Svara þráð

Spjall

29.apríl 2013 kl.17:14
Í öllu þessu tali um stemmningsleysi hef ég verið að pæla hvort við kr ingar getum ekki breytt því. KR er með hörðustu og dyggustu stuðningsmenn landsins sem við ættum að geta nýtt betur. Ég var að lesa komment frá stuðningsmanni sem sagði að við værum alltaf að bíða eftir því að næsti maður fari að rífa þetta í gang sem er alveg satt. Mín pæling er sú að miðjan auglýsi fund nú rétt fyrir mót og bjóði þeim sem vilja að ganga til liðs við sig og sjái allaveganna hvort það sé stemmning fyrir því. Ég veit nú ekki nákvæmlega hversu margir eru í miðjunni eða hvort hún sé hreinlega ennþá í gangi en ef við gætum bætt 20 til 30 stuðningsmönnum við hana ásamt núverandi meðlimum gæti hún orðið enn svaðalegri en hún var. Látum þet
Stuðningsmenn
29.apríl 2013 kl.17:20
ta berast og ég skora á miðjuna að halda fund og ég skora á þá sem eru að bíða eftir næsti maður geri eitthvað að mæta.
stuðningsmenn
29.apríl 2013 kl.21:44
Það er óformlegur fundur hjá Miðjunni á Rauða ljóninu á þriðjudagskvöld frá klukkan hálfsjö. Ég hvet alla áhugasama KR-inga til að mæta enda er Miðjan opin öllum KR-ingum. - Að sjálfsögðu horfum við um leið á Real - Dortmund og ég verð örlátur á barnum við þá sem mæta snemma. Ég hvet þá sem eru að taka þátt í spjallinu hérna til að mæta.
ábs
30.apríl 2013 kl.08:33
Þetta líst mér vel á. Kominn tími til að einhver taki af skarið og geri eitthvað. Gaman væri ef menn fjölmenntu en við skulum samt ekkert fara yfirum þótt ekki komi margir. Hálfnað er verk þá hafið er. Áfram KR.

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012