Svara þráð

Spjall

Hvað er í gangi ?26.júlí 2013 kl.09:18
Nú er KR búið að tapa 4 leikjum í röð eftir frábæra byrjun á íslandsmótinu og lengi efstir framan af, þetta er of mörg töp fyrir minn smekk. Velti því fyrir mér hvort KR hafi verið að toppa of snemma að eitthvað sé rangt í þjálfunarprógramminu, eða eru FH, Stjarnan og UBK kannski bara að toppa á hárréttum tíma ? Mér finnst samt miðað við mannskap þá ættu KR-ingar að geta unnið deild og bikar ef þeir fara að leika eins og í upphafi móts.
Kalli
26.júlí 2013 kl.09:22
Rétt Kalli, liðið verður aldrei sterkara en vörnin sem er okkar stóra vandamál í dag og þetta eru hin liðin búin að finna út. Þess vegna þurfum við einfaldlega sterka varnarmenn inn í liðið fyrir loka átökin.
Stefán
26.júlí 2013 kl.09:36
2 af þessum töpum eru gegn Standard Liege, og ósanngjarnt að nota þau til að blása upp einhverja slæma stöðu. Leikurinn gegn Stjörnunni vissulega afleitur, vorum mun betri gegn Fram. En liðið þarf að stíga upp núna og sýna hvort það sé baráttu karakter í þeim eða uppgjafarandi eins og í fyrra.
ebeneser
26.júlí 2013 kl.12:12
Mér er sko slétt sama þó Ebeneser sé illa við að ræða staðreyndir, auðvitað veit ég að helmingur tapanna voru gegn Standard, en það minnkar ekki áhyggjur mínar yfir hvað leikur liðsins hefur versnað, þeir áttu t.d. aldrei breik gegn skörpum Stjörnumönnum, Framleikur var la la en samt tap gegn mun lægra liði á töflunni.
kalli
ástæðan er einföld - of mikið álag á gamla menn27.júlí 2013 kl.04:33
þú verður ekki íslandsmeistari með því að hlaða til þín 35+ X atvinnmönnum og afdanka skagamönnum sem eru á ofurlaunum sem segja þér að þú þurfir ekki að leggja hart að þér því byrjunarliðssætið er þitt..... sama hversu lélegur þú ert...
Skattmann
27.júlí 2013 kl.13:01
Held að sigursælasta lið Íslands viti nú hvernig best er að vinna þetta mót.
Damus7
27.júlí 2013 kl.13:17
Við erum komnir með nýjan miðvörð. Fróðlegt.
ábs
27.júlí 2013 kl.22:13
Ertu með nánari útskýringu á þessu, Damus7 ?? Hvernig ætlar "siguraælasta lið Íslands" að fara að því að vinna þetta mót, búnir að missa tvö hörkulið upp fyrir sig ??
Gamall KR-ingur

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012