Svara þráð

Spjall

Útlegð?19.janúar 2013 kl.13:38
Ég er að velta fyrir mér hvort einhverjir af helstu stuðningsmönnum KR hafi verið settir í útlegð, allavega á spjallinu. Nú var KR að vinna Val en enginn segir neitt. Hvar er Damus, hvar Cantona, hvar eru....allir? Er komið eitthvað Facebook-spjall þar sem allir hanga?
Vaxtavextir
19.janúar 2013 kl.15:24
Já hvar eru allir? En "Vaxtavextir" hvað fannst þér um leikinn? Mér fannst hann bara nokkuð góður. Nokkrir leikmenn að spila mjög vel og þá kannski sérstaklega þeir sem lítið fengu að spila í fyrra. Þorsteinn og Atli að spila mjög vel og þá var Jónas nokkuð góður og Mummi sömuleiðis. Gary alltaf duglegur og Gunni á uppleið. Aðrir svona upp og ofan.
NN
19.janúar 2013 kl.22:46
Hefur ekki alltaf verið rólegt í janúar á þessari spjallsíðu? Hérna er svo leikurinn http://www.sporttv.is/Alltefnid/Efni/739
Damus7
20.janúar 2013 kl.15:44
Málið er að það er janúar. Mikilvægara er að stuðningsmenn KR verði virkir í vor og sumar - það vantaði sárlega í fyrra. Það er ekki vandamál að menn nenni ekki að skrifa á síðuna í janúar, það er hins vegar vandamál ef KR-ingar taka sumarbústaðinn fram yfir deildarleik nema að verið sé að spila gegn FH, ÍA, Val eða FRAM. Við skulum toppa á réttum tíma, stuðningsmenn og liðið.
ábs
20.janúar 2013 kl.21:47
Vona að þið hafið rétt fyrir ykkur og að menn muni koma meira hérna og taka þátt þegar nær dregur móti. Þó er ég ekkert alltof bjartsýnn á það, þetta var frekar rólegt síðast sumar, maður hefði haldið að lið sem á flesta stuðningsmenn landsins gæti sýnt þessu meiri áhuga á netinu, allt árið um kring. Varðandi leikinn þá komst ég ekki á hann. En skilst að þetta hafi verið nokkuð jafnt. Af því sem ég hef heyrt og séð voru Valsmenn kannski ívið sterkari framan af en KR samt allt hættulegir. Gott að Rúnar sé að rúlla á öllum mannskapnum og sýna að allir eigi sjens á að vinna sér inn sæti.
Vaxtavextir
21.janúar 2013 kl.01:44
Rúnar notaði eina skiptingu í leiknum þannig hann var ekki beint að "rúlla á öllum mannskapnum"
Janus
25.janúar 2013 kl.17:08
Málið er samt að spjallið hefur ekki verið jafn virkt síðan gamla spjallið var lagt af.. af einhverjum völdum.
KR_ERU_BESTIR

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012