Svara þráð

Spjall

Meistarar meistara28.apríl 2013 kl.22:30
Var einhver á leiknum áðan? Hvernig leit liðið út? Geta KR-ingar verið bjartsýnir eða eru FH með langbesta liðið enn og aftur?
Vaxtaverkir
28.apríl 2013 kl.22:35
Unnum við ekki flest öll af þessum pre-season mótun í fyrra. Segir ekki mikið. Skiptir mestu máli að mæta sterkir til leiks 6. maí, bæði liðið og stuðningsmennirnir
Kristján Guðmundsson
28.apríl 2013 kl.23:00
Og hefurðu á tilfinningunni að liðið og stuðningsmenn muni mæta sterkir til leiks 6.maí Kristján?
Vaxtaverkir
29.apríl 2013 kl.08:07
Hvernig stendur á því að KR getur nánast ekki unnið úrslitaleiki ?
Kalli
29.apríl 2013 kl.08:25
Miðað við veflýsingar var vörnin í molum. Mjög vont að vera með varnarleikinn í rusli rétt fyrir mót og búið að fá til liðs við okkur tvo varnarmenn og hrekja annan miðvörðinn í bakvörð. Vonandi var þetta bara slys.
ábs
29.apríl 2013 kl.09:10
Var mjög stolltur af strákunum fyrir að vinna sinn riðil í lengjubikar með fullu húsi, frábært og ég var bjartsýnn á sumarið. En svo tap geg UBK strax eftir riðlakeppnina og 2 úrslitaleikir tapast(Leiknir, FH) svo þar á eftir þannig að bjartsýnin hefur farið minnkandi, en auðvitað má kannski ekki taka þessi vetrar/vor mót of alvarlega en gefa samt vísbendingu.
Kalli
29.apríl 2013 kl.09:37
Annaðhvort er liðið að spara sig fyrir Íslandsmótið eða liðið er ekki í standi.Þessir leikir telja ekki í haust.
Staðreynd
29.apríl 2013 kl.10:07
Var ekki á leiknum, en er sagt að vörn KR hafi verið í molum og jafnvel miðjan stundum úti á þekju ??? Eitthvað mikið þarf greinilega að laga fyrir 6 Mai !!!
Stefán
29.apríl 2013 kl.10:11
Þegar okkur hefur gengið best á undirbúningstímabilinu höfum við yfirleitt validð vonbrigðum í Íslandsmótinu. Þó´tt KR eigi að sjálfsögðu að stefna að því að vinna öll mót þá er kannski bara ágætt að fara inn í mótið með örlítið minni væntingar en stundum, er það ekki?
Stórveldið
29.apríl 2013 kl.10:48
Var á leiknum, og ef þetta er það sem kemur út úr " lengsta undirbúningstímabili í heimi" þá eigum við ekki von á góðu.
mozki
29.apríl 2013 kl.10:54
Hef ekki séð mikið af liðinu í vor, en verð að viðurkenna að ég rak upp stór augu þegar ég sá Grétar spila vinstri bakvörð gegn Breiðablik (amk síðustu mínúturnar af þeim). Er Mummi meiddur? En Gunnar? Hverjir hafa verið að spila þessa leiki í öftustu línu? Mummi og Haukur Heiðar eru góðir bakverðir, en það virðist vera mikill hausverkur að leysa þá af hólmi ef þeir geta ekki spilað. Í öllu falli tel ég Grétar alls ekki vera bakvörð, myndi sjálfur frekar láta hann í hafsent og einhvern annan í bakvörðinn...
Stebbi
29.apríl 2013 kl.12:21
Það verður hvað sem tautar og raular að hafa Andra Bjarna og Brynjar í liðinnu það er vandamál.Þessvegna eru þessar hrókeringar í miðvörðum í stað þess að hafa Grétar í miðverðinum sem er staða hans og einn af þessum mönnum á bekknum.
Staðreynd
29.apríl 2013 kl.12:43
Hefur Brynjar verið að spila vel?
ábs
29.apríl 2013 kl.14:00
Vörnin var einfaldlega léleg. Það er samt ekki allt. Brynjar var slakur og hefur ekki verið að spila vel í undanförnum leikjum. Hvenær hefur Brynjar verið talinn skapandi leikmaður eða leikstjórnandi? Af hverju "felum" við leikstjórnandann úti á vinstri væng. Inná miðjuna með hann þótt fyrr hefði verið.Þar fer leikmaður með leikskilninginn og getuna til að búa til sóknir sem skila mörkum. Síðan er kominn tími til að menn átti sig á því að upp kemur sá tími hjá öllum leikmönnum að þeirra tími er liðinn. Líka hjá Bjarna Guðjóns.
Sbjorn

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012