Svara þráð

Spjall

Hjörður & Hörvar21.júlí 2013 kl.22:02
Í hvaða hugarheimi telst það eðlileg ákvörðun að láta Hörð Magnússon lýsa 90 mínútum af KR leik? Þeir félagar fóru einum tímapunkti í lýsingu sinni að ræða það hvernig þeir sem halda ekki með KR hljóti að hata þá. Fullkomin dónaskapur þessi útsending hjá stöð 2.
thor
1-1-321.júlí 2013 kl.22:09
1-1-3 vælubílinn er á leiðinni........::)) Kv. Stjarnan Íslandsmeistari 2013
Björgólfur monnímann
21.júlí 2013 kl.22:17
Stjarnan verður ekki Íslandsmeistari. Núna fer álægið á stóru liðunum að minnka aftur og þá geta þau farið að mæta til leiks eins og litlu liðin þ.e. hvíld milli leikja. Annars fannst mér lýsingin ágæt hjá þeim félögum. Ég skil ekki þetta nöldur út í þá. Menn eiga bara að anda rólega, við sendum b-liðið út til Belgíu og tökum svo seinni umferðina og bikarinn með stæl.
Andri
21.júlí 2013 kl.22:25
Stjarnan verður aldrei Íslandsmeisari í nokkru fyrirbæri. Farnir að rífa kjaft í öðru sæti eftir ellefu umferðir. Litlir þessir kallar úr Garðabæ.
thor
21.júlí 2013 kl.22:37
Stjarnan er sennilega með hrokafyllsta lið landsins, það er pínu merkilegt þar sem þeir hafa aldrei unnið neitt, miðað við viðtölin eftir leiki þá hafa Stjörnumenn farið á kostum, hver man ekki eftir viðtalið við Veigar eftir Þórs leikinn þar sem hann talaði um að það væri "ömurlegt að gera jafntefli við svona 1. deildar lið eins og Þór", mér fannst einnig viðtalið við Garðar eftir leikinn í kvöld lýsa ágætlega hrokanum í honum. Vona innilega að Stjarnan fái að kynnast því hvernig ofmetnaður og hroki getur komið í bakið á mönnum.
Kalli
21.júlí 2013 kl.22:55
Haha, KR menn að væla um aðra eftir viðtal. Rúnar hefur farið á kostum með dónaskap og væl oft í sumar. Annars hlítur það að vera áhyggjuefni að tapa með 12 menn inná vellinum í kvöld. Það mátti ekki blása á suma KR inga og þá fóru þeir í grasið.
Ási
21.júlí 2013 kl.22:55
Haha, KR menn að væla um aðra eftir viðtal. Rúnar hefur farið á kostum með dónaskap og væl oft í sumar. Annars hlítur það að vera áhyggjuefni að tapa með 12 menn inná vellinum í kvöld. Það mátti ekki blása á suma KR inga og þá fóru þeir í grasið.
Ási
21.júlí 2013 kl.22:57
Ási, geturðu bent á dæmi um dónaskap frá Rúnari í sumar?
Kalli
21.júlí 2013 kl.22:58
Auðvitað verður Stjarnan meistari enda erum við búnir að taka bæði KR og FH létt. KR að tala um hroka í Stjörnunni....what a laugh...Og Veigar sá um að pakka þessum vesturbæjarstelpum saman í dag....case closed
Björgólfur monnímann
21.júlí 2013 kl.23:02
Og eitt enn....hvað er málið með KR-stelpurnar? Má ekki koma við þær þá liggja þeir eftir skælandi eins og einhverjar stelpur í ítalska boltanum. Vitiði ekki fótbolti er fyrir hrausta karlmenn en ekki skælandi stelpur....:)
Björgólfur monnímann
KR21.júlí 2013 kl.23:06
Sorglegt þetta karlrembubull í þér stjörnusteik.
thor
21.júlí 2013 kl.23:11
Talandi um hroka, eftir tvo pistla frá "Björgólfur monnímann", þarf maður að segja eitthvað meira?
21.júlí 2013 kl.23:18
KR voru slakir í dag, það verður að viðurkennast, Stjarnan vildi þetta meira. Ég á samt eftir að sjá Stjörnuna höndla pressuna í haust, Logi var allavega ekki tilbúin að gefa það út að Stjarnan væri að keppa um titilinn sem segir dálítið um að hann hafi áhyggjur að menn höndli ekki pressuna. Stjarnan á 3 mjög erfiða leiki í lok móts og ég á eftir að sjá að þeir taki mörg stig úr þeim, sérstaklega ef þeir verða í stöðu til að vinna mótið. Stjarnan hefur amk síðustu ár ekki náð að vinna þessa svokölluðu "úrslitaleiki" en hafa oft unnið sannfærandi leiki þar sem minna er undir eða þegar þeir eiga ekki lengur séns. Gefumst ekki upp KR-ingar 25 stig eftir 11 leiki er ásættanlegt og ég hef sjálfur meiri áhyggjur af FH en Stjörnunni þar sem FH er einmitt lið sem glopar ekki niður séns ef þeir eru komnir með tak á titli, þeir kunna að höndla pressu og hafa síðustu ár verið það lið sem bestum árangri nær úr seinni umferðinni.
Binni
21.júlí 2013 kl.23:20
Stjörnumenn mega allavegna eiga eitt. Leiðinlegasta vallarþul Íslandssögunnar
Eiríkur
lysendur22.júlí 2013 kl.08:58
Hvernig er hægt að kvarta yfir þeim sem lýsa leiknum þegar þeir hafa engin áhrif á leikinn? Eftir hvern tapleik þá er naggast út í allt og alla. lækkaðu bara niður hljóðið og spilaðu KR lagið á meðan leikurinn er í gangi.
donklar
22.júlí 2013 kl.09:59
KR blaðran er sprunginn.Stjarnan tekur þetta tvöfalt staðfest.
Gullskeiðungur
Stjarnan kann ekki að vinna22.júlí 2013 kl.19:44
Í fyrsta lagi kann stjarnan ekki að vinna. Stuðningsmenn eru eins og smákrakkar sem eru að vinna eitthvað í fyrsta skipti, í júlí!!!Talaðu við mig í september þegar mótið er búið og skoðum stöðuna. Hins vegar er ótrúlegt hvað hörðustu KR-ingar láta Nörð og Njörðar fara í taugarnar á sér. Menn eru full hörundsárir og menn eru ekki að höndla það vera svokallað "Vesturbæjarstórveldi".
Vaxtavextir
23.júlí 2013 kl.02:16
Varðandi upphafsinnleggið, ef Hörður eða Hjörvar minntust á það að þeir sem haldi ekki með KR hati KR, þá er það alveg laukrétt og allt í lagi að nefna það. Ég er stuðningsmaður Víkings og þoli ekki KR, einfaldlega því það er flottasti fótboltaklúbbur landsins og hefur eitthvað óútskýranlegt sem aðrir hafa ekki. Þannig var það alveg frá því maður var að spila við KR í 6. flokki. Þið eigið að vera stoltir að því að önnur félög 'hati' ykkur.
atli
23.júlí 2013 kl.02:41
Þetta hatur allra á KR gerir það lífsnauðsynlegt að KR-ingar standi saman. Þess vegna verða menn að spara neikvæðnina í kommentaspjalli og sýna leikmönnum alltaf vinsemd og stuðnings á vellinum. Þessir strákar eru oft viðkvæmar sálir enda ungir menn og þeir þurfa alltaf að finna fyrir stuðningi, ekki síst þegar á móti blæs. Aðeins samstaðan gerir KR sterkara en alla sem eru á móti okkur. Munum það.
ábs
23.júlí 2013 kl.09:19
Minni á að nýleg könnun ( Gallup eða ? ) á vinsældum íslenskra íþróttafélaga sýndi að KR nýtur mestra vinsælda allra íslenskra íþróttafélaga. Ég þekki fullt af hörðum stuðningsmönnum KR víða á landsbyggðinni, fólk sem aldrei hefur búið á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er eins og t.d. á Bretlandseyjum þar sem fólk um allar borgir og sveitir heldur með Liverpool eða Man U. Hér á landi horfir fólk til stórveldisins KR.
Stefán
23.júlí 2013 kl.11:04
Verður flott þegar við verðum búnir að sópa ykkur úr bikarnum.Lið sem sópar burt FH og KR hlýtur að eiga skilið að vinna.
Gullskeiðungur
23.júlí 2013 kl.14:04
Gullskeiðungur þú misskilur þetta. Stjarnan er ungmennafélag og ungmennafélag keppir í jurtagreiningu, pönnukökubakstri og dráttavélaakstri.
Máshólar
23.júlí 2013 kl.17:39
Hehehe. Máshólar er með þetta.
Damus7
24.júlí 2013 kl.12:52
Hahaha....hugsa sér að við strákarnir úr Garðabænum sé að leggja bæði KR og FH að fótum okkar.....STJARNAN verður Íslandsmeistari 2013...ole ole ole ole
Silfurskeiðin...
25.júlí 2013 kl.18:13
En ef að Stjarnan er ungmennafélag sem ætti að einbeita sér að pönnukökum, afhverju skíttapar þá KR gegn þeim? Á ekki KR að vera eitthvað stórveldi í fóbolta? :)
Erpur
25.júlí 2013 kl.21:06
Afhverju tapar KR þá fyrir liði sem á samkvæmt ykkur ekkert að geta í knattspyrnu?
Gullskeiðungur
26.júlí 2013 kl.08:42
Fyrsti sigur stjörnunar á KR í ykkar ömurlegu íþróttasögu, endilega fagnaðu Íslandsmeisararitli stjörnunar núna, ofaldi illa gerði gullskeiðadrengur, því annars verður það aldrei.
thor
17.agúst 2013 kl.19:02
Jæja gullskeiðungur og silvurskeiðungum og Erpur þið stóðuð í Fram en samt bara næstumþvíklúbbur sem vinnur ekkert. Af hverju haldiði ykkur ekki við jurtagreininguna meðan þið þekkið ennþá munin á blómum og gerfigrasi.
Máshólar
22.agúst 2013 kl.00:02
Stjarnan er Stórveldi.Það er að segja í Garðabæ.Hafa aldrei unnið neitt í Mfl. karla.Silfurskeið komið og talið við okkur eftir ca hálfa öld þegar þið hafið kannski unnið 4-5 titla.
Alfie Conn

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012