Svara þráð

Spjall

Grindavík í kvöld30.maí 2013 kl.14:09
Jæja, bikarvörnin hefst í kvöld gegn Grindavík á KR-vellinum. Það væri gaman að sjá leikmenn eins og Björn Jónsson og Andra Ólafsson spila talsvert í kvöld en það er þó alveg ljóst að menn þurfa að mæta til leiks af krafti í kvöld eigi leikurinn að vinnast. Hvernig leggst þetta í fólk?
Stórveldið
30.maí 2013 kl.14:30
Það er reyndar annar þráður fyrir neðan, KR - Grindavík. En mér líst vel á leikinn, hefur alltaf verið gaman að mæta Grindavík. Ég held að þeir séu frekar sprækir núna, þeir burstuðu BÍ í síðasta leik.
ábs
spa30.maí 2013 kl.22:39
Èg spài 3-1
joi
31.maí 2013 kl.08:25
Frábær sigur, en KR-liðið datt þó einstaka sinnum niður í baráttulausa standardinn sem einkenndi liðið svo síðastliðið haust, slíkt kann ekki góðri lukku að stýra. Menn verða þá bara að girða sig verulega í brækur og mæta grimmir sem ljón í Kaplakrikann, arrggg !!! Velkominn aftur meistari Kjartan Henrý ! Vonandi að Gary Martin finni aftur týndu markaskónasína nú þegar meistari Kjartan Henry er strax byrjaður að mata hann með frábærum stoðsendingum.
Stefán

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012