Fréttir

Farid heldur til Úganda og Tógó í október

Miðjumaðurinn Abdel Farid Zato Arouna hefur verið valinn í landsliðshóp Tógó sem mætir Úganda heima og að heiman um miðjan október. Leikirnar fara nánar til tekið fram laugardaginn 11. október í Úganda og miðvikudaginnn 15. október í Tógó. 
 
Leikirnir eru liður í undankeppni Afríkukeppninnar sem fram fer í Marokkó árið 2015. Tógó er án stiga í E riðli undankeppninnar eftir töp í fyrstu tveimur leikjunum. Tógó tapaði 2-1 gegn Gíneu og 3-2 fyrir Ghana. 
 
Farid var ónotaður varamaður í leiknum á móti Gíneu, en lék svo síðasta stundarfjórðunginn þegar Tógó beið lægri hlut gegn Ghana. 
 
KRReykjavik.is óskar Farid góðrar ferðar þegar þar að kemur og góðs gengis í leikjunum tveimur.

lesa meira

Dálítið betri og það dugði

 KR vann nokkuð sanngjarnan 1-0 sigur á Víkingi í næstsíðustu umferðinni. Þegar haft er í huga að KR hafði að engu að keppa í leiknum nema því að enda mótið á góðum nótum og að heimamenn voru að berjast fyrir Evrópusæti teljast þetta sterk úrslit. Þetta var ekki besti leikur KR í sumar en langt frá því að vera sá versti. Grétar Sigfinnur skoraði sigurmarkið á 43. mínútu. 

Lesa frétt

Víkingur - KR í Víkinni kl. 14 sunnudag

Næstsíðasti leikurinn í Pepsi-deildinni í ár er á dagskrá á sunnudag þegar okkar menn sækja Víkinga heim. Fyrir leikinn er KR í þriðja sæti deildarinnar og getur hvorki endað ofar né neðar en það. Víkingar eru í hins vegar í harðari baráttu um að halda fjórða sætinu í deildinni sem myndi veita þeim þátttökurétt í Evrópukeppninni. 

Lesa frétt

Rok, rigning og markasúpa

KR og ÍBV gerðu 3-3 jafntefli í roki og rigningu í Frostaskjólinu á sunnudag. Leikur KR einkenndist af andleysi og baráttuleysi allt þar til um 20 mínútur voru eftir og liðið var lent undir 1-3. Þá settu menn í fluggírinn, pressuðu gestina af mikilli grimmd, jöfnuðu í 3-3 og voru nálægt því að bæta sigurmarkinu við í blálokin. Gary Martin var langbesti maður KR í dag, skoraði tvö mörk og var sívinnandi allan leikinn. Á myndinni sést hann taka við verðlaunun KR-klúbbsins fyrir nafnbótina Maður leiksins - út að borða á Rossopomodoro.

Lesa frétt

Fyrrverandi grýla í heimsókn

KR tekur á móti ÍBV á KR-vellinum á sunnudag kl. 16. KR er í þriðja sæti deildarinnar og á vart möguleika á að færast ofar en Vestmannaeyingar eru í 8. sæti, ekki alveg lausir við falldrauginn en þó þremur stigum frá fallsæti. Sú var tíðin að Vestamannaeyingar voru vandræðaandstæðingur fyrir KR og skipti þá engu máli hver staða liðanna í deildinni var. Árum saman vann KR ekki í Vestmannaeyjum og þó að betur gengi á KR-vellinum gerðu Eyjamenn okkur oft skráveifu þar. 

Lesa frétt

KR-TV

 

 

 
 

Næsti leikur

KR-Þór

Pepsi deildin

KR-völlur

LAUGARDAGURINN 4. OKTÓBER KLUKKAN 14.00

Pepsi deildin

 
1. FH
21 15 6 0 45-15 51
2. STJARNAN 21 14
7
0 40-20 49
3. KR
21
12 4 5 36-23 40
4. VÍKINGUR
21 9 3 9 25-27 30
 
 

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012