Svara þráð

Spjall

Palli var einn heiminum8.maí 2013 kl.00:40
Ég skildi ekkert í þessu, hélt að það væri leikur í gær. Leit í kringum og enginn sagði neitt. Var ekki mótið að byrja, allir spenntir? Greinilega ekki, hvar voru allir. 2500 manns á leiknum hvíslaði vindurinn. Enginn með netið spurði ég? Jújú, fólk er bara ekki jafn ástríðufullt og það var, hélt vinudrinn áfram, enda eru stuðnginsmannaliðin flest dáin, nema eitthvað zombielið sem kallar sig Silfurskeiðina. Ég skil, svaraði ég, þetta verður langt og einmanalegt sumar. Nei án gríns, hvar eru allir? Mótiið komið af stað eftir 8 mánaða hlé og enginn segir neitt? Er kannski ekki vettvangur til að halda þessu áfram hérna? Hvar eru þeir sem eru með þessa síðu, af hverju henda þeir ekki inn molum við og við til að hræra í umræðunni og koma einhverju af stað þegar menn eru svona steingeldir.
Vaxtaverkir (a.k.a. vaxtavextir)
8.maí 2013 kl.17:59
það er sorgleg staðreynd en ákveðinn kjarni í vesturbæ hefur helgað sig öðru verkefni (KV) og veitir KR litla athygli. Svo segja menn að það sé engin samkeppni á milli þessara félaga.
ebeneser
8.maí 2013 kl.21:05
KV, hvað er verið að tala um? 2.700 manns á vellinum og allt vitlaust, söngvar og læti - Á hvað leik voru þið?
Diddi
8.maí 2013 kl.21:26
Mér fannst stemningin mjög góð á leiknum. Fólk verður hins vegar að vera duglegra að mæta KR-merkt á leiki. Það er ekki smart að vera syngjandi í Miðjunni í skrifstofufötum.
ábs

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012