Svara þráð

Spjall

Frétt á Vísi22.júlí 2013 kl.19:34
Menn hafa verið að tortryggja mig og mínar heimildir fyrir því að Gary Martin sé með 750.000 á mánuði hjá KR. Gary Martin tekur af allan vafa um þetta í frétt sem birtist á Vísi í dag. http://www.visir.is/-launin-i-pepsi-deildinni-eins-og-i-nedri-deildum-englands-/article/2013130729840 Launin eru í líkingu við það sem gerist í c og d deildinni þar sem þau eru lægst 750 pund á viku eða 555.000 krónur á mánuði. Ekki er óalgengt að þessi laun fari upp í 2500 pund eða 1.850.000 krónur á mánuði. 750.000 er því mjög líkleg tala í þessu og jafnvel undirskot. Menn virðast hins vegar hafa engan áhuga á þessu á þessu spjalli hvernig peningarnar eru notaðir. Ég myndi kannski halda kjafti ef þessi gaur væri einhver yfirburðamaður eins og Borgvardt var en það er ekki. Hann er vissulega í hópi markahæstu manna en 6 mörk í 11 leikjum er ekkert frábært. Þar af var eitt úr víti sem ég tel ranglega skráð á hann, þrenna á móti botnliði Fylkis, eitt á móti nýliðum Þórs og svo eitt á móti skaganum. Niðurstaða, hann er ekkert að gera í stórum leikjunum. Í þessari þriggja leikja taphrinu sem er í gangi núna hefur hann ekkert skorað og lítið getað, þarna hefði maður á þessum launum átt að vera draga vagninn. Kjartan Henry er 10 sinnum betri og raunar tæki ég flesta vara framherja KR fram yfir hann en Rúnar situr á honum eins og hundur á roði og virðist ekki ætla láta Martin bera ábyrgð. Og by the way, þegar KR rúllaði upp Glentoran úti skrifuðu heimamenn það í blöðin að Gary Martin væri eini atvinnumaðurinn í liðinu! Atvinnumaður á að gera meira!
Meira um Gary Martin
Frétt á Vísi22.júlí 2013 kl.19:35
Menn hafa verið að tortryggja mig og mínar heimildir fyrir því að Gary Martin sé með 750.000 á mánuði hjá KR. Gary Martin tekur af allan vafa um þetta í frétt sem birtist á Vísi í dag. http://www.visir.is/-launin-i-pepsi-deildinni-eins-og-i-nedri-deildum-englands-/article/2013130729840 Launin eru í líkingu við það sem gerist í c og d deildinni þar sem þau eru lægst 750 pund á viku eða 555.000 krónur á mánuði. Ekki er óalgengt að þessi laun fari upp í 2500 pund eða 1.850.000 krónur á mánuði. 750.000 er því mjög líkleg tala í þessu og jafnvel undirskot. Menn virðast hins vegar hafa engan áhuga á þessu á þessu spjalli hvernig peningarnar eru notaðir. Ég myndi kannski halda kjafti ef þessi gaur væri einhver yfirburðamaður eins og Borgvardt var en það er ekki. Hann er vissulega í hópi markahæstu manna en 6 mörk í 11 leikjum er ekkert frábært. Þar af var eitt úr víti sem ég tel ranglega skráð á hann, þrenna á móti botnliði Fylkis, eitt á móti nýliðum Þórs og svo eitt á móti skaganum. Niðurstaða, hann er ekkert að gera í stórum leikjunum. Í þessari þriggja leikja taphrinu sem er í gangi núna hefur hann ekkert skorað og lítið getað, þarna hefði maður á þessum launum átt að vera draga vagninn. Kjartan Henry er 10 sinnum betri og raunar tæki ég flesta vara framherja KR fram yfir hann en Rúnar situr á honum eins og hundur á roði og virðist ekki ætla láta Martin bera ábyrgð. Og by the way, þegar KR rúllaði upp Glentoran úti skrifuðu heimamenn það í blöðin að Gary Martin væri eini atvinnumaðurinn í liðinu! Atvinnumaður á að gera meira!
Vaxtavextir
23.júlí 2013 kl.09:36
Miða við þær upplýsingar sem ég hef fundið með því að hreinlega googla þetta þá kemur í ljós að laun séu ekki hærri en 750 pund á viku eða 139þ kr. Þau geta líka farið niður í 380 pund á viku eða 70þ krónur. Vaxtaverkir, þú hefur ekki unnið heimavinnuna þína nægilega vel.
Andri
23.júlí 2013 kl.10:35
Hvað er ekki í lagi heima hjá þér? geturu ekki farið inn á spjallið hjá öðrum liðum og verið með skítkast þar og tekið þitt sorglega viðhorf gagnvart KR eitthvað annað... Maður er gjörsamlega kominn með uppí kok af svona helvítis áhorfendum sem að mæta þegar að allt gengur vel enn svo kemur smá hósti og þá byrjar skítkastið og fólk hættir að mæta....Lið byggist ekki bara á einum manni og það vita allir sem að hafa eitthvað á milli eyrnana, hættu þessu rugli og stattu á bakvið liðið í staðinn fyrir svona rugl...
KRFan#1
23.júlí 2013 kl.10:38
Sama hvaða laun svo sem Gary Martin hefur hjá KR, þá er ég sammála því að meistari Kjartan Henrý er betri knattspyrnumaður. Þess vegna var það furðuleg ákvörðun að hafa Kjartan Henry lengst af á bekknum á móti Stjörnunni. Eins var það líka furðuleg ákvörðun að taka 750 þúsund króna ( eða hvað ? ) manninn út af þegar KR var komið út af. Svo vantar varnarmenn í KR og það hið bráðasta ef við ætlum okkur eitthvað úr þessu.
Stefán
23.júlí 2013 kl.10:42
Leiðrétting: ,, Taka Gary Martin út af þegar KR var komið undir ". Mín skoðun er einfaldlega sú að það megi aldrei veikja sóknarlínuna þegar lið lendir undir.
Stefán
23.júlí 2013 kl.10:57
Er vitað mál að allir leikmenn kr eru á ofurlaunum öfugt við önnur lið sem borga lítið.Valur t.d borgar sama sem ekkert því er reksturinn þar í jafnvægi.
Kári
23.júlí 2013 kl.11:15
Orðin "valur" og "jafnvægi" fara alls ekki saman!!
ebeneser
23.júlí 2013 kl.13:44
Hvenar verður leikurinn við Val ? Verðum vonandi búnir að styrkja vörnina verulega fyrir þann leik og já bara STRAX !
Stefán
23.júlí 2013 kl.17:35
Það eru greinilega ýmsar upplýsingar þarna úti Andri, ég fann aðrar tölur en þessar sem þú fannst. @ Stefán: Ég sé á KSÍ að það er búið að setja KR-Valur á fimmtudaginn 29.ágúst. Er ekki orðið ansi langt síðan að leikur frestaðist um svona langan tíma?
Vaxtavextir
24.júlí 2013 kl.10:04
Jú það hlýtur að vera langt síðan leikur frestaðist svona rosalega lengi. Vonandi verður liðið okkar bara komið á réttu breutina á ný þegar þessi leikur verður loks spilaður.
Stefán
26.júlí 2013 kl.17:53
Gary Martin, sóknarmaður í KR – 211.000 (pressan)
Andri
26.júlí 2013 kl.19:04
Hugsa að opinber laun hans segi ansi lítið. Hann býr frítt einhvers staðar, eflaust með bíl og bensínkort, borðar frítt út um allt, osfrv. Kostnaðurinn er miklu meiri en þessi krónutala.
dóri
26.júlí 2013 kl.21:20
Á hann bara að spila ókeypis, dóri, og vinna í Bónus?
ábs
26.júlí 2013 kl.21:50
Ótrúlegar niðurrifsraddir hérna
Eiríkur
Það er auðvelt að finna upplýsinar um þetta27.júlí 2013 kl.04:28
Gary Martin er með 6 milljónir í verktaka greiðslur frá KR á ári including bónusar - fastir + breytilegir. Er það mikið? Veit ekki. En já KR á mun betri leikmenn. Skil ekki þetta útlendinga dekur. Ísland er stútfullt af talent sem fær enga sjensa.
Skattmann

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012