Svara þráð

Spjall

MaggiLú30.október 2012 kl.15:39
Maggi Lú farinn, hverjir verða eiginlega eftir
Björgvin
30.október 2012 kl.15:48
Allavega Bjarni Guðjóns.
Stefán
30.október 2012 kl.16:15
Er ekki verið að skera niður hjá KR?
Bjarni
31.október 2012 kl.08:39
Ef það er verið að skera niður, þá er vonandi að við fáum inn verulega góða yngri leikmenn úr KR
Stefán
31.október 2012 kl.11:44
Fer að hafa verulegar áhyggjur af næsta keppnistímabili, á meðan önnur lið styrkja sig í gríð og erg með kaupum á flottum leikmönnum skeður ekkert hjá KR og það sem verra er menn fara þaðan í "stórum stíl" Viktor Bjarki, Fjalar markvörður og nú Maggi Lú sem kemur á óvart. Stóra spurningin finnst mér hvort Hannes og/eða Óskar fara erlendis, þá yrði skaðinn all verulegur, sýnist við líka vera búnir að missa af Lennon sem hefði nýst vel með Martin held ég, en er annars ekkert að frétta ??
Kalli
31.október 2012 kl.12:01
er það nokkuð launungarmál að knattspyrnudeildin er orðin skítblönk í dag ?. Stjórnin fór einfaldlega alltof geyst í sumar og árin þar á undan. Einnig er einfldlega nauðsynlegt úr þessu að selja Óskar Örn út. Annars eru tækifæri í þessu, í fyrsta skipti í einhverja áratugi gætum við fengið að sjá unga KRinga fá tækifæri.
LH
31.október 2012 kl.13:57
Hvað það vandamál varðar þá höfum við sennilega aldrei haft úr eins fáum ungum strákum að velja og núna. Til að mynda í öðrum flokki í dag er enginn sem er efni í lykilmann í meistaraflokki, því miður. Þetta eru meira og minna aðkomustrákar sem hafa ekki burði til þess að spila með meistaraflokki. Rúnar Alex á framtíðina fyrir sér en okkar efnilegustu strákar eru í 3. flokki.
bubbi
31.október 2012 kl.14:51
LH, ert þú að fara með algjörlega rétt mál - hefur þú áreiðanlegar heimildir fyrir þessum skrifum ? Sjálfur þekki ég ekki hvarnig peningastaðan er og spyr því.
Stefán
31.október 2012 kl.15:28
Enda set ég þetta upp sem spurningu. Sterkur orðrómur er um þetta, auk þess sem seinustu vikur benda sterklega til þess. Fjalar markvörður segjir að KR hafi ekki haft bolmagn til þess að halda tveimur markvörðum, Maggi Lú er farinn sem og Viktor, þessir menn fara þar sem samningar þeirra þykja væntanlega of háir. Einnig hefur það komið fram að reynt eigi að semja um nýja samninga við núverandi leikmenn. Held að það þurfi engan snilling til að sjá það út að staðan er ekkert frábær. Enda hefur þessi atvinnumennska sem haldin hefur verið úti seinustu ár verið gjörsamlega út úr takti við félagið.
L.H
31.október 2012 kl.17:02
Rólegir! Við erum með frábæran hóp sem á eftir að snýta þessu liði sem heldur annað. Hannes Haukur Bjarni Grétar Mummi Jónas Atli Baldur Kjartan Óskar Gary Bekkur: Alex Þorsteinn Emil Gunni Egill Dofri Björn
NN
31.október 2012 kl.20:22
Erum með góðan hóp eina spurning er með Hannes hvort hann verður áfram þá verður að finna reyndan markvörð til að fylla það skarð hugsanlega nýjan miðvörð.Miðjumenn og sóknarmenn erum við velsettir. Held að stjórnarmenn séu að gera hárétt verið er að minnka launakostnaðinn sem hefur verið um 45-50% af tekjum.Peningastaða Knattspd KR samkv síðasta ársreikningi var þokkaleg veit ekki hvernig þetta ár er. Áfram KR
Vesturbæingur

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012