Fréttir

Indriði Sigurðsson og þrír ungir skrifa undir

Indriði Sigurðsson skrifaði í dag undir tveggja ára samning við KR en hann kemur frá Viking í Noregi. Indriði, sem er 34 ára gamall, fyrrverandi landsliðsmaður, varð Íslandsmeistari með KR árið 1999 og er nú boðinn hjartanlega velkominn heim í KR. 

lesa meira

Gary Martin maður leiksins

Gary Martin endaði tímabilið 2105 með glæsibrag en hann skoraði tvö mörk í sigrinum gegn Víkingi og lagði upp eitt auk þess að eiga marga aðra mjög fína spretti. Var Gary Martin valinn maður leiksins og fer út að borða á Rossopomodoro eins og nokkrum sinnum áður.

Lesa frétt

KR-ingar buðu til markasúpu í lokaleiknum

KR endaði Íslandsmótið 2015 á besta möguleika hátt, með stórsigri á Víkingum, 5-2. Sóknarleikur liðsins var mun beittari en undanfarið en athygli vakti að beitt var leikkerfinu 442 með Gary Martin og Hólmbert Friðjónsson saman í framlínunni. Sóknir KR voru hættulegar frá fyrstu mínútu og á 5. mínútu skoraði Óskar Örn með skalla. 

Lesa frétt

KR - Víkingur: Leikskrá

KR og Víkingur eigast við í lokaumferð Pepsi-deildarinnar í dag á Alvogen-vellinum í Frostaskjóli. Leikurinn hefst kl. 14. Til að skoða veglega leikskrá um leikinn skaltu smella hér.

Lesa frétt

KR - Víkingur laugardag kl. 14

Þá er komið að síðasta leiknum í Pepsi-deildinni í ár. KR og Víkingur eigast við á Alvogen-vellinum á laugardag kl. 14. KR endar í þriðja sæti deildarinnar og Víkingur er sloppinn við fall og því er í hefðbundnum skilningi ekki að miklu að keppa í þessum leik. Hins vegar er mikilvægt að enda mótið á heimasigri um leið og KR-ingar eru staðráðnir í því að gera betur næsta sumar og vinna þá til titla á ný.

Lesa frétt

KR-TV

 

 
 

Leikir / Úrslit

Pepsi deildin

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012