Fréttir

Lalo efnilegastur og Haukur Heiðar og Gary Martin bestir

Lokahóf meistaraflokks karla hjá KR fór fram í KR heimilinu í gærkvöldi. Kvöldið var afar vel heppnað og áttu þjálfarar, leikmenn og aðstandendur liðsins saman huggulega kvöldstund. 
 
Veittar voru viðurkenningar fyrir efnilegasta og bestu leikmenn tímabilsins. 
 
Gonzalo Balbi varð fyrir valinu sem efnilegasti leikmaður tímabilisins og Haukur Heiðar Hauksson og markakóngurinn Gary Martin voru valdir bestu leikmenn tímabilsins. 
 

lesa meira

Gary Martin með þrennu og markakóngstitil

Lokaleikur KR í Pepsi-deildinni í ár snerist upp í hátíð Gary Martins. Hann skoraði þrennu í leiknum og tryggði sér markakóngstitilinn, 13 mörk. Hann var jafnframt valinn maður leiksins og á myndinni sést hann taka við verðlaunum úr hendi fulltrúa KR-klúbbsins.

Lesa frétt

KR - Þór kl. 13.30 laugardag

KR og Þór eigast við í síðustu umferð Pepsi-deildarinnar kl. 13.30 á laugardag á KR-vellinum. Örlög beggja liða þetta árið eru þegar ráðin og uppskeran í húsi: Þór er fallinn og KR endar í þriðja sæti í Pepsi-deildinni auk þess að vinna Borgunarbikarinn. 

Lesa frétt

Farid heldur til Úganda og Tógó í október

Miðjumaðurinn Abdel Farid Zato Arouna hefur verið valinn í landsliðshóp Tógó sem mætir Úganda heima og að heiman um miðjan október. Leikirnar fara nánar til tekið fram laugardaginn 11. október í Úganda og miðvikudaginnn 15. október í Tógó. 
 
Leikirnir eru liður í undankeppni Afríkukeppninnar sem fram fer í Marokkó árið 2015. Tógó er án stiga í E riðli undankeppninnar eftir töp í fyrstu tveimur leikjunum. Tógó tapaði 2-1 gegn Gíneu og 3-2 fyrir Ghana. 
 
Farid var ónotaður varamaður í leiknum á móti Gíneu, en lék svo síðasta stundarfjórðunginn þegar Tógó beið lægri hlut gegn Ghana. 
 
KRReykjavik.is óskar Farid góðrar ferðar þegar þar að kemur og góðs gengis í leikjunum tveimur.

Lesa frétt

Dálítið betri og það dugði

 KR vann nokkuð sanngjarnan 1-0 sigur á Víkingi í næstsíðustu umferðinni. Þegar haft er í huga að KR hafði að engu að keppa í leiknum nema því að enda mótið á góðum nótum og að heimamenn voru að berjast fyrir Evrópusæti teljast þetta sterk úrslit. Þetta var ekki besti leikur KR í sumar en langt frá því að vera sá versti. Grétar Sigfinnur skoraði sigurmarkið á 43. mínútu. 

Lesa frétt

KR-TV

 

 

 
 

Mest lesið

Næsti leikur

KR-Þór

Pepsi deildin

KR-völlur

LAUGARDAGURINN 4. OKTÓBER KLUKKAN 14.00

Pepsi deildin

 
1. FH
21 15 6 0 45-15 51
2. STJARNAN 21 14
7
0 40-20 49
3. KR
21
12 4 5 36-23 40
4. VÍKINGUR
21 9 3 9 25-27 30
 
 

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012