Fréttir

Bikarstemming á Rauða Ljóninu á fimmtudaginn

Það verður bikarstemming á Rauða Ljóninu fimmtudaginn  31. júlí. Leikur ÍBV og KR í undanúrslitum Borgunarbikarsins sem fram fer á Hásteinsvellinum í Eyjum klukkan 18.00 verður sýndur á skjám staðarins. 
 
Þá verða tilboð á mat og drykk fyrir leik og á meðan á leiknum stendur. Hamborgari eða pitsa og gos á 1500 kr. Hamborgari eða pitsa og bjór á 1950 kr. 
 
Þeir KR-ingar sem ekki ætla að fara til Vestmannaeyja eru hvattir til að fjölmenna á Ljónið og horfa á leikinn í góðri KR stemmingu.

lesa meira

Enn of köflóttir

Það verður að segja eins og er að köflóttir búningar rmyndu lýsa KR-liðinu betur en röndóttir, eins og það hefur spilað í sumar. Leikur KR liðsins gegn Breiðablik, sem lauk með jafntefli 1-1,  var dæmigerður fyrir marga deildarleiki fyrr í sumar og einkenndist meðal annars af slökum fyrri hálfleik þar sem KR-liðið var bitlaust. Blikar vörðust vel og KR skapaði litla hættu. Gestirnir fengu auk þess hættulegar skyndisóknir, sköpuðu sé þrjú hættuleg færi og skoruðu eitt mark. 

Lesa frétt

KR - Breiðablik sunnudag kl. 20

KR og Breiðablik eigast við í 13. umferð Pepsi-deildarinnar á KR-vellinum kl. 20 á sunnudagskvöld. KR-klúbburinn byrjar að grilla um 18.30. Fyrir leikinn er KR í 3. sæti deildarinnar með 22 stig eftir 12 leiki, sex stigum frá FH í toppsætinu og fjórum stigum frá Stjörnunni. Breiðablik er í 8. sæti með 12 stig. Fyrri deildarleik liðanna í vor lauk með sigri KR, 2-1, og KR sló Breiðablik út úr Borgunarbikarnum í 8-liða úrslitum með 2-0 sigri. 

Lesa frétt

Þorsteinn Már aftur á heimaslóðir

Þorsteinn Már Ragnarsson hefur ákveðið að halda aftur á heimaslóðir og leika með Víiking Ólafsvík út tímabilið. Þorsteinn Már gengur til liðs við Víking Ólafsvík á lánssamningi sem gilidir út þessa leiktíð.
 
Þorsteinn hefur leikið níu leiki með KR í Pepsi deildinni á þessu tímabili, en einungis byrjað tvo af þeim. Þorsteinn gengur því til liðs við Víking Ólafsvík til þess að fá meiri spiltíma.
 
KRReykjavik.is óskar Þorsteini góðs gengis hjá Ólsurunum. 

Lesa frétt

Tap gegn Celtic í seinni leik liðanna í Edinborg

KR-ingar töpuðu í gær fyrir Glasgow Celtic í annarri umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu með fjórum mörkum gegn engu. Það var ljóst frá upphafi að við rammann reip yrði að draga þegar íslenskt félagslið mætir rándýru atvinnumannaliði.
 
Leikurinn í gær fer inn í reynslubankann hjá leikmönnum KR og upplifunin að spila fyrir framan 40.000 eldheita stuðningsmenn Glasgow Celtis er líklega eitthvað sem leikmenn og forráðamenn KR liðsins gleyma seint.
 
Grétar Sigfinnur Sigurðarson, Guðmundur Reynir Gunnarsson, Baldur Sigurðsson og Óskar Örn Hauksson léku sinn 21. Evrópuleik fyrir KR í Skotlandi í gær. Kjartan Henry Finnbogason lék sinn 17. leik og Jónas Guðni Sævarsson sinn sjöunda.
 
Lið KR í leiknum í gær var þannig skipað: Stefán Logi Magnússon - Gunnar Þór Gunnarsson, Aron Bjarki Jósepsson, Grétar Sigfinnur Sigurðarson, Haukur Heiðar Hauksson - Baldur Sigurðsson (f), Jónas Guðni Sævarsson (Abdel Farid Zato Arouna '57), Gonzalo Balbi (Egill Jónsson '73) - Emil Atlason (Emil Atlason '46), Gary John Martin, Kjartan Henry Finnbogason.  
 
Næsta verkefni KR er þegar liðið mætir Blikum í 13. umferð Pepsi deildarinnar á KR vellinum sunnudaginn 27. júlí. 

Lesa frétt

KR-TV

 

 

 
 

Næsti leikur

ÍBV-KR

BORGUNARBIKARINN

HÁSTEINSVÖLLUR

FIMMTUDAGURINN 31. JÚLÍ KLUKKAN 18.00

Pepsi deildin

 
1. FH
13 9 4 0 24-8 31
2. STJARNAN 13 8
5
0 24-14 29
3. VÍKINGUR
13
8 1 4 18-14 25
4. KR
13 7 2 4 20-15 23
 
 

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012