Svara þráð

Spjall

Veigar Pál í KR19.nóvember 2012 kl.15:51
Veigar Páll er að koma heim. Hann virðist heitari fyrir Stjörnunni en hann vill líka fá sæmilega borgað. Hann átti frábæran tíma í KR, þar vann hann titla, og ég held að hann sé frábær kostur fyrir okkur. Vona að stefnan verði sett á að landa þessum frábæra sóknarmanni.
ábs
Veigar Páll í KR19.nóvember 2012 kl.21:07
Rólegur Veigar
doddo
19.nóvember 2012 kl.21:27
Við vitum að honum langar í Garðabæinn, en hann á nokkur góð ár eftir og á rétt á því að fá ágætis laun fyrir þau. Við ættum klárlega að gera allt í okkar valdi til að fá hann. Veigar í KR. Hann getur eytt ævikvöldinu í Garðabæ, en það er ekki kominn tími á það enn.
ebenes
Veigar í KR19.nóvember 2012 kl.22:46
Vertu àvalt velkominn meistari Veigar
Jói
20.nóvember 2012 kl.12:53
Við stuðningsmenn KR myndum klárlega fagna Veigari Páli.
Stefán
20.nóvember 2012 kl.13:52
Við höfum nákvæmlega ekkert með hann að gera.
Jón
20.nóvember 2012 kl.15:38
Af hverju ættum við að eyða peningum í leikmann sem er orðinn leiður á fótbolta. Þar fyrir utan eigum við ekki síðri leikmenn í senterinn nú þegar.Ef við höfum efni á einhverju þá vantar helst miðvörð en ekki senter eða miðjumann ( og auðvitað markamann ef Hannes fer)
20.nóvember 2012 kl.23:01
Tvær pælingar: 1) Var ekki viðskilnaðurinn við KR á sínum eitthvað leiðinlegur? 2) Hefur KR efni á honum?
Vaxtavextir
29.nóvember 2012 kl.11:45
Veigar Páll fór í uppeldisfélagið Stjörnuna, en nú er Brynjar Björn hinsvegar alveg tilbúinn að koma heim í uppeldisfélagið í Vesturbænum. Hvað segið þið um það ?
Stefán
29.nóvember 2012 kl.14:37
Brynjar er að mínu mati alls ekki leikmaðurinn sem okkur vantar ( ef okkur vantar einhvern á annað borð). Okkur vantar hugsanlega hraðan miðvörð. Annars sé ég ekki annað en að við séum ágætir í öllum stöðum og þá með Bjarna herforingja í miðverði með Grétari og Aron til vara. Vel mannaðir í öðrum stöðum.

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012