Svara þráð

Spjall

Þrír "skyldusigrar" framundan14.júní 2013 kl.14:33
Þrír næstu leikir KR eru við slökustu lið deildarinnar, ÍA, Víking Ó. og Fylki. Menn verða að vera á tánum því stig geta tapast í öllum leikjum ef liðið leggur sig ekki fram. En það er erfitt að standast þá freistingu að velta fyrir sér hvort við tökum 9 stig í næstu leikjum og hvort við náum þá að auka forskotið á toppnum. Varðandi Skagann þá prófuðu þeir að spila mjög stífan varnarleik á móti FH og krækja í stig og það hefði tekist ef þeir hefðu ekki gert mjög slæm einstaklingsmistök og gefið mark upp úr þurru. Líklegt er að Skaginn pakki líka í vörn á sunnudaginn og leikurinn getur því orðið þolinmæðisverk.
ábs
14.júní 2013 kl.15:22
Mikið rétt hjá þér ábs - þarna er um algjöra skyldusigra að ræða og það þíðir ekki neitt vanmat. Leikmenn verða að leggja sig gjörsamlega alla fram og við á pöllunum líka. Koma svoooooooooo !!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Áfram KR !!!
Stefán
14.júní 2013 kl.15:31
Rétt metið með leikinn á móti Skaganum, þeir munu sennilega pakka í vörn og treysta á háa bolta fram og föst leikatriði. Við þurfum að sýna þolinmæði og spila skynsamlega en ég treysti liðinu alveg til þess. Annars vara ég menn við því að vera strax komnir með hugann við leikina gegn Víkingi og Fylki. Við höfum aldreið fengið neitt gefins í KRÍA-leikjum og þar á hugurinn að vera núna...
Stórveldið
14.júní 2013 kl.15:42
Sammála. Allir á völlinn. Það er lykillinn að árangrinum. Baldur í banni. Ég ætla rétt að vona að Rúnar setji Atla í holuna. Þar á hann heima. Búa til og leggja upp. Hann er búinn að vera góður og sérstaklega í að hefja góðar sóknir. Þannig leikmaður á að vera í holunni. Þannig er það hjá öllum góðum liðum. Einn leikur í einu, 3 stig á sunnudaginn og svo sjáum við til með framhaldið. Áfram KR!
kringur
14.júní 2013 kl.17:00
kringur, Baldur er með 3 spjöld í Pepsi-deildinni. Er ekki bann eftir næsta spjald?
ábs
14.júní 2013 kl.20:12
Mér sýnist spjaldið í Meistarakeppninni vera með. A.m.k. var hann dæmdur í bann s.l. þriðjudag. Og þá er spurning hve fer í Holuna. Ekki spurning í mínum huga.
kringur
15.júní 2013 kl.11:35
Þetta er rétt, það er líklega með. Algjörlega sammála þér með Atla.
ábs

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012