Svara þráð

Spjall

Fótbolti.net á hálum ís7.maí 2013 kl.20:08
Silfurskeiðin valin stuðningssveit umferðarinnar hjá fotbolti.net? Að .net sé að velja þessar alræmdu fyllibyttur stuðningsmenn umferðarinnar eftir grínsöngva um heimilisofbeldi er fyrir neðan neðstu hellur. Þeir kannski taka fyrir nauðganir og morð í næstu umferð og vinna aftur?
Stórvesírinn
Mjög hálum...8.maí 2013 kl.00:34
Silfurskeiðin er tiltölulega ný í þessu enda Stjarnan aldrei unnið neitt í boltanum. Það fylgir þessu nýja stuðningsliði oft fyllerí og rugl. Ég man þegar FH var að koma upp sem stórlið 2003 þá skildu stuðningsmenn þeirra oft eftir sig brekku af bjór og brennivínsflöskum, eins og eftir útihátíð. Svo fljótlega voru þeir orðnir siðaðir og Mafían er dáin í dag. En Mafían var ekki með svona pjúraleiðindi eins og Silfurskeiðin, svo ég muni. Og að fótbolti.net skuli vera að verðlauna þá fyrir þetta er bara fáránlegt...næstum jafn fáránlegt að enginn sé búinn að koma á þetta spjall og komennta á leikinn sjálfann!
Vaxtaverkir
8.maí 2013 kl.08:22
Þarna hafa ábyrgðarmenn Fótbolti.net greinilega skotið sig illa í fæturna að velja þessar kjaftforu stuttbuxnadregi úr Garðabænum og formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar búinn að biðjast afsökunar á þessari hegðun. Fótbolti.net á bara að byðjast afsökunar líka.
Stefán
8.maí 2013 kl.15:21
Hvaða viðkvæmni er þetta Silfurskeiðin er toppurinn eins Bjarni BEN sem ætlar að bjarga okkur með Simma.Ættuð frekar að hafa áhyggjur af dómaraskandlinum í leiknum sem færði ykkur sigur.
Salli
8.maí 2013 kl.15:37
Æ Salli, við vinnum ykkur alltaf nema þið náið einstaka sinnum jafntefli á gervigrasinu ykkar. Enda eruð þið skíthræddir við Stórveldið.
ábs
Sallaður niður8.maí 2013 kl.17:02
Viðkvæmni Salli? Silfurskeiðin sá allavega ástæðu til að biðjast afsökunar. En ókei, þið eruð ungir og ennþá að læra hvernig á að hegða sér eins og alvöru stuðningsmenn, rétt eins og liðið ykkar er ennþá að læra hvernig á að finna stóra leiki....
Vaxtavextir
8.maí 2013 kl.17:58
það var oft vesen sem fylgdi mafíunni. Lögregla þurfti einu sinni að handtaka tvö á Laugardalsvelli þegar Valur vann FH hérna um árið. Það voru oft mikil leiðindi í Kaplakrika gagnv. stuðningsmönnum KR.
ebeneser

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012