Svara þráð

Spjall

Enginn titill í ár1.agúst 2013 kl.23:46
Þá er það ljóst, við vinnum engan titil í ár. Til þess eru of margir veikleikar í liðinu.Stjarnan var klárlega betra liðið í kvöld, því verður ekki neitað.Kantspil var ekki til staðar, og ákveðnir aðilar á miðjunni virðast eiga fast sæti þótt þeir séu slakir leik eftir leik.Það þarf að horfast í augu við þetta, og bæta úr fyrir næsta ár.
Klaus
1.agúst 2013 kl.23:48
Getur ábs eða HÓ eytt þessum pósti út? Þetta er bara tröll
ebenes
1.agúst 2013 kl.23:50
Byrjum ekki á þessu þunglyndi og niðurrifstali. KR á alveg góðan séns á að vinna mótið, ef hins vegar stuðningsmenn ætla að vera þeir fyrstu sem gefast upp, hætta að mæta og hrauna yfir liðið hérna á spjallinu þá má vel vera að við endum mótið eins og í fyrra. Hættum þessu og styðjum liðið eins og í kvöld sem var til fyrirmyndar.
Binni
2.agúst 2013 kl.00:12
Bullforsenda hjá þér, við getum vel unnið deildina!
Stórveldið
2.agúst 2013 kl.00:40
KR á fína möguleika á að vinna Íslandsmeistaratitilinn enda liðið með bestu stöðuna í deildinni.
ábs
2.agúst 2013 kl.01:05
Ég er að velta því fyrir mér hvernig á því standi að Kjartan Herny og Gary Martin geta ekki neitt þegar þeir eru í byrjunarliði, en virðast svo spjara sig ágætlega þegar þeir koma inn á sem varamenn ?? Hefði ekki verið nær að eyða peningum í "super-senter", frekar en 18 ára markvörð frá Kamerún ???
Gamall Kr-ingur
2.agúst 2013 kl.14:17
Skiftir máli frá hvaða landi maðurinn er ?
HÞB
2.agúst 2013 kl.17:08
Alveg rétt þeir eru báðir á leið í Garðabæ.
Gullskeiðungur
2.agúst 2013 kl.18:04
Aldrei má nokkur maður gagnrýna eitt eða neitt án þess að menn rýsi uppá afturfæturna og verji mann og annan. Auðvitað sjá þeir sem vilja að það voruru menn inná vellinum sem erru arfaslakir en eru samt alltaf í liðinu. Maður veltir því fyrir sér hvort ákveðnir leikmenn ráði meiru en þjálfararnir! Í þessum leik var átakanlegt hvað Bjarni var slakur og ekki voru Óskar Örn og Emil skárri, jafnvel verri. Þá var Aron Bjarki í vandræðum allan leikinn. Inná skiptingar voru náttúrulega fáránlegar og jaðra við heimsku. Með aðal markaskorarann á bekknum en skipta samt Þorsteini inná á undan, hvað er það? Þá vekur það undran og furðu að vera með hæfileikaríkasta fótboltamanninn á bekknum allan tímann á sama tíma og liðið spilaði fótbolta sem var algjörlega útúr kú. Kýlingar úr öftusrtu vörn frá mönnum sem geta varla sent 2 m innanfótarsendingar eða frá Bjarna sem sendi annanhvern bolta á mótherja. Þetta voru einfaldlega sanngjörn úrslit í leik sem við ættum að reyna að gleyma sem fyrst. Þjálfaranir þurfa hins vegar að fara að taka sig á svo vægt til orða sé tekið. Byrjunarliðið var vitlaust og innáskiptingar fáránlegar. Það er verið að gera sömu vitleysuna og í fyrra , að treysta um of á gamla útjaskaða þunga og hæga leikmenn sem mótherjarnir labba fran hjá í stað þess að treysta ungum hæfilekaríkum leikmönnum sem því miður röðuðu sér á bekkinn í gær.
3.agúst 2013 kl.17:48
Þetta er auðvitað heimskuleg grein hér að ofan og ber þess merki að höfundur er ekki í andlegu jafnvægi. Það er engin hafin yfir gagnrýni og hún á fyllilega rétt á sér og á meira að segja við um KR-inga. Menn verða hinsvegar að gæta orða sinna og gagnrýna á málefnalegan og fagmannlegan hátt. Þegar menn stíga fram á ritvöllinn með þessum hætti sem gert er hér að ofan að þá er það bara til að drepa niður starfið í kringum boltann. KR fer ekki í gegnum heilt mót án þess að tapa stigum og þegar liðið tapar er miklu nær að þjappa mönnum saman heldur en að gagnrýna á ómálefnalegan hátt. KR-ingar eru heldur ekki áskrifendur að bikarnum og hafa staðið sig liða best í þeirri keppni á undanförnum árum, það kemur að tapleik þar eins og í öðrum keppnum og auðvitað er það súrt, en við megum ekki hrauna yfir þjálfara og leikmenn eftir tapleiki. Miklu fremur að hughreysta. Nú er bara að halda áfram og stefna á sigur í Íslandsmótinu og það er góður möguleiki og KR-ingar standa vel að vígi þar. Stuðningsmaður.
Stuðningsmaður
3.agúst 2013 kl.20:17
Bara að passa sig á einu. Það er að tapa ekki næsta leik gegn Þór. Því þá myndi byrja að myndast brekka í FH sem gæti verið erfitt að ná að komast yfir.
ABC

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012