Fréttir

Naumur sigur skilaði KR upp í annað sætið

KR er meistaralið hvort sem liðið verður Íslandsmeistari í ár eða ekki. Liðið vinnur marga titla og er nánast á hverju ári mjög ofarlega í deildinni, frá 1. til 4.sætis og vinnur síðan bikarkeppnina hvað eftir annað. Það er eitthvað sem veldur því að smáatriði falla með meistaraliðum og þau vinna hnífjafna leiki þar sem fátt skilur á milli liða. Það gerðist í kvöld, þegar KR vann Leikni, í leik þar sem varla sást opið færi allan tímann. 

lesa meira

KR - Leiknir kl. 19.15 sunnudagskvöld

KR tekur á móti Leikni í kvöld á Alvogen-vellinum kl. 19.15. Upphitun hefst með KR-hamborgurum, drykkjasölu, tilkynningu um byrjunarlið og góðu spjalli inni í KR-heimili og á sólpallinum góða kl. 17.30. KR er í þriðja sæti fyrir leikinn, þremur stigum frá toppnum, en gestirnir úr Breiðholtinu eru í 9. sæti. 

Lesa frétt

Frábær leikur og frábær sigur gegn Stjörnunni

KR-ingar svöruðu kallinu, sneru við blaðinu eftir tvo dapra leiki og unnu geysilega góðan og sanngjarnan útisigur gegn Stjörnunni 1-0 í 9. umferð Pepsi-deildarinnar. KR var betra liðið mestallan leikinn, réði spilinu og fékk fleiri færi em heimamenn, en Stjörnumenn spiluðu sterkan varnarleik og fengu nokkrar hættulegar skyndisóknir.

Lesa frétt

Stjarnan - KR í kvöld

Stjarnan og KR keppa á Samsungvelli í kvöld í sjónvarpsleik klukkan 20. Bæði liðin verða að ná sigri í kvöld ef þau ætla að halda sér í toppbaráttunni og raunar getur baráttan um Evrópusæti orðið erfið ef þau fara ekki að hala inn stig. KR hefur gengið mjög illa á heimavelli Stjörnunnar undanfarin ár og kominn tími til að snúa því gengi við. 

Lesa frétt

KR - FH í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins

KR tekur á móti FH í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins og fer leikurinn fram annaðhvort 5. eða 6. júlí. Frammistaða KR í bikarkeppninni undanfarin ár hefur verið vægast sagt verið frábær og þar hafa meðal annars unnist glæstir sigrar gegn FH. Í fyrra slógum við FH-inga út úr bikarnum í 32-liða úrslitum með 1-0 sigri og síðan var leiðin greið að bikarmeistaratitlinum. Árið 2011 mættust liðin í 16-liða úrslitum og þá vann KR 2-0.

Lesa frétt

KR-TV

 

 
 

Leikir / Úrslit

Pepsi deildin

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012