Svara þráð

Spjall

Stemmning í stúkunni.3.maí 2013 kl.22:38
Það hefur ekki farið framhjá neinum KR-ingi að fyrsti leikur okkar í deildinni er á mánudaginn kl 19:15. Það er því nokkuð gefið að það verður stappað í stúkunni. Í upphitun pepsídeildarinnar á stöð2 Sport kom spurning um hvort Miðjan mæti. Í raun er bara verið að spyrja hvort KR-ingar ná upp stemmningu í stúkunni. Ég sé þetta þannig að fyrsti leikur mun gefa tóninn um hvað koma skal. Þetta er bara undir okkur sjálfum komið. Ég allavega endurtek ekki annað ár án þess að vera þar sem ég á heima. Í MIÐJUNNI !!!
Damus7
4.maí 2013 kl.00:41
Allir KR-ingar þurfa fyrir það fyrsta að mæta á leikinn og í öðru lagi að brýna raustina og gefa sitt í þennan leik.
ábs
4.maí 2013 kl.09:47
Ég og félagi minn ætlum að joina miðjuna. Hvar er hittingur fyrir þennan leik.Væri gott að fá info fyrir þá sem vilja vera með ykkur um hvernig þetta virkar hjá ykkur.
kringur
Miðjan á mánudag4.maí 2013 kl.10:17
Miðjan ætlar að hittast á mánudaginn kl. 18 út í KR, fá sér hamborgara og undirbúa stemmninguna. ALLIR VELKOMNIR!
Kári
4.maí 2013 kl.14:57
Kringur, hvernig finn ég þig á facebook? Addaðu mér: Ágúst Borgþór Sverrisson. Við setjum svo þig og félaga þinn inn í Facebook-grúppu Miðjunnar. - Mætið endilega úti í KR í hamborgara klukkan 18 því þá ætlum við að reyna að hrista hópinn saman.
ábs
6.maí 2013 kl.02:41
Hvet alla til þess að mæta í miðjuna og styðja þessa frábæru knattspyrnu menn. Það er einungis gróði í því að mæta í miðjuna því það er skemmtilegra á vellinum ef það er góð stemning plús skemmtilegra ef að liðinu gengur vel! Sýnum íslandi að við erum stærsti klúbbur landsins með bestu stuðningsmennina eins og hefur oftast verið ! Áfram KR og Áfram Miðjan ! :)
Styðjum liðið
Þakkir7.maí 2013 kl.21:31
Ég vil þakka Miðjunni firir einbeittan vilja til að ná upp góðri stemmningu í stúkuna í gær. Þetta var frábær firsti leikur, meira en við getum sagt um undanfarin ár.
Skúli Hersteinn

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012