Fréttir

Stefán Logi og góður kafli í seinni hálfleik skópu sigurinn

KR vann FRAM 2-1 á Laugardalsvellinum í köflóttum leik. Í fyrri hálfleik gekk fátt upp hjá okkar mönnum, sendingar rötuðu illa á milli manna, óöryggi var í vörninni, lítil barátta - og það voru Framarar sem fengu færin.  Á 12. mínútu var dæmd vítaspyrna á Grétar Sigfinn fyrir brot innan teigs en Stefán Logi varði vítið. Spyrnan var slök en vel gert hjá Stefáni Loga. Gary Martin fékk hættulegt færi á 19. mínútu en hitti ekki boltann og Framarar áttu tvö hættuleg færi úr vítateignum en skutu yfir, og skot stöngina. Staðan 0-0 að loknum bragðdaufum fyrri hálfleik. 

lesa meira

FRAM - KR á mánudagskvöld; leikur sem verður að vinnast!

FRAM og KR eigast við í Pepsi-deildinni á Laugardalsvellinum á mánudagskvöld kl. 19.15. KR er í þriðja sæti deildarinnar, sex stigum frá toppliðum FH og Stjörnunnar en FRAM er í fallbaráttupakkanum rétt fyrir ofan botnlið Þórs. Ekki þarf að tíunda mikilvægi leiksins fyrir okkar menn sem þurfa á sigri að halda til að setja pressu á toppliðin tvö og eiga möguleika á að verja titilinn. FRAM-arar reyndust okkur erfiðir í fyrri umferðinni en þá vann KR nauman sigur, 3-2. 

Lesa frétt

Farid Zato valinn í landslið Tógó

Miðjumaðurinn Abdel Farid Zato Arouna hefur verið valinn í landslið Tógó sem mætir Gíneu föstudaginn 5. september og Ghana miðvikudaginn 10. september.
 
Leikirnir eru liður í undankeppni Afríkukeppninnar sem fram fer í Marakkó í janúar og febrúar árið 2015. 
 
Leikur Gíneu og Tógó fer frarm í Marokkó vegna E bólu veirunnar sem geisar í Gíneu þessa dagana. Tógó leikur svo á heimavelli gegn Ghana.
 
Leikirnir fara fram á meðan landsleikjahlé verður á Pepsi deildinni hér heima þannig að Farid Zato missir ekki af leik hjá KR á meðan hann er staddur í þessu verkefni, að því gefnu að ferðalag hans gangi eins vel og áætlað er. 

Lesa frétt

Gunnar Þór maður leiksins

KR-klúbburinn valdi Gunnar Þór Gunnarsson mann leiksins eftir 1-0 sigurinn gegn Fjölni. Gunnar Þór kom inn í liðið í vinstri bakvörð fyrir Guðmund Reyni og átti frábæranleik, kom öðrum fremur í veg fyrir að Fjölnir jafnaði. Gunnar Þór tekur hér við verðlaunum úr hendi Friðgeirs, en Friðgeir fékk sérstök fegurðarverðlaun fyrir peysuna sem hann klæðist á þessari mynd.  Gunnar Þór fer hins vegar út að borða á Rossopomodoro.

Lesa frétt

Sigur sem hékk á bláþræði

KR vann nauman sigur á Fjölni, 1-0, í 16. umferð Pepsi-deildarinnar. Markið sem skildi liðin að skoraði Gary Martin á 36. mínútu eftir laglega sendingu frá Farid Zato. KR-liðið var töluvert frá sínu besta í dag og spilamennskan versnaði eftir því sem á leið leikinn. Fjölnismenn fengu nokkur hættuleg færi, oft eftir varnarmistök KR, en af varnarmönnum lék Gunnar Þór langbest, kom hann inn í liðið fyrir Guðmund Reyni, og var valinn maður leiksins. 

Lesa frétt

KR-TV

 

 

 
 

Næsti leikur

Fram-KR

Pepsi deildin

Laugardalsvöllur

MÁNUDAGURINN 25. ÁGÚST KLUKKAN 19.15

Pepsi deildin

 
1. FH
15 10 5 0 27-9 35
2. FH 15 10
5
0 28-16 35
3. KR
15
9 2 4 23-15 29
4. VÍKINGUR
15 8 2 5 20-17 26
 
 

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012