Svara þráð

Spjall

Völlurinn1.maí 2013 kl.21:18
Er ástand vallarins í lagi fyrir fyrsta leik? Manni sýnist hann varla vera í leikhæfu ástandi.
Tommi
2.maí 2013 kl.08:15
Hann er allavega skelfilega brúnleitur og ljótur að sjá !?
Stefán
Völlurinn2.maí 2013 kl.12:25
Völlurinn líður fyrir næturfrost undanfarið.Það er lítil "nýliðun" í grasinu.-Völlurinn er því mjög viðkvæmur en það er búið að sanda/gata völlinn.-Treysti Sigga/Svenna/Smárasyni að gera það besta sem hægt er fyrir fyrsta leik.
Turfer Turferson
2.maí 2013 kl.12:47
Völlurinn er afar ljótur að sjá og virðist engan veginn tilbúinn í leik á mánudag. Hvers vegna höfnuðu KR-ingar því að spila í Garðabænum á mánudag? Hefði ekki verið skynsamlegra að spila þar og eiga heimaleikinn í seinni umferðinni? Með því að spila á KR vellinum núna á mánudaginn er fyrirséð að völlurinn verður mjög slæmur langt fram á sumar.
Stebbi
2.maí 2013 kl.17:57
Bauðst KR að víxla leikjunum? Það hefði auðvitað verið það skynsamlegasta í stöðunni, gefa vellinum auka 10 daga til að ná sér á strik, annars er hætta á að þetta geti haft áhrif á gæði vallarins í næstu leikjum þar á eftir. Annars verður maður bara að treysta umsjónarmönnum vallarins að meta þetta, það er ekki eins og maður sé sérfræðingur í þessu, en manni sýnist þetta nokkuð augljóst.
Tommi
2.maí 2013 kl.19:16
Ótrúlegt að KR skildi ekki taka þessu boði Stjörnunnar.
Vesturbæingur
2.maí 2013 kl.20:03
Money talks money money money
J Money
2.maí 2013 kl.20:17
Það munar yfirleitt mjög miklu á aðsókn á leiki í upphafi móts og í miðju móti. Heimaleikur í fyrstu umferð er því umtalsvert verðmætari fyrir KR en heimaleikur í tólftu umferð. Til að KR nái árangri á fótboltavellinum þarf rekstur klúbbsins að vera skynsamlegur, það er ekki skynsamlegt að víxla á leikjunum. Þar fyrir utan er fyrsti leikur mótsins oft sálfræðilega mikilvægur og því betra að vera með heimaleik í fyrsta leik en útileik. Þetta var því hárrétt ákvörðun hjá KR...
Stórveldið
3.maí 2013 kl.10:47
Treystum bara á okkar menn og að völlurinn verði í lagi. Áfram KR!
Tommi
6.maí 2013 kl.02:28
Held reyndar að völlurinn hafi ekki verið sandaður en hann var víst gataður hann verður ekki sandaður strax samkvæmt mínum heimildum. Hann lýtur illa út og er alls ekki jafn góður og í Fyrra en MFL KR hefur æft á grasinu hliðiná vellinum sem er í enn verra ásikomulagi og það hefur víst verið allt í lagi þannig þetta ætti að sleppa
Kringur
völlurinn6.maí 2013 kl.03:49
ég mun leggja mitt af mörkum ásamnt fleirri góðum að sja til þess að völlurinn verði góður hann var mjög góður tímabilið 2011 en ekki eins góður í fyrra hann verður orðinn góður í 3 umferð það er rétt það er kki búið að sanda völlinn það er búið að vera of kalt en hann verður sandaður eftir leikinn á móti stjörnunni
elli

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012