Svara þráð

Spjall

KR 3 - 0 Keflavík: slakið á28.júlí 2013 kl.21:38
Auðveldur sigur í kvöld þrátt fyrir slappa byrjun. Eitt vakti athygli mína í viðtali við Kjartan Henry við KR útvarpið eftir leik. En hann sagði að Rúnar hefði sagt miðvörðum okkar að spila boltanum svolítið á milli sín til að reyna að þreyta sóknarmenn Keflavíkur osvfr. Sumir stuðningsmenn okkar í stúkunni mættu slappa aðeins af þegar varnarmenn okkar eru með boltann. Vissulega gera þeir mistök sem við eigum ekki að samþykkja, en það er slæmt fyrir leikmenn og stemninguna í stúkunni að fólk sé byrjaði að hrauna nánast um leið og Grétar ofl. fá boltann. Leyfið liðinu að spila sinn leik og byggja upp sóknir. Oft er verið að framkvæma skipanir þjálfara. Jákvæða stúku 2013. Grínlaust.
KR_ERU_BESTIR
28.júlí 2013 kl.23:14
Aron Bjarki á klárlega að halda stöðunni, topp leikur hjá drengnum í dag... Fannst hann líka vera að spila mjög vel í bakverðinum fyrr í sumar... Áfram KR
GJ
29.júlí 2013 kl.10:41
Rétt með Aron Bjarka, en Kjartan Henry var flottur líka og ekki gleyma dugnaði Jónasar Guðna, hann var mikið að hreinsa upp eftir klúður annarra.
Kalli
31.júlí 2013 kl.21:35
Leikur tveggja hálfleikja. Leist ekkert á blikuna í fyrri hálfleik. KR liðið leit út eins og lið sem hafði spilað of marga leiki á of stuttum tíma á of fáum mönnum. Hörmulegt Keflavíkurlið leit vel út á móti þeim. Svo kom seinni hálfleikurinn og KR leit út eins og lið sem væri hungrað og til í að spila flottan bolta. Niðurstaðan mikilvægur 3-0 sigur sem róar stuðningsmenn sem voru orðnir dáldið stressaðir. Deildin er einfaldlega galopin þar sem 4 lið eru að spila mjög vel og KR á fínan möguleika núna þegar þeir eru búnir með vonda kaflann. Annars finnst mér skrýtið hvað það eru fáir hérna að kommenta á sigurleiki en margir á tapleiki!?!
Vaxtavextir
31.júlí 2013 kl.22:39
Leikurinn var eins og svart og hvítt KRliðið mætti til leiks í seinnihálfleik og sýndi hversu góðir þeir geta verið .Ef sama lið og mætti í seinnihálfleik mætir í alla leiki sem eftir er hræðist maður framhaldið ekkert.Áfram KR.
Vesturbæingur

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012