Fréttir

Nýtt þjálfarateymi í Vesturbæinn

KR-ingar kynntu í dag nýtt þjálfarateymi á blaðamannafundi í KR heimilinu. Bjarni Guðjónsson var kynntur til leiks sem aðalþjálfari KR liðsins og honum til aðstoðar verður Guðmundur Benediktsson.
 
Þá verður Óskar Hrafn Þorvaldsson með Bjarna og Guðmundi í þjálfarateymi meistaraflokks auk þess að þjálfa 2. flokk félagsins ásamt Halldóri Árnasyni sem einnig er yfirþjálfari yngri flokka hjá KR. 
 
KRReykjavik.is býður þessa heiðursmenn velkomna til starfa og væntir mikils af þeim í störfum þeirra fyrir KR.
 

lesa meira

Pétur Pétursson lætur af störfum sem þjálfari KR

Pétur Pétursson hefur ákveðið að fylgja fordæmi Rúnars Kristinssonar og láta af störfum sem þjálfari KR. 
 
Pétur gerði KR á Íslandsmeisturum árið 2000 á sínu fyrsta ári sem þjálfari liðsins. Pétur hætti svo með liðið árið 2001. Pétur kom aftur til starfa hjá meistaraflokki KR árið 2009, en þar áður hafði hann þjálfað 3. og 2. flokk félagsins með afar góðum árangri. 
 
Pétur var aðstoðarmaður Loga Ólafssonar og síðar Rúnars Kristinssonar frá 2009-2914. Á þeim árum varð KR Íslandsmeistari tvisvar sinnum og bikarmeistari þrisvar sinnum. 
 
KRReykjavik.is þakkar Pétri kærlega fyrir störf hans fyrir KR og óskar honum góðs gengis í störfum sínum á nýjum vettvangi.
 
 

Lesa frétt

Rúnar Kristinsson lætur af störfum sem þjálfari KR

Rúnar Kristinsson hefur ákveðið að láta af störfum sem þjálfari KR eftir að hafa stjórnað liðinu til sigurs á tveimur Íslandsmótum, auk þess að landa þremur bikarmeistaratitlum sem þjálfari liðsins.
 
Rúnar tók við KR liðinu á miðju tímabili árið 2010 þegar hann tók við liðinu af Loga Ólafssyni. 
 
Rúnar gerði KR að tvöföldum meisturum á sínu fyrsta heila tímabili sem þjálfari KR. KR-ingar urðu svo bikarmeistari árið 2012 með Rúnar í brúnni. Árið 2013 varð KR Íslandsmeistari undir stjórn Rúnars og loks kvaddi Rúnar KR með bikarmeistaratili í ár. 
 
KRReykjavik.is þakkar Rúnar Kristinssyni kærlega fyrir þau góðu störf sem hann hefur unnið sem þjálfari KR liðsins. Þá óskar KRReykjavik.is Rúnari góðs gengis á nýjum vettvangi hvar svo sem það verður á hnettinum.
 
KR-ingar hafa boðað til blaðamannafundar á þriðjudaginn kemur þar sem nýr þjálfari félagsins verður kynntur. 

Lesa frétt

Sindri Snær krotar undir nýjan samning

Markvörðurinn og tískufrömuðurinn Sindri Snær Magnússon hefur sett fagra undirritun sína undir nýjan samning við KR.
 
Samningurinn gildir í tvö ár og rennur því út eftir leiktíðina árið 2016.
 
Sindri Snær gekk til liðs við KR fyrir síðastliðið tímabil, lék sex leiki í deild og bikar og stóð sig með stakri prýði.
 
Af þessu tilefni tekur Sindri á móti öllum KR-ingum með sérstöku brosi á vör í tískuvöruverslunina Húrra á Hverfisgötu næstu misseri.  

Lesa frétt

Torfi Karl í Víking Ólafsvík

Miðjumaðurinn Torfi Karl Ólafsson hefur gengið til liðs við Víking Ólafsvík. Torfi Karl var á láni frá KR hjá Ólsurunum árið 2012 og hjálpaði liðinu að komast upp í efstu deild. 
 
Torfi sleit krossband í janúar á þessu ári og var því ekkert með KR liðinu í sumar. 
 
KRReykjavik.is óskar Torfa góðs gengis í Ólafsvík og vonast til að sjá hann á knattspyrnuvellinum sem fyrst. 
 

Lesa frétt

KR-TV

 

 

 
 

Næsti leikur

 

 

Pepsi deildin

 
 1. Stjarnan
 22  15  7  0  42-21  52
 2. FH  22  15
 6
 1  46-17  51
 3. KR
 22
 13  4  5  40-24  43
 4. Víkingur
 22  9  3  10  25-29  30
 
 

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012