Svara þráð

Spjall

Brilli2.mars 2013 kl.10:50
Mikið eru það ánægjulegar fréttir að Brilli sé að koma heim í KR. Þó hann sé ekkert unglamb þá er hann reynslubolti og í toppformi (skilst að hann hafi spilað næstum alla leiki með varaliði Reading í vetur). Það er frábært að fá þennan höfðingja aftur heim í Stórveldið. Velkominn Brilli!
Þórólfur
2.mars 2013 kl.15:25
Vertu velkominn Brilli. En, ég ætla rétt að vona að hann komi án þess að félagið eða stuðninngsmenn séu að borga eitthvað.Ef hann er að koma frítt = flott. En ef ekki = rugl! Ég ætla síðan að vona að Rúnar og Pétur setji hann ekki í liðið nema í ítrustu neyð. Annars gætu þeir alveg eins sett sjállfa sig í liðið.Í dag lítur liðið vel út með Andra og Bjarna í hafsent Mumma og Gunna í vinstri bakk Grétar í hægri ( Haukur þegar hann er klár) Jónas, Atla, Baldur á miðjunni, Óskar.Gary og Þorstein frammi. Hvern ætla menn að setja út ef Brilli á að vera í liðinu???
stuðningsmaður
2.mars 2013 kl.18:01
Frábært að hann komi og endi í stórveldinnu tek undir Stuðningsmanni ef Brilli er að koma án mikils til kostnaðar fyrir KR er þetta flott ef hann er að koma með miklum tilkostnaði er það rugl.Ps ekki nóg að vera með góða leikmenn til að ná árangri góð stjórn fjárhagur verður að vera ok aðstaða góð góður stuðningur og mórall þá næst árangur.Eru þessir þættir allir í lagi hjá KR?
Vesturbæingur
2.mars 2013 kl.19:33
Ljóst að KR verður erfitt viðureignar næsta sumar. Nú þegar eru þeir komnir í mid-season form, aka Ruddaform, og þeir verða bara betri með þessari viðbót. Held að liðið muni ekki finna mikið fyrir því ef Kjartan verður ekki með, breiddin er bara það mikil og miðjan (KR-miðjumennirnir, ekki stuðningsmennirnir...er hún til ennþá?) sú besta í deildinni, mögulega langbesta. Brilli mun líka fá alla aðra í kringum sig til að leggja sig meira fram. FH getur kvatt titilinn!
Vaxtavextir
3.mars 2013 kl.21:20
Varðandi hvaða þættir eru í lagi þá er sá þáttur sem við getum haft mest áhrif á framlag stuðningsmanna. Því hvet ég alla til að mæta vel á leiki liðsins í sumar, hverja af krafti og helst sameinast Miðjunni sem ég hef trú á að verði endurvakin með gömlum og nýjum meðlimum.
ábs
7.mars 2013 kl.09:16
Fagna komu Brilla, hann á eftir að brillera með KR !
Stefán
4.apríl 2013 kl.08:11
Hvernig er hann buinn að vera standa sig í Lengjubikarnum ??
Gamli

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012