Svara þráð

Spjall

"Upp með sokkana"18.apríl 2013 kl.16:52
Nú er kominn 18.apríl og allt að gerast. Lengjan í kvöld og Meistarkeppnin á næsta leiti og Íslandsmótið rétt ókomið. Eigum við stuðningsmenn ekki að fara að bretta upp sokkana. Byrjum á því að mæta í kvöld og látum aðeins sjá og heyra í okkur. Förum að hafa skoðanir á þessari spjallsíðu og peppa okkur upp fyrir sumarið. Mikið væri t.d. gaman að fara að sjá gamla KR-inga koma á völlinn eins og Bjarna Fel og fleiri. Það myndi segja manni að vorið sé komið.Áfram KR!
.18.apríl 2013 kl.22:10
Ekki góður leikur
Jóna
18.apríl 2013 kl.22:20
Samt glóra í þessu. Aular að tapa þessu. Bjarni úti á túni og spurning hversu lengi liðið á að tapa á því hversu miklum gæðum hann er að glata. Atli sýndi enn og eftur hversu mikilvægur hann er. Annað fyrirsjáanlegt.
Húsbóndi úr Vesturbænum
19.apríl 2013 kl.11:13
Mér fannst Breiðablik yfirspila okkur KR-inga á miðjunni á köflum og ekki voru allir leikmenn KR sannfærandi í þessum leik. Gunnleifur var maður leiksins að mínum mati, því og miður.
Stefán
19.apríl 2013 kl.15:07
Sá ekki allan leikinn en það er rétt að Gunnleifur var góður og sé það rétt getur ekki annað verið en að við höfum eitthvað verið að gera framávið. Það er hins vegar áhyggjuefni hvað t.d. Brynjar Björn var slakur. Atli hefur oft verið betri en hann er engu að síður alltaf að búa eitthvað til og spurning hvort hann eigi ekki að vera á miðjunni miðri og stjórna spilinu. Ég hef bullandi trú á þessu liði og tek undir það að nú er kominn tími á okkur stuðningsmennina.
Sbjörn
19.apríl 2013 kl.15:48
Ég ítreka það sem ég hef sagt áður við svipuð tilefni á spjallráðum: Pössum okkur að vera klár í slaginn þegar mótið byrjað, mætum almennilega á leikina og látum í okkur heyra. Höldum stemninguna út fram í september og látum misheppnaða stemningu frá í fyrra ekki endurtaka sig.
ábs
20.apríl 2013 kl.09:56
Sammála ábs, við stuðningsmenn þurfum að girða okkur í brók og halda út allt tímsbilið
jasmine
22.apríl 2013 kl.14:02
Er ekki leikur KR óbreyttur og fyrirsjánlegur.þjálfarar annara liða búinir að greina og stúdera hann eins og hann er búinn að vera frá 2010?
Staðreynd
22.apríl 2013 kl.17:01
Engin ástæða til annars en bjartsýni fyrir sumarið enda KR með einn sterkasta hópinn í deildinni. Auðvitað munar um það ef Kjartan Henry getur ekkert spilað en liðið er samt sem áður eitt það sterkasta í deildinni. Skemmtilegt sumar í vændum!
Stórveldið
22.apríl 2013 kl.19:25
Sammála Stórveldinu. Stemningin og stuðningurinn munu líka hafa allt að segja. Engin tilviljun að menn eins og Aron Bjarki og Dofri Snorrason blómstruðu árið 2011, þá var stemningin og andinn í lagi og við slíkar aðstæður sýna allir sitt besta.
ábs
KR klúbburinn24.apríl 2013 kl.10:48
Hvað er að gerast í KR klúbbnum? Verður ekki haldinn vorfundur áður en Íslandsmótið hefst? Verða ársmiðarnir ekki afhentir fyrir mót?
TG
24.apríl 2013 kl.11:08
Það má vera öllum ljóst sem séð hafa hvernig grasvöllurinn okkar lítur út núna, að hann verður ekki notaður í fyrstu/fyrsta heimaleik - hvar verður þá leikið ?
Stefán
Vantar líf í síðuna 27.apríl 2013 kl.00:06
Er ekkert í gangi engin fundur með þjálfara ekkert verið að kynda undir rétt fyrir mót engin viðtöl við leikmenn á að fara sofandi inní mótið
Helgi KR
Vantar líf í síðuna 27.apríl 2013 kl.00:07
Er ekkert í gangi engin fundur með þjálfara ekkert verið að kynda undir rétt fyrir mót engin viðtöl við leikmenn á að fara sofandi inní mótið
Helgi KR
27.apríl 2013 kl.07:48
Hjartanlega sammála Helgi. Mér finnst vanta eitthvað. Fyrsti leikur á morgun á móti FH og ekkert í gangi. Ekkert frá félaginu sjálfu og ekkert frá stuðningsmönnum. Kvartað og kveinað af félaginu yfir því að stuðningsmenn hafi ekki komið á völlinn í fyrra en það er ekkert gert til að búa til stemningu. Óskiljanlegt.
Sbjorn
27.apríl 2013 kl.11:31
Það er búinn að vera deyfð yfir KR síðan haustið 2011 og það smitar.Vildi sjálfur vera duglegri að mæta á leiki en á því miður í erfiðleikum oft með það. Áfram KR
Vesturbæingur
28.apríl 2013 kl.10:48
Er ekki örugglega leikur í kvöld. Ég get ekki séð neina umfjöllun eða eitt eða neitt um leikinn neins staðar? Við erum jú að tala um leik sem skiptir máli. Meistarar meistaranna. Viljum við ekki þann titil?
Jón
28.apríl 2013 kl.18:07
hver er staðan á hópnum fyrir leikinn í kvöld?
David Winnie
28.apríl 2013 kl.22:28
Það vantar alla stemmningu í þetta eins og menn hafa verið að segja. Það á reyndar við íslenska boltann í heild sinni líka. Það er eins og landinn komist ekki í gírinn fyrr en evrópuboltinn er búinn. KR á hinsvegar að vera það stór klúbbur að hann á vera yfir þetta hafinn. Vandinn er bara sá að það eru allir að bíða eftir að næsti maður geri eitthvað til að rífa þetta í gang, en hann er að bíða eftir þér.
Vaxtaverkir

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012