Svara þráð

Spjall

KR 2 - 1 stjarnan7.maí 2013 kl.11:01
Flottur sigur í fyrsta leik. Gaman að sjá milljónamanninn VP skara engan veginn fram úr og láta Grétar Sigfinn algerlega éta sig. Stjörnufloppið er þegar hafið. Flottur leikur hjá okkar mönnum, sérstaklega fyrri hálfleikur. Crucial að taka fyrsta leik.
ebeneser
7.maí 2013 kl.11:06
Ég var líka ánægður með stuðninginn í stúlkunni þar sem við vorum að glíma við mjög öfluga Silfurskeið. Ég óska þess hins vegar að menn mæti almennt betur merktir á leiki. Menn sem maður veit að eiga KR-treyjur eru að mæta í nælonskyrtum og öðrum tískufatnaði á leiki. Mætum í KR-sparigallanum á leiki.
ábs
7.maí 2013 kl.11:25
Stórglæsilegt að fá þrjú stig úr fyrsta leik gegn erfiðum andstæðingi. Ánægjulegt að sjá hvað það var mikil barátta í liðinu þótt það hafi kannski ekki náð upp sama spili og það getur. En hvað um það, stigin eru það eina sem skiptir máli í fyrstu umferð. Líka gaman að sjá hve vel var mætt á völlinn í gær. Þetta var góður fyrsti leikur til að byggja á...
Stórveldið
7.maí 2013 kl.12:01
Glæsilegur og sanngjarn sigur, en framlína KR má virkilega vanda sig betur í næstu leikjum. Silfurskeið stuðningsmanna Stjörnunnar varð Stjörnunni og Garðbæingum öllum til háborinnar skammar, enda er forysta KSÍ að skoða málið núna. Það er ekki nóg að fæðast með silfurskeiðar í Garðabænum og fá svo slæmt uppeldi.
Stefán
7.maí 2013 kl.13:29
maður sér þessa afsökunarbeiðni samt hvergi, hvorki á heimasíðu Silfurskeiðarinnar né á stjarnan.is
ebeneser
7.maí 2013 kl.14:45
Almar Guðmundsson formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar segir Silfurskeiðina hafa beðis Bjarna Guðjóns afsökunar á níðsöngvunum. Vonandi að þessir blessaðir drengir í Garðabænum rói sig aðeins niður í kjölfarið.
Stefán
7.maí 2013 kl.16:09
Það er samt hvergi hægt að lesa afsökunarbeiðnina sjálfa. Fótboltamiðlar flytja fréttir af beiðninni og vitna í hana, en hún hefur hvergi verið birt af Stjörnunni né silfurskeiðinni. Hversu mikið mark er á slíkri afsökun, sem beiðandinn þorir ekki að birta.
ebeneser
7.maí 2013 kl.16:50
Kosningar næsta vetur og um að gera að herja á borgarfulltrúa vegna þessa máls. Læt fyljga bréf sem dóttir mín sendi borgarsjóranum fyrr á þessu ári en fékk reyndar ekkert svar. Sæll hr. Jón Gnarr Ég heiti Íris og geng í 9. bekk Hagaskóla. Þar er ég fulltrúi í nemendaráðinu og einnig formaðuríþróttarnefndar. Í Vesturbænum eru tveir sparkvellir og einn gervigrasvöllur. Gervigrasvöllurinn og einn af sparkvöllunum tilheyra KR svæðinu og eru oftast æfingar á þeim völlum og einnig er sparkvöllurinn með gömlu og lélegu gervigrasi. Hinn sparkvöllurinn er bak við Landakotsspítala og meira að segja ekki í sparkvallarstærð samkvæmt KSÍ sem er 18m x 16m. Þar sem ég er að vitna í í þessu bréfi er að það vantar góðan sparkvöll í Vestrbæinn. Mér datt í hug að það gæti komið sparkvöllur hjá Hagaskóla þar sem malbikaði völlurinn er. Ástæðan fyrir því að mig langar að fá góðan sparkvöll í Vesturbæinn er sú að það mun ýta undir að krakkar fari oftar út í fótbolta sem er jákvætt einnig myndu nemendur Hagaskóla geta notað völlinn þegar þau eru í frímínútum í skólanum. Heldur þú að þessi tillaga gæti orðið að veruleika í náinni framtíð?
hnh

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012