Svara þráð

Spjall

Fh-KR11.júní 2013 kl.00:22
frábær sigur en var samt erfiðari en stemdi í en svo bara að halda áfram það er stutt í næstu lið .
joi
11.júní 2013 kl.08:33
Frábær sigur og margt jákvætt í leik KR, en samt heldur mikil leti og kæruleysi í mönnum í fyrri hluta seinni hálfleiks. Svo spyr maður sig hvort að ekki sé rétt að fara að hvíla líflausan Gary Martin, nú þegar meistari Kjartan Henry er mættur tvíefldur til leiks á ný.
Stefán
11.júní 2013 kl.11:07
KHF á fullt erindi í liðið, en varðandi Gary: Umræðan um Gary minnir mjög á umræðuna um Guðjón Baldvins hérna um árið. Vantar mörkin sögðu menn, hann gerir ekkert. En um leið vanmátu menn algjörlega vinnsluna í kringum manninn. Gary Martin er mjög vinnslusamur. Skoðið hvernig mörkin dreifast á alla sóknarlínuna hjá okkur. Þetta spilar allt þátt.
ebenes
11.júní 2013 kl.11:45
Þegar Kjartan verður orðinn alveg heill er varla spurning um að hann kemur til með að vinna sér sæti í liðinu. Hann hefur einfaldlega slík gæði. Tek undir með ebenes að það verður að horfa á fleira en bara mörk í leik Gary, sérstaklega þegar liðið er almennt að skora nógu mikið af mörkum. Sjáum sem dæmi markið hjá Óskari í gær, gríðarlega mikilvægt mark. Þá átti Gary frábært hlaup upp vinstri kanntinn og dró Guðmann varnarmann FH úr stöðunni sinni. Við það opnaðist svæði í miðju varnarinnar sem Óskar nýtti sér vel.
Stebbi
11.júní 2013 kl.15:00
Mikið rétt félagar, það verður að skoða leikmann eins og Gary Martin frá öllum hliðum, en hvar á svo að koma meistara Kjartani Henry fyrir ?
Stefán
12.júní 2013 kl.09:55
Það má vel vera að það þurfi að skoða leikmann eins og Gary út frá mörgum hliðum en það breytir ekki þeirri augljósu stðareynt að hann hefur verið afskaplega dapur það sem af er tímabili. Hann er með tilgangslaus og tilviljunar kennd hlaup og djöflast eins og óður maður án þess að það skili nokkru. Gary hefur hæfileika en er að spila langt undir getu. Það verður ekki fegrað með því að skoða hann frá "öllum hliðum".
KR
12.júní 2013 kl.11:54
Reyndar er ég alveg sammála því að Gary Martin hafi leikið ,, langt undir getu " það sem af er sumri. Það er líka ekki nema sanngjarnt að gera þær lágmarkskröfur til hans að skora mörk fyrir KR. Hann á einfaldlega að raða inn mörrkum !!!!!!!!!!!!!!!
Stefán
12.júní 2013 kl.14:39
KR á ekki að vera að púkka uppá rándýran útlending sem engu er að skila. Reyndar á KR ekki að púkka uppá neinn sem engu er að skila, útlendingur eða ekki. Gary Martin lifir á orðspori, orðspori um að hann hafi verið toppframherji. Orðspor sem ég veit ekki hvort eigi rétt á sér. Hvað hefur hann gert? Eftir að hann kom í KR í fyrra datt botninn fljótlega úr leik liðsins og þetta season er hann ekki að gera rassgat. Jú tilgangslaus og tilviljunarkennd hlaup eins og KR komst svo vel að orði ofar. Rúnar þarf að sýna að hann ráði og taka hann úr byrjunarliðinu, eða hópnum og láta hann sitja uppí stúku og hugsa sitt ráð í nokkra leiki. Rúnar má ekki láta ríkisbubbana sem borga þessum mönnum laun ráða því hverjir eru inni og hverjir úti. Bara þó Gary Martin sé 750.000 á mánuði þarf það að þýða að hann byrji alla leiki þótt hann skili engu? Pæling.
Vaxtavextir
12.júní 2013 kl.15:33
Við vorum að vinna frábæran sigur í Krikanum! Af hverju að vera að hengja Gary núna og fyrir hvað. Getur verið að þeir sem hér skrifa séu svona miklir Kjartans menn að það sé verið að vinna í því að koma honum fyrir í liðinu.Af hverju er ekki frekar rætt um dýr kaup eða laun manna sem eru komnir á efri ár í boltanum. Hverju eru þeir að skila núna? Og af hverju tölum við ekki frekar um þá leikmenn sem eru að blómstra í dag. Leikmenn eins og Baldur og Atli fara hreint á kostum og gjörsamlega halda liðinu á toppnum. Tölum varlega um leikmenn okkar og af virðingu. Þannig spila þeir enn betur.
Bjarni
12.júní 2013 kl.16:30
Rétt athugað, við erum nýbúnir að vinna frábæran útisigur á okkar helstu keppinautum, ríkjandi Íslandsmeisturum. Við erum í efsta sæti í deildinni eftir 6 umferðir, búnir að vinna alla okkar leiki nema einn sem endaði með jafntefli. Í þessum 6 leikjum höfum við skorað 14 mörk og höfum nú þegar mætt 4 af þeim 5 liðum sem eru í efri hluta deildarinnar ásamt okkur. Liðið er í heild sinni að spila mjög vel, Baldur og Atli þó í fararbroddi. Það þarf ekki að breyta bara til að breyta, en það munu koma leikbönn, meiðsli o.fl. sem krefst þess að aðrir menn koma inn í byrjunarliðið.
Stebbi
12.júní 2013 kl.18:50
Gary er yfirburðar leikmaður!!!
Damus7
12.júní 2013 kl.19:31
Það er alveg rétt að liðið er i fantaformi og talfan sýnir það. KR er með besta liðið í deildinini, klárlega. Málið er að bara þeir gætu verið langbesta liðið ef það væri framherji þarna sem er að skora. Lið eins og KR og á sýna þann metnað að reyna hámarka getu sýna og það er í að gerast ef Gary Martin byrjar alla leiki.
Vaxtavextir
Yfirburðahvað...12.júní 2013 kl.19:32
@Damus7: Þú ætlaðir væntanlega að skrifa: Gary er á yfirburðalaunum!!!
Vaxtavextir
12.júní 2013 kl.21:28
Lélegir leikmenn fá léleg laun. Góðir leikmenn fá góð laun. Yfirburðar leikmenn fá yfirburðar laun. Svolítið basic.
Damus7
2+2=?12.júní 2013 kl.21:33
Hehe, góður Damus7. Þegar þú stillir þessu svona upp þá er það basic. Þó er til fólk sem er overpaid eða underpaid. Er á því að Gary sé einn af þeim sem er overpaid, meðalleikmaður á dúndurlaunum, ekki ósvipað Jóhannes Karl Guðjónssyni (Jói Kalli er reyndar ennþá verri leikmaður en Gary). En allavega, þetta er bara mitt álit en það er gott að við erum sammála um að Gary Martin sé á yfirburðarlaunum, verðskuldað eða ekki.
Vaxtavextir
13.júní 2013 kl.08:40
Damus7, nú ætla ég ekki að taka undir þetta með þér nema að Gary Martin taki upp á því að setja inn þrjá bolta á móti sínum gömlu félögum af skaganum.
Stefán
13.júní 2013 kl.16:30
Fótbolti snýst um að skora mörk en ekki að framherjinn skori mörk. Hinsvegar lesa menn leikinn mismunandi og það gerir hann skemmtilegan. Gary er óeigingjarn leikmaður sem veldur því að hann skorar minna og liðsfélagar skora meira. Öll góð fótboltalið ættu að hafa eitt stykki af "Gary Martin" í sínu liði. Varðandi Jóhannes Karl þá er hann dúndur góður leikmaður sem er með þjálfara sem veit ekkert, skilur ekkert og kann ekkert, enda verður hann rekin áður en tímabilið klárast.
Damus7
KR14.júní 2013 kl.07:15
Í guðanna bænum ykkur getur ekki verið alvara? Gary er topp maður, mörkin koma, vinnslan er ómetanleg!
GJ
14.júní 2013 kl.08:50
Damus7, ætli þjálfari skagamanna verði þá ekki rekinn eftir Sunnudagsleikinn ? Vona allavega að okkar menn mæti vel stemmdir til leiks og klári leikinn með stæl. Vil allavega ekki sjá neitt helvítis vanmat.
Stefán

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012