Fréttir

Öruggur sigur á Blikum í æfingaleik

KR mætti Blikum í æfingaleik í Fífunni í Kópavogi fyrr í dag. KR-ingar léku afbragðs vel í leiknum og unnu öruggan 3-0 sigur. Það voru Þorsteinn Már Ragnarsson, Gary John Martin og Pálmi Rafn Pálmason sem skoruðu mörk KR í leiknum.
 
Pálmi Rafn opnaði í dag markareikning sinn fyrir KR, en hann Sören Fredriksen, Rasmus Christiansen og Skúli Jón Friðgeirsson léku í dag sinn fyrsta leik fyrir KR á tímabilinu. 
 
Stefán Logi Magnússon gerði sér lítið fyrir og varði vítaspyrnu undir lok leiksins.
 
Lið KR í leiknum var þannig skipað: Stefán Logi Magnússon - Gunnar Þór Gunnarsson, Skúli Jón Friðgeirsson, Grétar Sigfinnur Sigurðarson (Rasmus Christiansen '55), Aron Bjarki Jósepsson - Jónas Guðni Sævarssn (Björn Þorláksson '75), Almarr Ormarsson (Kristinn Jóhannes Magnússon '45) - Sören Fredriksen (Atli Hrafn Andrason '70), Pálmi Rafn Pálmason, Gary John Martin - Þorsteinn Már Ragnarsson (Kristófer Eggertsson '50) (Leifur Þorbjarnarson '80).
 
Guðmundur Andri Tryggvason, Atli Sigurjónsson, Hrannar Einarsson, Gonzalo Balbi og Aron Gauti Kristjánsson tóku ekki þátt í leiknum í dag vegna meiðsla. 
 
Næsti leikur KR er svo á föstudaginn 6. mars þegar liðið mætir Fram í Lengjubikarnum. 
 

lesa meira

Tveir leikmenn úr KR í úrtakshópi U-21 árs landsliðsins

Tveir KR-ingar hafa verið valdir í úrtakshóp U-21 árs landsliðsins sem æfa mun í Kórnum í Kópavogi um næstu helgi. 
 
Þetta eru þeir Júli Karlsson og Leifur Þorbjarnarson sem báðir eru fæddir árið 1996.
 
KRReykjavik.is óskar þessum mætu köppum til hamingju með valið og góðs gengis á æfingunni um helgina.  

Lesa frétt

Átta leikmenn úr KR í úrtakshópum U-17 og U-19 landsliðanna

Átta KR-ingar hafa verið valdir til æfinga hjá úrtakshópum U-17 og U-19 ára landsliðanna. Eftirtaldir leikmenn munu æfa með úrtakshópum landsliðanna um næstu helgi. 
 
Guðmundur Andri Tryggvason, Jakob Eggertsson, Bjarki Leósson, Mikael Harðarson, Atli Hrafn Andrason og Oliver Dagur Thorlacius eru í úrtakshópi U-17 ára landsliðsins.  
 
Þá hafa Bergþór Snær Jónasson og Hörður Fannar Björgvinsson verið valdir í úrtakshóp U-19 ára landsliðsins. 
 
KRReykjavik.is óskar þessum leikmönnum til lukku með valið og óskar þeim góðs gengis á æfingunum um næstu helgi. 

Lesa frétt

Guðmundur Reynir lék sinn fyrsta leik fyrir Ólsara

Guðmundur Reynir Gunnarsson lék sinn fyrsta leik í dag eftir að hafa smellt skónum sínum á hilluna eftir tímabilið í fyrra. Guðmdundur Reynir var í byrjunarliði Víkings Ólafsvíkur sem gerði jafntefli við Þrótt í fyrsta leik sínum í Lengjubikarnum. 
 
Mummi gekk eins og kunnugt er til liðs við Ólsarana á lánssamningi frá KR í síðustu viku og er nú byrjaður að leika með þeim bláu. 
 
Í liði Víkings Ólafsvíkur í dag var einnig Ingólfur Sigurðsson fyrrum leikmaður KR. Egill Jónsson og Torfi Karl Ólafsson sem einnig gengu til liðs við Viking Ólafsvík frá KR á þessu tímabili léku ekki með í dag vegna meiðsla. 
 

Lesa frétt

Baldur lék allan leikinn í sigri Sönderjyske í dag

Fyrrum fyrirliði KR liðsins, Baldur Sigurðsson, lék allan leikinn með danska liðinu Sönderjyske í fyrsta leik liðsins eftir vetrarhlé. Sönderjyske mætti Hobro á heimavelli sínum Sydbank Park og voru lokatölur í leiknum 1-0 fyrir Sönderjyske.
 
Baldur gekk til liðs við Sönderjyske frá KR um áramótin og var þetta fyrsti leikur Baldurs fyrir félagið í Superligunni.
 
Sönderjyske komst með sigrinum upp í sjöunda sæti Superligunnar með 23 stig eftir átján umferðir. 
 
Baldur lék í stöðu hægri bakvarðar í leiknum í dag sem er staða sem við KR-ingar erum ekki vanir að sjá Baldur spila. Baldur stóð sig með stakri prýði í leiknum og sýndi það og sannaði hversu fjölhæfur leikmaður hann er. 
 
KRReykjavik.is óskar Baldri til lukku með frumraun sína með danska liðinu og óskar honum góðs gengis í framhaldinu. 

Lesa frétt

KR-TV

 

 

 
 

Næsti leikur

KR-Fram

Lengjubikarinn

Egilshöllin

Föstudagurinn 6. mars klukkan 19.00

Pepsi deildin

 
 1. Stjarnan
 22  15  7  0  42-21  52
 2. FH  22  15
 6
 1  46-17  51
 3. KR
 22
 13  4  5  40-24  43
 4. Víkingur
 22  9  3  10  25-29  30
 
 

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012