Svara þráð

Spjall

Er þetta að rótera liði?25.júlí 2013 kl.19:45
Áhugavert og gott að gefa varamarkverðinum leikinn en enn eru Bjarni, Óskar Örn og flestir lykilleikmenn í byrjunarliði. Er það stefnan að jaska út lykilmönnum svo allir verði þreyttir á sunnudaginn? Ekki sáttur við þetta. ÞEssi leikur skiptir engu máli úr því sem komið er.
ábs
25.júlí 2013 kl.20:53
sammála en við verðum svosem að leyfa Rúna og PP að vinna vinnuna sína og treysta þeim fyrir því. Þeir hafa metið það svo að endurheimtur manna yrði nægilega góðar þótt þeir myndu spila. Greinilega samt lagt upp í kvöld að spila bara góðan fótbolta, láta hann rúlla. Góð æfing.
ebeneser
25.júlí 2013 kl.21:26
Hvaða viðhorf er þetta gagnvart Óskari Erni. Allir sáu hvað hann var þreyttur og lélegur gegn Stjörnunni.
ábs
25.júlí 2013 kl.21:53
Menn eru eitthvað að róa mig í tölvupósti og mér tjáð að leikurinn hefði verið rólegur og ekki reynt mjög mikið á menn. Gott að heyra.
ábs
25.júlí 2013 kl.22:02
Já hvað er þetta með Óskar Örn. Hann hefur átt marga slæma leiki en samt er hann alltaf í byrjunarliði og aldrei tekinn útaf. Ég held að leikurinn á móti Stjörnunni hafi verið sá fyrsti sem hann var tekinn af velli en samt ekki fyrstur þrátt fyrir að vera áberandi slakastur.Þá er þetta endanlega fullreynt með Brynjar Björn. Það þarf ekkert að ræða það frekar.
Nonni
25.júlí 2013 kl.23:49
Óskar Örn hefur verið einn besti leikmaður KR á þessu tímabili.
HÞB
26.júlí 2013 kl.09:18
Óskar Örn er og hefur verið einn af lykilmönnum KR frá því að hann kom til okkar. Hann á sína slæmu daga eins og allir eiga í vinnunni. Öll lið eru með lykilmenn, við höfum Hannes, Bjarna, Kjartan Henrý og Óskar Örn, en ég get ekki séð að við höfum beint lykilmenn í vörninni. Þar er okkar veikasta staða á vellinum og slíkt er bara ekki hægt fyrir lið sem ætlar sér að vera í toppbaráttu, svo einfalt er það.
Stefán
26.júlí 2013 kl.09:39
"defences win championships"
ebeneser
26.júlí 2013 kl.10:23
Ef það tekst ekki að laga varnarleikinn vinnum við okkur ekki einu sinni Evrópusæti.
ábs
26.júlí 2013 kl.14:24
Er bara dælt út tölvupóstum þegar hörðustu KR-ingar hérna (ábs) viðra réttmætar spurningar og áhyggjur hérna? Veit ekki alveg hvað er að ske með allt þetta dæmi varðandi liðið og þjálfarann og róteringu. Af öllum mönnum þá er maðurinn í rólegustu og öruggustu stöðunni, sá sem þarf minnst á hvíld að halda (markmaðurinn) látinn víkja fyrir ungum og efnilegum markmanni, framtíðarstjörnu sem vill svo til er sonur þjálfarans. Hvað er að gerast úti á velli? jú þar eru áfram þessir kallar sem þurftu hvað mest á hvíld að halda. Mér finnst þjálfarinn þarna ekki vera með hagsmuni liðsins fyrir brjósti því fyrst hann var að skipta um markmann átti hann að gera það í meiri mæli útá velli. Þetta lyktar af fjölskylduklíkupoti. Og ég vil ekki heyra eitthvað bull um rólegan leik sem reyndi ekki mikið á menn. Þegar menn eru þreyttir þá er allt áreynsla (þetta var Evrópuleikur á móti Standard Liege, ekki 1. umferð í einhverju vetrarmóti!). Hvenær eiga þessir menn að fá hvíld? Allir sem sáu Stjörnuleikinn sáu að þar voru menn sem voru að spila langt undir getu útaf of miklu álagi. Ég bara ekki skil ekki hvað er að gerast...
Vaxtavextir
Óskar örn er áskrifandi að byrjunarliðssæti27.júlí 2013 kl.04:32
launin hans segja það - hann verður að byrja... annars er ekki hægt að réttlæta launin hans... þetta er mjög steikt en svona er þetta. Drengurinn elskar að klappa boltanum... hann kann ekki að láta hann ganga.... stoppar hraðar sóknir... allt þarf að snúast í kringum hann... hvernig væri að setja hann á bekk og leyfa yngri efnilegri mönnum að fá sjensinn? hverju höfum við að tapa.
Skattmann
27.júlí 2013 kl.14:16
Ótrúlegt að sjá menn úthúða Óskari Erni sem hefur verið afar góður í sumar sem fyrri tímabil. Það sem hefur kmið berlega í ljós í undanförnum leikjum er að Rúnar og PP höfðu alveg rétt fyrir sér í vetur/vor þegar þeir vildu breyta varnarlínunnni og kippa Grétari úr byrjunarliðinu. Vegna meiðsla hefur það hins vegar ekki gengið og þess vegna höfum við verið að rótera mikið öftustu línunni sem er aldrei gott. Með þessu er ég ekki að kenna Grétari um allt saman, alls ekki. Hann leggur sig alltaf allan fram og á skilda miklu virðingu fyrir framlag sitt og trúfestu. En hitt er annað að eins og Rúnar leggur upp leikina og hvernig hann vill að liðið spili, hentar Grétari ekki vel. Hann virðist eiga erfitt með að funkera í liði sem stýrir leikjum, liði sem er mikið með boltann.
Stebbi
27.júlí 2013 kl.14:36
Mér finnst fáránlegt að vera að skíta út Óskar Örn, hann er einn okkar albesti maður. Þess vegna finnst mér að það þurfi að hvíla hann í leikjum sem skipta minna máli, sérstaklega þegar hann er farinn að sýna augljós þreytumerki, og hafandi í huga að hann hefur áður lent í hrikalegum álagsmeiðslum.
ábs
27.júlí 2013 kl.21:36
Ég ber fyllsta traust til Rúnars og Péturs sem þjálfara, en ég er sammála þeim sem eru þeirrar skoðunar að það hefði mátt hvíla suma leikmenn í leiknum úti í Belgíu, t.d. Óskar Örn, Grétar Sigfinn og Bjarna og Brynjar hefði ekki átt að byrja þennan leik. Þessi leikur skipti engu máli og það hefði átt að leyfa fleiri ungum mönnum, sem setið hafa á bekknum, að spila þennan leik til að sjá hvað í þeim býr. Vörnin er geinilega orðin "vandamál" í KR, of sein og fyrirsjáanleg. Egium við enga yngri menn, sem gætu tekið að sér varnarhlutverkið ?? Og af hverju er Birni Jónssyni ekki gefinn meiri séns í leikjum KR-liðsins ??
Gamall KR-ingur
28.júlí 2013 kl.10:02
Bæði FH Breiðablik og Stjarnan eru með betri vörn en þið og verða þau í 3 efstu sætunum í lokinn Valur í 4 sæti KR í 5 sæti.
Balli

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012