Fréttir

Gallsúr vonbrigði

Það var eitthvað ekki eins og það átti að vera frá byrjun stórleiks KR og Breiðabliks í kvöld. Maður fann það fyrst í stúkunni. Þrátt fyrir að áhorfendur væru yfir 2000 í kvöld og yfir 20 væru í Miðjunni var stemningin léleg. Þeir sem höfðu sig í að byrja lög eða hvatningarhróp heyrðu fljótt að aðeins lítið brot af stúkunni tók undir. Af einhverjum ástæðum voru allir stressaðir á þessum leik og leikgleði innan sem utan vallar var lítil. Það var eins og áhorfendur þyrftu að fá mark eða í það minnsta glæsileg tilþrif til að húmor og gleði næðu völdum í stúkunni. 

lesa meira

Leikskrá: KR - Breiðablik

Hér má sjá leikskrá fyrir stórleik KR og Breiðabliks sem fram fer á Alvogen-vellinum í kvöld og hefst kl. 20. Smellið hér
 
 
 
 

Lesa frétt

KR - Breiðablik á mánudagskvöld

KR tekur á móti Breiðabliki á Alvogen-vellinum á mánudagskvöld og hefst leikurinn kl. 20. Hægt er að nálgast miða í forsölu á leikinn á Rauða ljóninu ef menn vilja sleppa við biðröð á mánudagskvöldið. Einnig er tilvalið að mæta í upphitun og hamborgara í KR-heimilið frá kl. 18.30 á mánudag. 

Lesa frétt

Rosenborg - KR sýndur á Rauða ljóninu

KR-ingar sem hafa tök á eru hvattir til að bregða sér á Rauða ljónið á eftir og horfa á leik Rosenborg og KR sem sýndur verður þar beint. Leikurinn hefst klukkan 17. 

Lesa frétt

KR mætir Rosenboerg kl. 17 í dag í síðari leik liðanna í annarri umferð undankeppni Evrópudeildarinnar. Rosenberg vann fyrri leik liðanna á KR-vellinum 1-0 sem þó var hnífjafn og KR þarf því útisigur til að komast áfram. Leiknum í dag verður lýst í KR-útvarpinu. 

Lesa frétt

KR-TV

 

 
 

Leikir / Úrslit

Pepsi deildin

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012