Svara þráð

Spjall

Hannes Þór Halldórsson 22.desember 2012 kl.12:11
Er Hannes Þór Halldórsson á leið til Danmerkur í vetrarfríið?Hvers vegna í æ rúnar?
Jørn Ege
23.desember 2012 kl.11:37
Skiptir ekki máli hvort Hannes verður áfram eða ekki kr verður ekki í toppbáráttu næsta sumar fh VALUR stjarnan og breiðablik berjast um sigurinn næsta sumar.
Balli
Valur?27.desember 2012 kl.22:13
Ertu klikkaður? Shutthefuckup
thor
13.janúar 2013 kl.00:19
Balli er náttúrulega eitthvað ringlaður. Valur verður í fyrsta lagi í ekki í toppbarráttu, vantar einfaldlega of mikið upp á gæðin í liðinu. Stjarnan gæti verið gott lið og FH er alltaf gott en veit ekki með Breiðablik. Og KR verður í topp 3, alveg sama hver er í markinu.
Vaxtavextir
13.janúar 2013 kl.10:52
En hvernig fór æfingaleikurinn í gær? Engin umfjöllun. Hrikalega finnst mér dapurt hvernig félagið stendur sig í að viðhalda áhuga stuðningsmanna. Það var smá lífsmark hérna rétt fyrir jól en félagið sem slíkt gerir andskotann ekki neitt.Það er lágmark að koma með fréttir af leikjum og uppfæra heimasíuðuna. Þar eru t.d. skráðir leikmenn frá 2011 ennþá. Ekki enn búið að taka út þá sem eru farnir eða setja leikmenn inn sem komu fyrir meira en ári.
13.janúar 2013 kl.12:11
@Vaxtavextir.Kíktu á leikmannahóp Vals og afhverju í ósköpunum sækja allir gæðaleikmenn að komast í Val í dag?
BALLI
13.janúar 2013 kl.14:55
@Balli. Það eru alveg góðir leikmenn í Val, eins og í öllum liðum reyndar en það eru stór spurningamerki við margar stöður. Markmaðurinn t.d. var var vandræðastaða í fyrra og það á alveg eftir að koma í ljós hvort Fjalar geti staðið sig eftir að hafa verið á bekk undanfarin misseri, kallinn er farinn að eldast. Vörnin er mikið endurnýjuð og þó Stefán Ragnar sé kominn þarf meira til og hann gæti farið hvenær sem er. Rúnar á miðjunni gæti líka farið og þá er orðið fátt um fína drætti. Svo þurfa þeir á því að halda Takefusa haldist heill og miðað við undanfarin ár er það ólíklegt. KR (því þetta er þeirra spjall) hefur t.d. mun meiri breidd og þola skakkaföll. Markmannsstaðan er kannski mesta spuringarmerkið en annars staðar eru þeir settir. KR ætti að vera í titilbaráttu en Valur verður í endurnýjun og ættu að stefna að því komast í góða stöðu fyrir 2014.
Vaxtavextir
14.janúar 2013 kl.00:06
Sammála ónefndum að það þarf að setja miklu meiri kraft í síðuna núna á nýju ári. Hækkandi sól framundan og maður er byrjaður að telja niður dagana í aðalmótið. Koma svo...
Vaxtavextir
23.mars 2013 kl.14:18
Er það ekki alveg bókað mál að Hannes er að fara í eitthvað erlent félag fyrr en seinna. Svona miðað við hvernig maðurinn er að standa sig í landsleikjum. Kæmi ekki á óvart að það gerist fyrir tímabilið eða á meðan því stendur.
Kristján Guðmundsson
23.mars 2013 kl.19:33
Það gengur auðvitað ekki að hann yfirgefið liðið fyrir mót eða á miðju móti. Úr því sem komið er ber KR skylda til að halda honum út september. - En gaman væri ef Hannes kæmist í atvinnumennsku, þessi tímasetning finnst mér hins vegar ekki koma til greina.
ábs
27.mars 2013 kl.20:08
Ef Hannes vill fara út þá fer hann út og KR á ekki og mun ekki standa í vegi fyrir því. Það er mín skoðun að ef Hannes ætlar að vera byrjunarlandsliðsmarkmaður til frambúðar þá verður hann að fara út til að vaxa. Ef KR stendur í vegi fyrir atvinnumennsku hans eða eins og ábs segir "KR ber skylda til að halda honum út september" mun það bara skapa úlfúð innan liðs og utan. Landsliðið og hagur þess á að vera í forgangi og sérstaklega núna þar sem liðið á raunhæfan sjens í riðlinum, og Hannes á sinn þátt í því. Klúðrið hjá KR er helst að hafa misst Fjalar, alvöru varamarkmann þegar það er í kortunum að liðið missi Hannes.
Vaxtavextir
1.apríl 2013 kl.15:21
Ekkert bendi til að Hannes sé að fara frá félaginu núna í vor. Hans vegna vona ég að hann komist í atvinnumennsku í haust. Það væri algjörlega ótækt að missa aðalmarkvörð liðsins rétt fyrir mót eða á miðju móti. Þeir sem hugsa þannig að það sé allt í lagi þykir ekki tiltökumál að bíða eftir Íslandsmeistaratitli. Við biðum hins vegar í 8 ár eftir titli sem kom 2011 og vorum síðan langt frá því að verja hann í fyrra. Vilja menn að FH sé aðalliðið á Íslandi eða KR?
ábs
1.apríl 2013 kl.18:41
KR er betur statt í markmannsmálum en öll önnur félög í deildinni. Við erum með "starting" markmenn A landsliðsins og 21 árs landsliðsins. Í fyrsta lagi þá mun KR ekki standa í vegi fyrir að Hannes fari út ef það stendur honum til boða frekar en öðrum leikmönnum, svo framarlega sem KR fær gott tilboð. Ástæðan fyrir því að KR lét Fjalar fara er einfaldlega vegna þess að Rúnar Alex er tilbúinn til að stíga inn í liðið ef Hannes fer. Það er mun gáfulegra að láta markmann 21 árs landliðsins í markið fyrir Hannes heldur en Fjalar sem er að nálgast lokin á sínum ferli. Rúnar Alex er einfaldlega næst besti markmaður landsins í dag og því fyrr sem hann fær að spila reglulega í efstu deild því betra.
Binni
1.apríl 2013 kl.19:54
Rúnar Alex tekur við ekki spurning er efnilegasti markvörður sem við eigum.Ef að KR fær gott tilboð í Hannes fær hann sjálfsögðu að fara.
Vesturbæingur
1.apríl 2013 kl.21:57
Tímasetningin á þessum sætaskiptum væri í haust, mjög vont ef hún yrði í rétt fyrir mót eða á miðju tímabili.
ábs
2.apríl 2013 kl.00:11
Ósammála ábs - það skiptir að mínu mati ekki máli hvenær þetta gerist, ef eitthvað er þá er Rúnar Alex betri með fótunum og í úthlaupum og því öryggari fyrir aftan vörnina þó að Hannes sé reynslumeiri og sennilega betri milli stanganna. Við erum einfaldlega með tvo bestu markmenn landsins og skiptir ekki öllu hvor spilar, hafa báðir sína kosti og galla.
Binni

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012