Fréttir

Gunnar Þór maður leiksins

KR-klúbburinn valdi Gunnar Þór Gunnarsson mann leiksins eftir 1-0 sigurinn gegn Fjölni. Gunnar Þór kom inn í liðið í vinstri bakvörð fyrir Guðmund Reyni og átti frábæranleik, kom öðrum fremur í veg fyrir að Fjölnir jafnaði. Gunnar Þór tekur hér við verðlaunum úr hendi Friðgeirs, en Friðgeir fékk sérstök fegurðarverðlaun fyrir peysuna sem hann klæðist á þessari mynd.  Gunnar Þór fer hins vegar út að borða á Rossopomodoro.

lesa meira

Sigur sem hékk á bláþræði

KR vann nauman sigur á Fjölni, 1-0, í 16. umferð Pepsi-deildarinnar. Markið sem skildi liðin að skoraði Gary Martin á 36. mínútu eftir laglega sendingu frá Farid Zato. KR-liðið var töluvert frá sínu besta í dag og spilamennskan versnaði eftir því sem á leið leikinn. Fjölnismenn fengu nokkur hættuleg færi, oft eftir varnarmistök KR, en af varnarmönnum lék Gunnar Þór langbest, kom hann inn í liðið fyrir Guðmund Reyni, og var valinn maður leiksins. 

Lesa frétt

KR - Fjölnir miðvikudag kl. 18

Sigurvíman er nú að renna af KR-ingum þó að allir geymi góðar minningar í huganum frá síðasta laugardegi. En nú tekur alvara Pepsi-deildarinnar við. KR-inga bíður það verkefni að vinna alla leiki sem eftir eru í deildinni og sjá svo til hverju það skilar, toppsæti eða aldrei neðar en þriðja sæti. Frá íþróttasálfræðilegu sjónarhorni er þetta eflaust snúin staða. En liðið okkar hefur slípast vel til undanfarið og stuðningsmenn eru farnir að taka við sér. Því er um að gera á fjölmenna á KR-Fjölniri og styðja strákana kröftuglega til sigurs. 

Lesa frétt

Enn einn titillinn

Laugardagurinn 16. ágúst 2014 var einn af mörgum dýrðardögum í sögu KR. Stuðningsmenn KR hituðu upp á Eiðistorgi á meðan Keflvíkingar gerðu slíkt hið sama á Ölver í Glæsibæ. Þegar flautað var til leiks á Laugardalsvelli voru tæplega 4700 manns í stúkunni, þar af virtist meirihluti þeirra vera stuðningsmenn KR þó að Keflvíkingar hafi líka mætt vel. Stuðningsmenn beggja liða stóðu sig ágætlega í stúkunni og stemningin var fín. 

Lesa frétt

Glæsileg bikarsaga KR

Næstkomandi laugardag hefur KR möguleika á að vinna bikarmeistaratitlinn í karlaflokki í 14. sinn. Ekkert lið á Íslandi hefur unnið bikarinn jafnoft. Þrátt fyrir það hafa verið hæðir og lægðir í þessari sögu. Fyrst var keppt um bikarinn árið 1960, þá vann KR og reyndar fyrstu fimm árin sem keppnin var haldin. Bikarmeistaratitlarnir á sjöunda áratugnum voru þessi ár: 1960, 1961, 1962, 1963, 1964, 1966 og 1967. 

Lesa frétt

KR-TV

 

 

 
 

Næsti leikur

KR-Fjölnir

Pepsi deildin

KR-völlur

MIÐVIKUDAGURINN 20. ÁGÚST KLUKKAN 18.00

Pepsi deildin

 
1. STJARNAN
15 10 5 0 28-16 35
2. FH 14 9
5
0 25-9 32
3. KR
14
8 2 4 22-15 26
4. VÍKINGUR
15 8 2 5 20-17 26
 
 

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012