Svara þráð

Spjall

Kunuleg markatala 9-1 hjà kr 20.maí 2013 kl.23:17
Fràbært sumar í vændum
Jói
21.maí 2013 kl.11:29
Gaman að sjá Messuna í kvöld, vonandi eiga þeir atriðið þegar Hemmi traðkar viljandi á Bjarna. Svo skilst manni að hann hafi reynt að ráðast á Jónas Guðna eftir leik :)
Hemmi
fótbolti21.maí 2013 kl.12:46
Við skulum ekki falla í einhvern drullupoll og fara að ausa yfir Hemma eða einhverja aðra. Frekar tala um okkar menn. Þeir voru frábærir í gær. Og mjög gott að heyra Rúnar tala um að KR liðið hafi fengið skipanir um að spila fótbolta. Vonandi verður það skipulagið hér eftir í öllum leikjum.Við erum með mennina til að spila alvöru fótbolta.
Sbjorn
Kr21.maí 2013 kl.23:43
Var að horfa à pepsimörkin hvað var heimmi að gera.?
Bjó
22.maí 2013 kl.08:42
Ég er helst á því að Hemmi karlinn haldi ekki sumarið út sem þjálafari úteyjamanna, en það kemur okkur KR-ingum auðvitað ekkert við. Við erum í virkilega góðum málum.
Stefán
22.maí 2013 kl.08:52
Sérkennilegt að pepsídollunum fannst bara fyndið og krúttlegt hjá Hemma að traðka viljandi ofan á Bjarna. Þeir hafa líklega skipt um skoðun á þessum hlutum síðan þeir úthúðuðu Kjartani Henrý hérna um árið.
KH
Hemmi22.maí 2013 kl.11:49
Ég tek til baka það sem ég sagði hér fyrir ofan. Ég hef sjaldan séð hálfvitalegri leikmann en Hemma í leiknum um daginn. Bæði hvernig hann hagaði sér gagnvart Bjarna og hvernig hann hagaði sér í leiknum. Aumingja Eyjamenn að vera með svona vitleysing að þjálfa. Þá fá spekingarnir í Pepsímörkum falleinkunn í umfjöllunina um Hemma. Hún var fáránlega barnaleg og heimskuleg.
Sbjorn
Að kunna að vinna22.maí 2013 kl.13:45
@ Sbjorn. Ótrúlegt að eftir svona góðan sigur er það mönnum efst í huga að kvarta og hrauna yfir menn og þætti. Hvernig eru menn þá þegar liðið tapar.
Vaxtavextir
22.maí 2013 kl.14:23
Vaxtavextir lestu fyrst það sem mér var efst í huga eftir leikinn. Það er hér ofar. Þar kemur fran að mér fannst strákarnir frábærir og leikurinn góður. Engu að síður var "klikkað" að horfa á Hemma og hlusta á þetta í Pepsímörkum í gær.Áfram KR!
Sbjorn
22.maí 2013 kl.14:44
Ég las það, og það var ágætt, en svo dast þú í þennan drullupoll. Anyways...Stefnir í einvígi KR og FH og blaðran sprungin hjá Hemma og David James.
Vaxtavextir
22.maí 2013 kl.15:18
Drullupoll hvað? Þjálfari andstæðinganna hagaði sér óíþróttamannslega og varð sér til skammar. Má ekki tala um það af því að við unnum leikinn?
Drulli Pollason
KRReykjavík er síða nr 1.22.maí 2013 kl.20:36
Þetta skiptir litlu máli en þetta sýnir að Hemmi á vini sem þora ekki að gagnrýna hann.
Damus7
22.maí 2013 kl.21:25
Þið þurfið aðeins að slaka félagar, Hemmi er nýkominn heim, hann er ný byrjaður að þjálfa, þetta var fyrsta tapið hans, hann er ennþá að læra þetta. Þetta er skapmikill maður, maður tilfinninga. Þið eruð bara óvanir svona því Rúnar hefur aldrei æst sig á ævinni. Njótið frekar sigursins í staðinn fyrir að tuða.
Vaxtaverkir (a.k.a. vaxtavextir)
23.maí 2013 kl.00:51
Nýkominn heim og ný byrjaður að þjálfa gefur honum rétt á að labba upp að Bjarna og traðka ofan á löppinni á honum án ástæðu. Held að fleiri ættu að taka sér það til fyrirmyndar enda Hermann fyrirmynd allra á Íslandi.
Damus7
23.maí 2013 kl.17:12
Skulum ekki vera elta ólar við 365 miðla er sorpmiðill. Vitum öll að Höddi Magg og félagar eru engir fagmenn.Ef að gengi KR verður gott tala nú ekki um ef að við höfum forskot á FH má búast við slæmri umfjöllun um KR frá Herði og félögum í sumar. Áfram KR.
KR-ingur
23.maí 2013 kl.21:35
Pepsi-mörkin eru stórkostlegur þáttur og þetta er víst fagmenn, þótt Höddi sé Fh-ingur. Þeir halda uppi stórkostlegri umfjöllun um íslenska boltann, bolti sem er oft það takmarkaður að gæðum að maður veltir fyrir sér stundum hvort hann eigi það skilið. Heilt yfir er ég þó ánægður með að þeir haldi þessari umjöllun og þeir gera þetta vel. Það er bara verið að fókusera á ranga hluti hérna. Allir fá væga meðferð fyrir "fyrsta brot". Ef Hemmi gerir þetta aftur þá verður tekið harðar á því og menn fá ekki að njóta vafans. Hann á töluvert í land með að ná Kjartan Henry Finnbogasons stiginu, sem trónir á toppnum.
Vaxtaverkir
23.maí 2013 kl.22:14
Ofboðslega er ég orðinn þreyttur á eyjamönnum. Stöðugt væl kemur frá þessum blessuðu eyjum. Ef það er ekki dómarinn þá er það landeyjahöfn eða Herjólfur eða Árni Jónsen. Hafa menn ekkert betra að gera í eyjum en að væla?
Kári

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012