Fréttir

Torfi Karl í Víking Ólafsvík

Miðjumaðurinn Torfi Karl Ólafsson hefur gengið til liðs við Víking Ólafsvík. Torfi Karl var á láni frá KR hjá Ólsurunum árið 2012 og hjálpaði liðinu að komast upp í efstu deild. 
 
Torfi sleit krossband í janúar á þessu ári og var því ekkert með KR liðinu í sumar. 
 
KRReykjavik.is óskar Torfa góðs gengis í Ólafsvík og vonast til að sjá hann á knattspyrnuvellinum sem fyrst. 
 

lesa meira

Óskar Örn áfram í Vesturbænum

Óskar Örn Hauksson skrifaði í gærkvöldi undir nýjan samning við KR og eru þetta mikil gleðitíðindi fyrir okkur KR-inga. Samningur Óskars Arnar við KR gildir til þriggja ára. 
 
Óskar skoraði sex mörk í 25 leikjum fyrir KR í deild og bikar á síðastliðnu tímabili og skaust með þessum mörkum og leikjum sínum í 5. sæti yfir leikjahæstu leikmenn KR frá upphafi og 12. sæti yfir markahæstu leikmenn félagsins frá upphafi. 
 
 
 

Lesa frétt

Baldur skoraði fyrir varalið SönderjyskE

Baldur Sigurðsson, fyrirliði KR liðsins, er þessa dagana staddur við æfingar hjá danska úrvalsdeildarliðinu SönderjyskE. Baldur lék með varaliði félagsins gegn varaliði Velje og skoraði eitt marka liðsins í 4-1 sigri.
 
Baldur skrifaði nýverið undir nýjan fjögurra ára samning við KR og þarf Sönderjyske því að kaupa kappann eða fá hann lánaðan ef áhugi er á að tryggja sér þjónustu fyrirliða vor. 
 
Hallgrímur Jónasson leikur með SönderjyskE, en Hallgrímur og Baldur voru liðsfélagar hjá Keflavík á sínum tíma. SönderjyskE situr í sjöunda sæti Superligunnar með þrettán stig eftir ellefu leiki.
 
KRReykjavik.is óskar Baldri góðra stunda á danskri grundu og vonar að hann haldi áfram að þenja danska netmöskva eins og honum einum er lagið. 
  

Lesa frétt

Lalo efnilegastur og Haukur Heiðar og Gary Martin bestir

Lokahóf meistaraflokks karla hjá KR fór fram í KR heimilinu í gærkvöldi. Kvöldið var afar vel heppnað og áttu þjálfarar, leikmenn og aðstandendur liðsins saman huggulega kvöldstund. 
 
Veittar voru viðurkenningar fyrir efnilegasta og bestu leikmenn tímabilsins. 
 
Gonzalo Balbi varð fyrir valinu sem efnilegasti leikmaður tímabilisins og Haukur Heiðar Hauksson og markakóngurinn Gary Martin voru valdir bestu leikmenn tímabilsins. 
 

Lesa frétt

Gary Martin með þrennu og markakóngstitil

Lokaleikur KR í Pepsi-deildinni í ár snerist upp í hátíð Gary Martins. Hann skoraði þrennu í leiknum og tryggði sér markakóngstitilinn, 13 mörk. Hann var jafnframt valinn maður leiksins og á myndinni sést hann taka við verðlaunum úr hendi fulltrúa KR-klúbbsins.

Lesa frétt

KR-TV

 

 

 
 

Næsti leikur

 

 

Pepsi deildin

 
 1. Stjarnan
 22  15  7  0  42-21  52
 2. FH  22  15
 6
 1  46-17  51
 3. KR
 22
 13  4  5  40-24  43
 4. Víkingur
 22  9  3  10  25-29  30
 
 

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012