Svara þráð

Spjall

Kjartan Henry18.febrúar 2013 kl.23:08
http://www.433.is/frettir/island/ovist-hvort-kjartan-henry-geti-spilad-naesta-sumar-gaeti-farid-i-adra-adger/ Þetta eru skelfilegar fréttir ef þær reynast sannar, erum við með nægilega vel mannað lið fram á við ef Kjartan Henry getur ekki spilað í sumar?
Stórveldið
18.febrúar 2013 kl.23:28
Erum með Óskar,Gary,Emil og Þorsteinn Má þokkalega settir fram á við. Er nokkur á lausu og á KR pening til að kaupa leikmenn?
Kaplaskjól
19.febrúar 2013 kl.10:11
Fyrir lið sem spilar í Evrópukeppni og ætlar helst alla leið í bikarnum samhliða deildinni finnst mér vafasamt að fara inn í mótið með einungis fjóra leikmenn í þrjár stöður fremst á vellinum. Hvort það séu borðleggjandi kostir í stöðunni er svo annað mál...
Stórveldið
19.febrúar 2013 kl.13:04
Inn með Steven Lennon ! Hann vill virkilega koma í KR.
Stefán
19.febrúar 2013 kl.15:10
Er algerlega ósammála ykkur ekki síst þar sem klúbburinn virðist ekki vaða í peningum. Við erum ekki bara með Þorstein,Gary,Emil og Óskar. Við erum líka með Atla og svo má ekki gleyma því að við eigum unga þokkalega leikmenn sem verða bara betri með tímanum. Mig langar síðan að hrósa mönnum fyrir að hafa náð í Andra.Frábær leikmaður og með fullri virðingu fyrir Grétari okkar, þá er Andri miklu betri fótboltamaður á allan hátt.Ég sé ekki að það þurfi að bæta nokkrum manni í hópinn eftir að Andri kom.
NN
25.febrúar 2013 kl.20:34
Alveg ljóst að það yrði svakaleg blóðtaka fyrir okkur ef Kjarri verður ekki neitt með í sumar. Algjör lykilmaður í okkar leik og að mínu mati ekki neinn í liðinu sem getur leyst hann af hólmi. Ég veit vel að við erum með efnilega stráka þarna inn á milli, en kjarri er einn allra hæfileikaríkasti leikmaður deildarinar og hreinlega ekki hægt að ætlast til af þessum strákum að koma í hans stað. Ef þetta er satt þá held ég að Rúnar og stjórnin ættu að huga í alvöru að því hvort styrkja þurfi liðið fremst á vellinum.
Stebbi
26.febrúar 2013 kl.11:11
Þurfum ekki fleiri leikmenn. Verðum með næstum ósigrandi lið í sumar! Hannes Haukur Andri - Bjarni Mummi Baldur - Jónas Atli Emil Óskar Gary Bekkur: Gunni,Emil,Alex,Aron,Bjössi,Egill,Torfi
26.febrúar 2013 kl.11:19
Þarf að hlaða inn leikmönnum þó að Kjartan verði frá er ekki nær að nota þá leikmenn sem eru til staðar.Ef Bjössi verður loks heill getur hann leikið frammi.
Raunsær
27.febrúar 2013 kl.20:46
Sammála því að Bjössi gæti mögulega leyst stöðu framarlega á vellinum. Hins vegar efast ég um að það muni virka að vera með hann á hægri vængnum eins og Kjarri hefur oft spilað og leyst frábærlega. Ef við ætlum að spila til sigurs í sumar þá þurfum við lið sem hefur burði í það. Og þá er ég ekk bara að tala um 11 leikmenn. Við gætum þurft að styrkja okkur þó svo hópurinn sé ágætur. Öll lið hugsa sinn gang þegar þeirra allra sterkustu leikmenn falla út.
Stebbi
28.febrúar 2013 kl.12:30
Emil Atlason hefur ekki leikið síðustu 2 leiki er hann meiddur?
Raunsær

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012