Fréttir

Sigur á Djúpmönnum tryggði KR sigur í sínum riðli

KR-ingar enduðu í efsta sæti 1. riðils A deildar Lengjubikarsins, en KR skaust á topp riðilsins með 4-0 sigri á BÍ/Bolungarvík.
 
Emil Atlason, Grétar Sigfinnur Sigurðarson og Almarr Ormarsson (2) skoruðu mörk KR í leiknum. Gary Martin var arkitektinn að þremur mörkum KR liðsins og átti fantafínan leik.
 
Sindri Snær Jensson sem gekk til liðs við KR frá Vali í síðustu viku lék sinn fyrsta leik fyrir KR þegar hann leysti Huga Jóhannesson af hólmi í hálfeik.
 
Lið KR í leiknum var þannig skipað: Hugi Jóhannesson (Sindri Snær Jensson) - Guðmundur Reynir Gunnarsson, Ivar Erlien Furu, Grétar Sigfinnur Sigurðarson (f), Aron Bjarki Jósepsson (Haukur Heiðar Hauksson) - Atli Sigurjónsson ( Kjartan Henry Finnbogason), Gonzalo Balbi Lorenzo (Björn Þorláksson), Egill Jónsson, Almarr Ormarsson - Emil Atlason (Kristófer Eggertsson), Gary John Martin. 

lesa meira

Herrakvöld KR

Frábær skemmtun er í vændum fyrir KR-inga í þessum mánuði: Herrakvöld KR verður haldið í Versölum við Hallveigarstíg föstudagskvöldið 25. apríl. Veislustjóri er Logi Bergmann og ræðumaður kvöldsins Guðni Ágústsson. Steikarhlaðborð er á matseðlinum. 

Lesa frétt

Stórsigur á Grindavík tryggði KR í átta liða úrslitin

KR sigraði Grindavík í kvöld með fimm mörkum gegn engu. Það voru Aron Bjarki Jósepsson, Emil Atlason, Gonzalo Balbi og Gary Martin (2) sem skoruðu mörk KR í leiknum. 
 
Lið KR í leiknum í kvöld var þannig skipað: Hugi Jóhannesson - Gunnar Þór Gunnarsson (Guðmundur Reynir Gunnarsson), Ivar Furu (Grétar Sigfinnur Sigurðarson), Aron Bjarki Jósepsson, Haukur Heiðar Haukson - Gonzalo Balbi, Egill Jónsson (Kjartan Henry Finnbogason) - Atli Sigurjónson, Emil Atlason, Almarr Ormarsson - Þorsteinn Már Ragnarsson (Gary John Martin). 
 
KR tyllti sér á topp riðils síns í Lengjubikarnum með sigrinum í kvöld, KR er með þrettán stig eftir að hafa leikið sex leiki. Næsti leikur KR er gegn BÍ/Bolungarvík og fer fram sunnudaginn 6. apríl klukkan 13.00 á KR vellinum. Leikurinn gegn BÍ/Bolungarvík er síðasti leikurinn hjá KR í riðlakeppni Lengjubikarsins, en liðið hefur nú þegar tryggt sér sæti í 8 liða úrslitum keppninnar. 
 
Fyrir lokaumferðina er Aron Bjarki Jósepsson markahæsti leikmaður í 1. riðli A deildar Lengjubikarsins með fimm mörk og vonandi að kappinn verði áfram á skotskónum á þessum tímabili. Gary Martin blandar sér svo í baráttuna um markahæsta leikmanninn í riðlakeppninni með mörkunum tveimur í kvöld og er byrjaður að anda ofan í hálsmálið hjá Aroni Bjarka. 
 

Lesa frétt

Leikmannakynning - breytingar á tíma og dagskrá

Vegna leiks Liverpool og Sunderland á miðvikudagskvöld hafa verið gerðar breytingar á tímasetningu og dagskrá Spjallkvölds KR-klúbbsins á Rauða ljóninu. Gestir eru beðnir um að mæta á milli klukkan 18 og 19 en leikmannakynningin hefst kl. 19. 

Lesa frétt

Leikmannakynning á miðvikudagskvöld

KR-klúbburinn heldur spjallkvöld á Rauða ljóninu á miðvikudagskvöld þar sem leikmenn og þjálfarar meistaraflokks mæta, leikmenn verða kynntir og spáð verður í spilin fyrir komandi leiktíð. 
 
Dagskráin hefst kl. 20 en tilboð verða á mat og drykk frá kl. 19. 

Lesa frétt

KR-TV

 

 

 
 

Mest lesið

Næsti leikur

KR-Fylkir

Lengjubikarinn - 8 liða úrslit

KR völlur

Fimmtudagurinn 17. apríl klukkan 13.00

Pepsi deildin

 
1. KR
22 17 1 4 50-27 52
2. FH 22 14 5 3 47-22 47
3. STJARNAN
22
13 4 5 34-25 43
4. BREIÐABLIK
22 11 6 5 37-27 39
 
 

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012