Fréttir

Fyrirliðinn kveður Vesturbæinn í bili

Fyrirliði KR liðsins, Baldur Sigurðsson, hefur skrifað undir samning við danska úrvalsdeildarliðið SönderjyskE. Baldur gengur til liðs við danska liðið um áramótin.
 
Baldur gekk til liðs við KR frá norska liðinu Bryne fyrir tímabilið 2009. Baldur varð tvívegis Íslandsmeistari með KR og þrisvar sinnum bikarmeistari auk annarra titla á því tímabili sem hann lék með liðinu.
 
Baldur er í miklum metum hjá stuðningsmönnum KR og kveður liðið sem fyrirliði KR liðsins. 
 
Á fésbókarsíðu sinni tjáir Baldur sig um vistaskiptin og segir orðrétt.
 
"Þá er það endanlega staðfest. Við fjölskyldan munum færa okkur um set og flytja til Danmerkur um áramótin þar sem ég mun spila með Sønderjyske, að öllum líkindum, næstu árin. Það er því með gríðarlega miklum söknuði sem ég kveð KR, í bili allavega. Tími minn hjá KR hefur verið hreint stórkostlegur og það hefur verið mikill heiður að fá að taka þátt í velgengninni síðustu ár. Ég vil þakka allri KR fjölskyldunni fyrir allt sem hún hefur gert fyrir mig og ég vona að ég hafi náð að gefa eitthvað tilbaka. Vonandi hitti ég svo ykkur sem flest svo ég geti kvatt almennilega! Áfram KR"
 
KRReykjavik.is þakkar Baldri kærlega fyrir störf hans fyrir KR og óskar honum góðs gengis á nýjum vettvangi.  

lesa meira

Rasmus Christiansen að öllum líkindum í KR

Danski varnarmaðurinn Rasmus Christiansen mun að öllum líkindum spila með KR næstu tvö árin hið minnsta. Forsenda þess að samið verði við Rasmus er að hann standist læknisskoðun eftir áramót.
 
Rasmus sleit krossband á síðasta tímabili og fór í aðgerð vegna þeirra meiðsla síðastliðið sumar. Rasmus hefur nú þegar farið í eina læknisskoðun og var bataferli Danans á áætlun.
 
Rasmus hefur síðastliðin tvö tímabil leikið með norska liðinu Ull/Kisa og lék þar með Stefáni Loga Magnússyni um skeið.
 
KRReykjavik.is vonar að allt gangi að óskum hvað varðar bata Rasmusar og hann komi til með að leika í KR búningum næstu tvo árin í það minnsta. 

Lesa frétt

Hörður Fannar Björgvinsson gengur til liðs við KR

KR-ingar hafa tryggt sér þjónustu markmannsins Harðar Fannars Björgvinssonar næstu þrjú árin hið minnsta.
 
Hörður Fannar er fæddur árið 1997 og þykir mikið efni. Hörður hefur leikið með U-17 og U-19 ára landsliðum Íslands og fengið lof fyrir frammistöðu sína á þeim vettvangi.
 
Hörður gengur til liðs við KR frá Fram, en þar lék hann undir handleiðslu Bjarna Guðjónssonar. 
 
KRReykjavik.is býður Hörð hjartanlega velkominn í Vesturbæinn og væntir mikils af störfum Harðar milli stanganna hjá KR.

Lesa frétt

Gunnar Þór skrifar undir fjögurra ára samning

Gunnar Þór Gunnarsson hefur ákveðið að spila í svarthvíta búningnum næstu fjögur árin. Gunnar Þór skrifaði undir samning þess efnis í gær.
 
Gunnar Þór rann út á samningi í haust, en nú er framtíð hans hjá félagin ljós og eru það jákvæð tíðindi.
 
Gunnar kom til KR frá sænska liðinu IFK Norrköping árið 2011 og hefur spilað 91 leik fyrir KR á þeim tíma. 
 
KRReykjavik.is gleðst yfir þeim fregnum að framtíð Gunnars verði í Vesturbænum og væntir mikils af varnarmanninum geðþekka næstu fjögur árin. 

Lesa frétt

Grétar Sigfinnur áfram í Vesturbænum næstu tvö árin

Grétar Sigfinnur Sigurðarson hefur gert munnlegt samkomulag við KR um að skrifa undir nýjan tveggja ára samning við félagið, en samningurinn verður gerður skriflegur seinna í dag.  
 
Samningur Grétars við KR rann út nýverið og renndu önnur lið hýru auga til starfskrafta Grétars, en fyrsti kostur leikmannsins var að að gera nýjan samning við KR. Nú er það orðið ljóst að KR-ingar hafa einnig hug á að endurnýja samning sinn við Grétar.
 
KRReykjavik.is fagnar þessum tíðindum og væntir mikils af Grétari í svarhvíta búningnum næstu tvö árin í það minnsta. 

Lesa frétt

KR-TV

 

 

 
 

Næsti leikur

 

 

Pepsi deildin

 
 1. Stjarnan
 22  15  7  0  42-21  52
 2. FH  22  15
 6
 1  46-17  51
 3. KR
 22
 13  4  5  40-24  43
 4. Víkingur
 22  9  3  10  25-29  30
 
 

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012