Fréttir

Vonbrigðin halda áfram

Mark Almars Ormarssonar í uppbótatíma bjargaði andlausu KR-liði frá fullkominni niðurlægingu í viðureignum sumarsins gegn Val. Almarr jafnaði leikinn í uppbótatíma í 2-2. Leikurinn var fjörugur og skemmtilegur en ekki vel leikinn. Valsmenn voru ekki eins sterkir og í fyrri viðureignum gegn KR og gáfu fleiri færi á sér. KR-ingur voru lengstum svo andlausir og fyrirsjáanlegir að ámælisvert má telja, ekki síst vegna þungrar kröfu í KR-samfélaginu um að liðið myndi rífa sig upp í leik gegn Val og kvitta fyrir fyrri ófarir. Það tókst ekki og ekki er hægt að segja að heiðarleg tilraun hafi verið gerð til að svara kröfu stuðningsmanna.

lesa meira

KR - Valur: Leikskrá

Leikur KR og Vals hefst kl. 18 á Alvogen-vellinum í dag. Glæsilega leikskrá fyrir leikinn má lesa og skoða með því að smella hér.

Lesa frétt

Krafan er sigur

 KR og Valur keppa á sunnudag á Alvogen-vellinum kl. 18 og er þetta leikur í 18. umferð Pepsi-deildarinnar. KR-klúbburinn hitar upp að vanda með hamborgara- og drykkjasölu frá kl. 16.30. KR er í 3. sæti deildarinnar fyrir leikinn, Breiðablik er einu stigi ofar og FH er með fimm stigum meira. Valur er í 4. sæti, með sex stigum minna en KR.

Lesa frétt

Naumur sigur í Keflavík

KR vann nauman 1-0 sigur á botnliði Keflavíkur í Keflavík í kvöld. Sigurmarkið skoraði Pálmi Rafn Pálmason á 71. mínútu og var það mjög slysalegt. Leikmaður Keflavíku skaut þá boltanum í Pálma og boltinn fór af honum í markið. Leikurinn var annars líflegur og bæði lið fengu mörg færi. KR-ingar fengu þó í heildina fleiri og betri færi og sigurinn því sanngjarn. 

Lesa frétt

Leikir framundan - Keflavík á þriðjudag

Beðist er velvirðingar á því að fréttaskrif á þessum vef hafa legið niðri undanfarnar vikur vegna  utanlandsferðar ritstjóra. Því miður hefur velgengni KR-liðsins einnig legið niðri á sama tíma. Vonbrigðin með gengi liðsins undanfarið eru mikil og engum er gerður greiði  með því að afneita því að liðið hefur engan veginn staðið undir væntingum. 

Lesa frétt

KR-TV

 

 
 

Leikir / Úrslit

Pepsi deildin

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012