Svara þráð

Spjall

Keflavík - KR11.maí 2013 kl.16:11
Hvernig líst mönnum á þennan leik? Keflvíkingar eiga eflaust ekki eftir að gera neinar rósir í sumar en þeir byrja mótin alltaf vel. Býst við þeim frekar erfiðum. Hef smá áhyggjur af mannskapnum, sérstaklega ef Baldur spilar ekki, en hann er víst með pest. - Hvernig er best að leggja þennan leik upp?
ábs
11.maí 2013 kl.20:31
Leikir okkar við Keflavík eru alltaf erfiðir. Ég á von á baráttuleik í anda fyrsta leiksins gegn Stjörnunnar og það kæmi mér ekki á óvart ef við sæum óbreytt lið frá þeim leik. Ef Brynjar og Baldur geta ekki verið með þá koma Atli og Björn sennilega inn. Góðu fréttirnar eru þær að liðið var meira en klárt í baráttuna á móti Stjörnunni og ég er bjartsýnn á að liðið verði líka klárt í Keflavík. Spái 3-1 sigri okkar manna. Óskar Örn, Jónas Guðni og Gary Martin skora...
Stórveldið
12.maí 2013 kl.23:33
Sannfærandi sigur okkar manna. Ánægður með andann í byrjun móts, menn mættir til að selja sig dýrt. Gríðarlega jákvætt að hafa endurheimt Óskar Örn, Baldur funheitur og algjört naut þarna á miðjunni. Jónas Guðni frábær í seinnihálfleik í dag. Hannes frábær í markinu (besti markvörður norðurlanda? Hvenær gerði hann síðast mistök? Ótrúlega traustur). Er orðinn mun bjartsýnni á sumarið en ég var fyrir fyrsta leik. Áfram stórveldið.
Stebbi
13.maí 2013 kl.10:14
Þetta lyktar allt af 2011. Menn eru mættir til að safna stigum, berjast þegar þarf að berjast, láta boltann rúlla þegar það er hægt. Þetta lítur vel út.
ábs
13.maí 2013 kl.10:32
Gott að menn átta sig á því að barátta er lykillinn að fyrstu umferðunum, glæsilegt KR!
Don
13.maí 2013 kl.12:13
maður vill ekki jinxa neinu (ég horfi á þig ábs :) en Baldur er augljóslega búinn að finna sitt besta form.
ebeneser

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012