Svara þráð

Spjall

28.janúar 2013 kl.09:39
Grétar Sigfinnur farinn og strax tap á móti Fjólni í Reykjavíkurmótinu ? Eins gott að menn ,, girði sig í brók " fyrir leikinn gegn ÍR.
Stefán
28.janúar 2013 kl.12:41
Rólegur á að hann sé farinn, Sat á bekknum allann leikinn nema þá að ég hafi verið að sjá ofsjónir..... Svo er þetta meira sem að ég bjóst við að honum http://fotbolti.net/news/28-01-2013/gretar-sigfinnur-miklu-meiri-moguleiki-ad-eg-verdi-afram-hja-kr
KRfan#1
28.janúar 2013 kl.12:53
Ef Grétar er jafn góður og gegn KR-ingur og hann segist vera þá lætur hann hagsmuni félagsins ganga fyrir sínum hagsmunum. Það munu allir virða hann fyrir það. Það er staðreynd að það er farið að hægjast á honum og hann hefur verið mikið meiddur. Það er alveg ljóst að það borgar sig ekki að vera með slíkan mann á launaskrá næstu tvö árin, sérstaklega þegar félagið er að fá leikmenn sem eru klárlega að styrkja liðið. Grétar er ekki mikilvægari en KR og það veit hann best líka.
Elli
28.janúar 2013 kl.17:30
Burt séð frá því hvort Grétar verður áfram eða ekki setur maður stórt spurningarmerki við hvort að rétt sé að fá Brilla aftur.Hann hefur lítið leikið síðustu 2 árin og er á 38 aldursári.
Vesturbæingur
28.janúar 2013 kl.19:07
Elli þessi skilaboð eru með þeim skrítnari sem ég hef lesið. Ég vona svo innilega að Grétar sýni þér ,og þeim sem hafa smitað þig með þessari skoðun, afhverju Grétar er búinn að vera aðal maðurinn í vörn KR. Þegar við erum farnir að senda góða og gallharða KR-inga í burtu þá get ég alveg eins farið og stutt Fylki.
Damus7
28.janúar 2013 kl.21:09
Grétar er flottur karakter og góður leikmaður. Hins vegar hefur hann veikleika sem önnur lið hafa nýtt sér til hins ýtrasta. Er það sérstaklega þegar við KR-ingar erum með boltann sem þetta kemur í ljós, enda vill Rúnar reyna að spila boltanum út úr vörninni. Mér finnst Rúnar alveg koma heiðarlega fram í þessu og Grétar segir það sjálfur að það sé í sjálfu sér ekkert óheiðarlegt hvernig KR er að koma fram. Ég treysti Rúnari og félögum fullkomlega og til að taka ákvarðanir um liðið. Sömuleiðis styð ég Grétar af fullum hug ef hann vill vera áfram og berjast fyrir sæti sínu.
Stebbi
28.janúar 2013 kl.23:36
@Damus7 Var ekki Maggi Lú sendur í Val án þess að þú sért komin í Fylki? Skil ekki alveg þessi rök hjá þér. Grétar er góður leikmaður en við erum að fá sterkari menn í hans stöðu og eðlilegt að leiðir skilji. Frekar dýr leikmaður til að hafa bara á bekknum ef út í það er farið.
Elli
29.janúar 2013 kl.08:13
Af virðingu við vissa aðila þá ætla ég að sleppa því að svara þessu fullum hálsi en ég get þó sagt þér Elli að ég er ekki sáttur að Maggi Júdas hafi endað sinn feril annarstaðar en hjá KR.
Damus7
Kr29.janúar 2013 kl.20:18
Loksins er spjallid komið i gang það þurfti bara einna frétt til að starta einhverri umræðu hérna þetta er örugglega bara leikrit hjà rúna og grétari. :)
Jói
30.janúar 2013 kl.00:27
Maggi Júdas???? Hann fór núna frá KR því KR vildi ekki hafa hann áfram
EK
Hugmynd allir græða1.febrúar 2013 kl.12:02
1.Grétar lánaður í KV 2.Tekur á sig 50% launalækkun og Bjössi Berg reddar honum vinnu á móti. 3.KR getur kallað hann til baka í júlí ef þeir eru í rugli. Allur vesturbærinn græðir.
Gestur
27.febrúar 2013 kl.21:25
Grétar virðist vera breytast í markamaskínu. Skorar í öllum leikjum nánast. Halda svona mönnum.
Kristján

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012