Svara þráð

Spjall

KR -Þór 15.maí 2013 kl.22:05
Afhverju er leikurinn kl 18 en ég er búinn að fà mig lausan fyr úr vinnu en af hverju svona snemma
Gummi
15.maí 2013 kl.22:32
Flott hjá þér. Svona eiga menn að vera. En þessi leikdagur hefði alltaf orðið vondur út af Eurovision. Þannig að það maður býst ekki við toppaðsókn á morgun en vonandi fjölmenna KR-ingar og láta vel í sér heyra.
ábs
15.maí 2013 kl.23:29
Leikir Þórs og ÍBV eru oft fyrr en aðrir leikir svo liðið sem er á ferðalagi geti komist heim aftur samdægurs. En þetta er vissulega óheppilegur tími þótt við KR-ingar fjölmennum auðvitað á leikinn eins og vnejulega...
Stórveldið
15.maí 2013 kl.23:31
Það er annars ljóst að Þórsarar munu mæta brjálaðir til leiks á morgun enda stigalausir eftir tvær umferðir. Við þurfum að sýna sömu baráttu og í fyrstu tveimur leikjunum og mögulega leyfa þeim að halda boltanum en sækja svo hratt á þá eins og Blikar og FH-ingar hafa gert vel í fyrstu leikjum Þórs...
Stórveldið
16.maí 2013 kl.15:13
Það þarf að berjast til síðasta dropa, Þórsararnir munu mæta dýrvitlausir og ég treysti því að það verði tekið vel á þeim! Áfram KR
Elias
16.maí 2013 kl.22:39
Flottur vinnusigur hjá liðinu, Gary hefði með smá heppni getað sett 5. Atli Sigurjóns bestur í jöfnu liði, frábærar sendingar hjá drengnum, minnir um margt á Coutinho hjá Liverpool. Gegn 4 mann varnarlínu á hann eftir að verða skæður, hlakka vel til að sjá meira frá honum í sumar.
BJ
16.maí 2013 kl.22:50
Glæsileg holningin á liðinu, virka gríðarlega þéttir og mjög gaman að sjá liðið spila.
Brandon
17.maí 2013 kl.08:46
Frábær byrjun. Gary og Atli bestir. Af hverju var Atli tekinn af velli? Frábærar sendingar hjá honum. Aðrir sem hefðu frekar mátt fara útaf.
FB
Atli18.maí 2013 kl.01:03
Mér fanst Atli sigurjons rosalega góður vonandi fær hann fleiri sénsa
Jói

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012