Fréttir

Ný stuðningsmannasveit KR í undirbúningi

Eins og rækilega hefur komið fram í dag hefur stuðningsmannasveitin Miðjan verið lögð formlega niður. Ný stuðningsmannasveit er í undirbúningi. Nokkrir stuðningsmenn eru þegar klárir í sveitina en stefnt er að því að fjölga þeim mikið á næstu dögum. Starf hennar mun mótast af þeim félögum sem ganga liðs við hana og þeir sem stofna sveitina eru opnir fyrir öllum hugmyndum. Þó er ljóst að ákveðið form verður á sveitinni á fyrsta leiknum gegn Víkingi á mánudagskvöld.

lesa meira

KR Lengjubikarmeistari eftir góðan sigur á Víkingum

KR vann sigur á Víking í úrslitaleik Lengjubikarsins í Egilshöll í kvöld, 2-0. Leikurinn var mjög fjörugur og bæði lið áttu mörg færi en KR-ingar voru heilt yfir betri. Óskar Örn Hauksson skoraði bæði mörk KR, það fyrra með skalla eftir glæsilega sendingu frá nýliðanum, Valtý Má Michalessyni. Bæði mörkin komu í byrjun síðari hálfleiks.

Lesa frétt

Úrslitaleikur í Lengjubikarnum

KR og Víkingur leika til úrslita í Lengjubikarnum á sumardaginn fyrsta, fimmtudagskvöld kl. 19.15. Leikurinn fer fram í Egilshöll. Þegar liðin mættust fyrr í keppninni vann Víkingur 3-1. Bæði liðin hafa verið að leika vel undanfarið og má búast við spennandi úrslitaleik.

Lesa frétt

KR í stuði gegn Skaganum og Danirnir komust á blað

KR vann í kvöld stórsigur á ÍA í Lengjubikarnum, 4-0, en leikurinn fór fram í Akraneshöllinni. Hólmbert Friðjónsson kom KR yfir eftir hálftíma leik og undir lok fyrri hálfleiks misstu Skagamenn mann af velli með rautt spjald er Ólafur Valur Valdimarsson fékk sitt annað gula spjald fyrir kjánalegt brot á Pálma Rafni. 

Lesa frétt

ÍA – KR í kvöld: KR teflir fram nýjum bakverði – leikurinn sýndur í sjónvarpi

ÍA og KR keppa í kvöld í Lengjubikarnum og fer leikurinn fram í Akraneshöllinni. Núna styttist í Íslandsmótið og leikir liðanna í undirbúningsmótunum eru farnir að vekja meiri athygli. Leikurinn í kvöld verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport2. Leikurinn hefst kl. 19.

 

Lesa frétt

KR-TV

 

 

 
 

Leikir / Úrslit

Pepsi deildin

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012