Svara þráð

Spjall

Leikur í gær12.febrúar 2013 kl.14:48
Var einhver á leknum í gær? Hvernig leit þetta út fyrir mönnum? Hverjir voru heitir og hverjir voru kaldir?
Vaxtavextir
12.febrúar 2013 kl.15:49
Ætlaði að fara en komst ekki sem betur fer. Skammarlegt tap hjá KR og ekkert annað !!! Ég vil óska núverandi Reykjavíkurmeisturum til hamingju með titilinn.
Stefán
12.febrúar 2013 kl.17:30
Óska Leiknismönnum með hamingju með sigurinn man 1988 þegar KR vann þennan titill hvað manni fannst þetta stórt eftir 10 ára titillaust ár hjá stórveldinnu og samgleðst með Breiðhyltingum. Sá leikinn á Sporttv fannst varnarleikurinn á köflum slakur sértaklega Gunnar Þór og skildi ekki afhverju Grétar var tekinn útaf.Hvernig hefur Andri staðið sig í miðverðinum í leikjunum sem hann hefur leikið? fannst Atli standa sig vel eins Baldur.Græt ekki þó þessi titill hafi farið sigur á Reykjavíkurmóti hefur sjaldan verið góður fyrirboði fyrir sumarið.
Vesturbæingur
12.febrúar 2013 kl.18:42
Ekki vill ég leggja mat á leik manna á þessu undirbúningsmóti annað en að Baldur Sig má fara nýta færin sín töluvert betur. Hvað úrslit varðar þá held ég að fótboltalega séð þá hafi verið gott fyrir Leiknismenn þar sem það gaf þeim mikið en hefði ekki skipt okkur neinu máli annað en að byggja upp sjálfstraust. Mig langar ekki að tala um dómgæsluna en dómarinn er klárlega líka á undirbúningstímabilinu. Hér eru svo tveir linkar sem áhugavert er að skoða: http://twitter.com/oryggismidstod/status/301254507017416704 http://www.sporttv.is/Alltefnid/Efni/790
Damus7
Fagmennska12.febrúar 2013 kl.23:19
Þokkalegur fagmaður sem Vesturbæingur er að geta munað eftir 1988. Skemmtileg tilbreyting frá fólki sem virðist bara muna tvær vikur aftur í tímann. En það er greinilegt að Leiknir er núna Hollywood Íslands, að gleyma bikarnum í sundlaug,..það er fagmennska og glerhart!
Vaxtavextir
KR13.febrúar 2013 kl.12:46
Get ekki verið sammála, þetta var Reykjavíkumótið for crying out loud. Ekkert glerhart að stelast inn í sundlaug og gleyma bikar eftir sigur á æfingamóti. Í besta falli vandræðalegt fyrir Leikni. Hvað er síðan málið með það að titla sig stolt Breiðholts ? Ekki er nú um auðugan garð að grisja í samkeppninni og ég get ekki betur séð að bæði lið séu á svipuðum stalli. Þó ÍR hafi nú ólíkt nágrönnum sínum náð að spila tvisvar í efstu deild....
Loki
13.febrúar 2013 kl.16:07
Skil þig sum part Loki. En sjáðu kommentið hjá Vesturbæingi ofar um árið 1988 þegar KR hafði ekki unnið titill í 10 ár, það þótti sumum stór titill. Margfaldaðu það með 4 og þá ertu kominn með gleði Leiknis=stelast inní sundlaug og gleyma bikar. Seasonið byrjar vel finnst mér.
Vaxtavextir
Steven Lennon15.febrúar 2013 kl.09:26
Er ekki bara málið að fá drenginn í Stórveldið ? Sé allavega ekki að honum verði vært í Fram með formann knattspyrnudeildar að skíta hann út í fjölmiðlum. Enginn hjá Fram hefur reyndar úr háum söðli að detta og bara hlægilegt að sjá menn þar á bæ útkljá innanhúsmál í fjölmiðlum.
Stefán
15.febrúar 2013 kl.09:36
Við höfum nákvæmlega ekkert með þennan dreng að gera. Okkur vantar ekki sóknarmann og þá alls ekki miðjumann. Ef eitthvað er að angra okkur er það vörnin. Mér heyrist að það vanti frekar peninga en hitt í okkar klúbbi svo það væri fásvinna að kaupa Lennon.
NN
15.febrúar 2013 kl.13:19
Steven Lennon er klárlega einn besti leikmaðurinn sem leikur hér á landi og ég myndi alla daga taka því fagnandi ef við næðum að semja við hann. Auk þess er hann ungur og því framtíðarsöluvara í sjálfu sér, ef við förum út í þá sálma. Það væri því alls engin fásinna að kaupa Lennon.
Stebbi
15.febrúar 2013 kl.13:57
Gæinn er að ná sér af slæmum meiðslum, rífst opinberlega við sitt félag og skoraði ekki einu sinni það mikið fyrir Fram. Sé meira vesen en eitthvað annað með þennan strák. Er ekki KR líka þokkalega settir með strikera?
Vaxtavextir
15.febrúar 2013 kl.14:20
Okkar strikerar geta líka meiðst og það sást líka seinni hluta síðasta tímabils að KR mátti alls ekki við því að missa menn út - leikur liðsins hrundi gjörsamlega þegar ( ekki nógu sterkir ) varamenn fóru að koma inn í meira mæli
Stefán
Farsi18.febrúar 2013 kl.14:09
Er virkilega stemmning fyrir því að fá svona farsa í KR: http://visir.is/lennon-fekk-afsokunarbeidni-formannsins/article/2013130219049
Vaxtavextir

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012