Svara þráð

Spjall

KR -Breiðablik25.maí 2013 kl.23:43
Jæja en ein stór leikurinn ég er pínu hræddur en ég hef fulla trú à okkar mönnum ég spái 2-0 sigri eða 2-1 Kr kemst í 2-0 .sjàumst Allir hressir á mànudag
Jói
26.maí 2013 kl.00:05
Bottom line, þetta verður gríðarlega erfitt verkefni en við erum með lið til að takast á við þetta verkefni með glæsibrag, áfram KR.
Brandon
26.maí 2013 kl.12:16
Hafa Blikar ekki tröllatak á ykkur í Skjólinu eins og Hlíðarendastórveldið? spái 0-2 fyrir Blikum.
Balli
26.maí 2013 kl.17:04
Balli minn vertu úti að leika þér, þetta er fyrir fullorðna.
Kalli
26.maí 2013 kl.20:39
Munum útivistartíma barna. Balli missir af síðari hálfleik.
Lalli
27.maí 2013 kl.08:43
KR-ingar verða einfaldlega að nýta færin helmingi betur en í síðasti heimaleik á móti Þór. Sá leikur hefði einfaldlega átt að fara 6-0 og nú kemur mun betri markvörður í heimsókn.
Stefán
Flott myndband27.maí 2013 kl.12:13
Flott myndband á forsíðunni, Gummi ben í góðum gír og Einar Þór og fleiri góðir. Ótrúlegt að lið með þennan mannskap hafi ekki tekið dolluna á þessum árum. Liðið í dag er síst veikara og ég held að KR taki þetta í kvöld 4-1 og að ekki líði að löngu fyrr en KR er búið að stinga af í deildinni.
Vaxtavextir
27.maí 2013 kl.12:15
Hef fulla trú á strákunum í kvöld og komin tími fyrir mörk hjá Óskari og Gary, þótt auðvitað sé sama hver skorar svo framarlega sem leikir vinnast, en mér finnst að fleiri eigi að stíga upp ekki hægt að ætlast til að Baldur kori öll mörk okkar.
Kalli
27.maí 2013 kl.12:25
Hraðmótinu svokallaða lýkur í kvöld því eftir leikinn tekur við tveggja vikna hlé á mótinu. Ef við viljum vera á toppnum í hléinu þá verðum við að ná að minnsta kosti jafntefli í kvöld. Markmiðið hlýtur hins vegar að vera sigur enda fara FH-ingar af stað af miklum krafti og því ljóst að okkar menn þurfa að halda mjög vel á spöðunum ef við ætlum að gera tilkall til titilsins í haust. Þá er líka keppikefli að sjá til þess að Blikar missi af lestinni strax í upphafi móts. Ef liðið spilar af sama krafti og í síðustu leikjum eigum við fína möguleika á sigri en það er spurning hvort liðið þurfi að liggja aðeins aftar á vellinum því Blikar eru mjög snöggir fram á við...
Stórveldið

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012