Svara þráð

Spjall

furðulegar skiptingar28.maí 2013 kl.09:48
Ég verð að lýsa undrun minni yfir skiptingum Rúnars í gær. Sú ákvörðun að taka Atla Sigurjónsson út af fyrir Emil Atlason er alveg út úr korti. Emil hefur verið slakur í sumar og þess fyrir utan hentar hann alls ekki gegn liði sem pakkar í vörn. Emil þarf svæði til þess að hlaup í. Ef það átti á annað borð að taka Atla út þá hefði verið mun skynsamlegra að setja Björn Jónsson eða einhvern skapandi leikmann inn á sem hefði getð splundrað vörn blikanna. En auðvitað átti Atli að vera inn á eftir markið. Mjög svo heimskuleg skipting hjá þeim Rúnari og Pétri enda gerðist ekki nokkur skapaður hlutur upp við mark blika eftir skiptinguna.
bubbi
28.maí 2013 kl.10:11
Mér fannst Atli í það heila flottur í gær, duglegur og skapandi. Ekki sammála því að taka hann út af og sérstaklega eftir markið, enda alkunna að mark gefur mönnum sem skora alltaf mikinn aukakraft. Hefði Rúnar einfaldlega átt að fresta innkomu Emils, leyfa Atla að vera áfram inná og taka þá einhvern annan út af í stað Atla. Það kemur ekki mikið útúr Gary, enda finnst mér hann ekki eiga heima úti á velli að skapa eitthvað, hans styrkleiki liggur ekki í slíku heldur því að vera fremstur og nýta þar hraða sinn og styrk til að pota inn mörkum. Að öðru leyti var þetta nokkuð vel spilaður leikur af okkar hálfu. Frábært að fylgjast með miðjunni og þá sérstaklega Bjarna úr vörninni hvað hann er rólegur og yfirvegaður og stjórnar liðinu vel, jafnvel þó svo að hann virðist eitthvað hnjaskaður. Höldum áfram á sömu braut og þá er ég viss um að það muni skila okkur þeim stóra í haust.
Helgi
28.maí 2013 kl.11:09
Furðuleg skipting hefði verið nær að taka Gary útaf í stað Atla skil þetta ekki.
Staðreynd
28.maí 2013 kl.11:11
Tek undir þetta, alveg út úr korti að taka Atla út af strax eftir markið. Steindrap stemninguna bæði inn á vellinum og í stúkunni, fólk var var bara í losti. Man ekki eftir að hafa séð svona áður, yfirleitt staldra menn við og sjá hvernig hlutirnir þróast. Engu að síður erfiður leikur en áttum skilið að taka þrjá punkta en einn var niðurstaðan og skilaði okkur aftur á toppinn, þar sem við eigum heima!
Arnar
28.maí 2013 kl.11:23
Greinilega má bara taka suma menn útaf en ekki aðra. Skil ekki þetta að taka Atla útaf en greinilega er Rúnar bundinn af því að verða að hafa Gary Martin alltaf inni. Eitt stig er annars ekki alslæm úrslit, Blikar eru hættulegir en KR á þó að vinna þá á heimavelli miðað við gæðamuninn á liðunum.
Vaxtavextir
,,,28.maí 2013 kl.18:54
hvaða gæðamun? man ekki betur en að blikar hafi unnið ykkur 2svar á síðustu leiktíð og 4-0 í vesturbænum. Og sigurinn í lengjubikarnum núna í apríl. Finnst ekki rétt að tala um að það sé mikill gæðamunur á liðunum. ( skulum ekki gleyma því líka að blikar áttu 2 stangarskot í seinni hálfleik í gær )
Baldur
28.maí 2013 kl.19:41
Blikar eru með fínt lið, helsti gallinn er óstöðugleiki. En þeir spila yfirleitt vel á móti KR, það er alveg rétt hjá þér. En KR er með mun betra lið sem mun sýna sig í 22 leikja móti og það hefur sýnt sig strax á þessum 5 leikjum sem eru búnir þar sem Blikar eru strax langt á eftir toppliði KR.
Vaxtaverkir
MARK!28.maí 2013 kl.20:12
Og við jöfnuðum. Og það var besti maður KR sem það gerði en viti menn, hann var tekinn útaf. Hvað var það? Ömurleg ákvörðun þjálfaranna og með öllu óskiljanleg. Ég tek hins vegar ofan fyrir leikmanninum Atla Sigurjóns í viðtölum þar sem reynt er að veiða uppúr honum neikvæðni með þessa líka stórundarlegu ákvörðun að taka hann af velli. Hann talaði af ótrúlegri jákvæðni að eftir var tekið. Ég tel að þessi ákvörðun þjálfara hafi komið í veg fyrir 3 stig.
Bjarni
1.júní 2013 kl.10:55
Hryllilega undarleg ákvörðun en sammála Bjarna. Ánægður að hann skuli bara taka þessu með ró og ekkert að æsa sig yfir þessu. En samt mjög gaman að sjá hann fá mun meiri spilatíma en í fyrra þar sem að mínu mati hann er skemmtilegasti leikmaður okkar að horfa á og er að þróast í einn þann besta. Hann verður að halda þessu áfram!
Gamli
3.júní 2013 kl.08:16
Við verðum þá bara að vona að Atli Sigrjóns verði í byrjunarliðinu á móti FH og fái að hanga inn á.
Stefán

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012