og pínu heimdómgæsla skilaði stjörnunni sigri í kvöld. Ég held að þessi leikur hefði farið á annan veg ef hann hefði, eins og eðlilega hefði átta að vera, verið spilaður í Laugardalnum. Svona er þetta bara og við breytum ekki úrslitum leiksins úr þessu. Jákvæða við þetta er þá að nú getur KR sett fulla einbeitingu á Íslandsmótið. Við erum með höndina á stýrinu þ.e. ef KR misstígur sig ekki þá eigum við að vinna mótið. Eins og staðan er í dag þurfum við ekki að treysta á að önnur lið misstígi sig. Við vinnum FH og Breiðablik og ég er sannfærður um að stjarnan eigi ekki eftir að gera of góða hluti á alvuru grasi í Kópavoginum eða firðinum. Það er flott mót framundan og við ætlum okkur að vinna það.
Andri
2.agúst 2013 kl.00:42
Það er rétt, KR er með bestu stöðuna í deildinni og því í bílstjórasætinu.
ábs
2.agúst 2013 kl.02:54
Heimadómgæsla? Hvernig fékkstu það út? Fannst dómarinn bara góður í kvöld. Kjartan var oft að fá aukaspyrnur fyrir lítið sem ekkert og öll spjöld í kvöld réttmætanleg.
Ási
2.agúst 2013 kl.05:28
14Skot 119Skot á mark 42Varin skot 58Horn 46Aukaspyrnur 81Rangstöður 2StjörnuyfirburðirSakniði Loga ? hehehehe
Stjarnan
2.agúst 2013 kl.05:29
Voða copiaðist þetta illa en tölfræðin talar sínu máli, yfirburðir á öllum sviðum http://visir.is/umfjollun,-vidtol-og-myndir--stjarnan---kr-2-1-%7C-stjarnan-i-urslit/article/2013130809969
Stjarnan
2.agúst 2013 kl.05:57
Það er satt Hannes hélt okkur inní leiknum annars hefði þetta verið niðurlæging. Rúnar þarf að fara að vinna heimavinnuna sína.
KRissi
2.agúst 2013 kl.09:25
Sjálfsögðu er maður fúll en maður verður að líta á björtu hliðarnar nú hljóta strákarnir að leggja sig allan fram í þeim leikjum sem eftir er þetta er í höndum okkar hvort Íslm titilinn kemur heim eða ekki.
Vesturbæingur
2.agúst 2013 kl.10:09
frábær stuðningur í kvöld, sýnir að það er hægt að eigna sér þessa gervigrasstúku í 90 mín af 120.
ebenes
2.agúst 2013 kl.10:11
allir sáu hvað það heyrðist lítið garðbæingum nema í byrjun, svo þegar þeir skoruðu og voru yfir. ef það er eitthvað struggle í gangi hjá liðinu þeirra að yfirtaka leik þá heyrist ekki múkk. Ímyndið ykkur svo sumar þar sem illa gengur. þá drepast svona hópar
ebenes
2.agúst 2013 kl.10:43
Sammála með stemninguna hjá okkur. Ég held að gestalið hafi aldrei staðið sig svona vel í stúkunni á þessum velli.
ábs
Ein spurning2.agúst 2013 kl.10:59
Getur einhver klárari en ég sagt mér hvenær var hætt að leika undanúrslitaleiki á hlutlausum velli og en mikilvægara, af hverju það var gert? Sammála því að heimavöllurinn réði úrslitum þarna í gær.
Vaxtavextir
2.agúst 2013 kl.12:49
Ég horfði á leikinn í sjónvarpi og ef þetta voru sanngjörn tvö gul spjöld hefði ég viljað sjá nokkur spjöld á Stjörnuna líka. Margar sérstakar rangstöður líka og löglegt mark, sláinn inn, eins og sást í endursýningu. Heimadómgæsla? Já augljóslega en svona er bara fótbolti. Stundum falla vafaatriði með öðru liðinu. Staðan er þrátt fyrir allt sú að KR er fyrir ofan Stjörnuna í deildinni og er í bílstjórasætinu.
Andri
2.agúst 2013 kl.13:51
Fannst skot Mumma einnig vera vel inni, en Hörður Magnússon FH-ingur og lýsandi á Stöð-2 Sport sagði þessi var ekki nálægt því að vera inni, varla rengir mann svona hlutlausann lýsanda eða hvað ?
Kalli
5.agúst 2013 kl.15:59
Þvílíkir vælukjóar þessir KR-ingar...:) að þetta lið skuli kalla sig stórveldi er náttúrulega bara djók....
Silfurskeiðin...
8.agúst 2013 kl.14:10
Silfurskeið, hvernig fór Fylkisleikurinn?
Andri

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012