Fréttir

Willum þjálfari og Arnar aðstoðarþjálfari

Willum Þór Þórsson hefur tekið við þjálfun meistaraflokks karla út keppnistímabilið og mun Arnar Gunnlaugsson verða aðstoðarþjálfari hans. Willum lék um árabil með KR sem miðvallarleikmaður og kvað mest að honum sem slíkum framan af níunda áratugnum. Árið 2002 varð hann þjálfari meistaraflokks félagsins eftir glæsilegan feril með Haukum sem hann hafði komið upp um tvær deildir á tveimur árum. 

lesa meira

YFIRLÝSING

Knattspyrnudeild KR, Bjarni Eggerts Guðjónsson aðalþjálfari og Guðmundur Benediktsson aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hafa komist að sameiginlegri niðurstöðu um að þjálfararnir láti nú af störfum hjá félaginu.

Lesa frétt

Lengi getur vont versnað

Leikur KR og ÍA hafði lengi fram eftir seinni hálfleik það yfibragð að við værum að sigla í hús þremur dýrmætum stigum í slökum leik gegn afar slökum andstæðingi. Í leikhléi hristi fólk hausinn yfir fádæma slappri og bitlausri spilamennsku beggja liða.Í byrjun síðari hálfleiks kom nokkur fjörkippur í leik KR sem lauk með  því að Kennie Chopart átti frábæra rispu upp vinstri kantinn, lék inn að miðju og skoraði með glæsilegu skoti fyrir utan teig. 

Lesa frétt

KR - ÍA í kvöld

KR-ingar mæta Skagamönnum í kvöld á Alvogen-vellinum í 8. umferð Pepsi-deildarinnar. Leikurinn hefst kl. 19.15. Hér mætast tvö lið í vanda en KR er í 8. sæti deildarinnar, hefur unnið tvo leiki, gert þrjú jafntefli og tapað þremur. Skagamenn eru enn verr staddir en þeir eru í næstneðsta sæti deildarinnar. 

Lesa frétt

KR mætir Glenavon frá N-Írlandi

Dregið hefur verið í undankeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu og verður það hlutskipti KR að mæta n-írska liðinu Glenavon í fyrstu umferð. Lið frá N-Írlandi afa í gegnum tíðina reynst viðráðanlegir andstæðingar fyrir íslensk lið og því má gera ráð fyrir því að möguleikar KR á að komast í aðra umferð séu töluverðir. Leikirnir fara fram í júlí. 

Lesa frétt

 
 

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012